Templar - 22.06.1923, Blaðsíða 3

Templar - 22.06.1923, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 27 Magnús Pjetursson. Ólafur Proppé. Sigurður Stefánsson. Porleifur Guðmundsson. Þórarinn Jónsson. í efri deild, við 2. urnræðu fjárlag- anna 30. apr., var till. frá Birni Kristj- ánssyni um að hækka styrkinn úr 3 þús. i 10 þús„ feld að viðhöfðu nafna- kalli með 9 atkv. gegn 5. Já sögðu: Björn Kristjánsson. Jón Magnússon. Karl Einarsson. Sigurður Eggerz. Sigurður H. Kvaran. Nei sögðu: Halldór Steinsson. Einar Arnason. Guðmundur Guðfinnsson. Guðmundur Ólafsson. Hjörtur Snorrason. Ingibjörg H. Bjarnason. Jóhannes Jóhannesson. Jónas Jónsson. Sigurður Jónsson. Við sömu umr. flutli Sig. H. Kvaran till. um að hækka styrkinn úr 3 þús. upp í 6 þús. og var hún samþ. að við- höfðu nafnakalli með 11 atkv. gegn 3. Greiddu allir atkv. með þeirri tillögu nema Halldór Steinsson, Einar Árnason og Guðm. Guðfinnsson. Pegar fjárlögin komu aftur til einnar umr. i Nd. 7. maí var samþykt að lækka styrkinn niður í 3 þús. með 15 atkv. gegn 13, að viðhöfðu nafnakalli. Fjellu atkv. eins og áður í þessu máli, nema Hákon hafði skift um skoðun, „ en það skal síst lastað þegar horfið er frá röngu máli að rjettu, og greiddi hann atkv. móti lækkuninni. Þegar fjárlögin svo komu til einnar umr. aítur í efri deild, 9. maí, hafði fjárveitinganefnd deildarinnar lagt til að styrkurinn væri hækkaður upp í 6 þús. kr. Var sú tillaga síðan samþykt með 8 samhljóða atkvæðum. Þegar svo fjárlögin komu til umræðu í sameinuðu þingi, var tillaga efri deild- ar samþykt með nokkrum meiri hluta atkvæða. Sumir þeir í neðri deild er alt af höfðu verið á móti styrkhækkun greiddu þá atkvæði með henni, þeir Jón Auðunn og Jón Porláksson. Framkoma þingmanna í þessu máli sýnir Ijóslega skilningsleysi þeirra á Reglunni og starfsemi hennar. Þeim hefði átt að skiljast það, að um leið og áfenginu var hleypt inn í landið, þá bar brýna nauðsyn til þess að auka starfsemina gegn því ofurböli sem altaf er samfara áfengisnautninni, bæði efna- lega og siðferðislega. Þótt þingið hafi litið svo á, sem ekki væri hægt fjár- hagsins vegna að hafa fjárveitinguna hærri, þá er það einkis verð mótbára. Sú ein átti framkoma þeirra í þessu máli að vera, að samþykkja þessa fjár- veitingu umræðulaust. Annað var þeim til ósóma. Vonandi er að næsta þing sýni meiri skilning á þessu stóra vel- ferðarmáli þjóðarinnar. Mikil er nú gandreið Bakkusar um landið. Sölustaðir eru settir á fót þar sem nokkur von er um að þeir geti borið kostnað sinn, og áfengisverslun rikisins virðist sjá um að ekki skorti áfengið. Þeim ákvæðum reglugerðarinnar um áfengissölu sem ætlað var að draga úr ofnautn, virðist ekki beitt; enda sýnd- ust þau frá upphafi ólientug og gagns- laus, nema í höndum áhugasamra og vakandi stjórnenda. Á þingi er eins og ein hugsun hafi í þessu máli ákveðið fylgi: að afla rikis- sjóði sem mestra tekna af áfengisaustr- inum. Kassinn er tómur, eyðslan óhóf- leg íog úrlausnin aðeins ein: að láta þjóðina drekka sem mest, og hreroma stórfje í toll og ágóða árlega til al- mennra þarfa ríkissjóðs. Þarf ekki ann- að en að benda á, að á þingi nú í vet- ur voru tekjur ríkissjóðs af áfengi áætl- aða um 800 þúsund kr., og er sú upp- hæð að áliti þeirra er best vita til alt of há, nema gerl sje ráð fyrir að áfeng- isverslunin sje rekin af miklu kappi. Sjálfsagt má auka söluna að mun ef það eitt er haft fyrir augum að græða sem mest á versluninni. En sú stefna væri þver öfug við ákveðinn og einbeitt- an vilja stórkostlegs meiri hluta manna i landinu. Nægir þar að benda á, að hvar sem vínsölumál eða vínveitinga hafa komið til mála í bæjarstjórnum kaupstaðanna síðan í fyrra, hafa þær næstum einróma mótmælt áfenginu. Sömuleiðis má telja víst, að hvar sem vinsölu- eða vinveitingaleyfi kæmi til atkvæða í hjeraði, mundi neitað um slíkt leyfi. Það er alveg ljóst, að áfengið heldur innreið sína hjer á ný að landsmönnum nauðugum, og stefna þings og þjóðar í þessu efni ætti þar með að vera ákveð- in: Að verjast áfengisflóðinu svo sem verða má meðan við búum við erlenda kúgun og að keppa að því með öllum ráðnm leynt og ljóst, að vjer getum íhlutunarlaust af erlendu valdi hagað áfengislöggjöf vorri eftir eigin vild. Hvergi ættu þeir að telja sjer fært að bjóða sig fram við næstu kosningar, sem hafa aðra afstöðu í þessu máii. Engin önnur skoðun á þessu máli er islensk. Engin önnur lausn er til. Kvæði flult David Östlund i samsæti er templarar hjeldu honum 25. apr, Gamli bróðir, brautryðjandi, bróðir allra er líða og þjástl vinir, sem að verk þín skilja, virða, meta og að þeim dást, í eining saman eru hjer Östlund, til að fagna þjer. Velkominn til vorra stranda! Vinasveit þjer heilsar klökk; fyrir starfið mikla, mæta, meðtak hlýja bróðurþökk. Hjálpa okkur enn sem fyr illa vætti að reka á dyr. Lítum vjer i öllum áltum ógæfunnar myrku spá, hálfrar aldar starfi og stríði stöllum vínsins fórnað á, marga lamar þrek og þrótt þessi skugga dapra nótt. Þá er gott að þróttinn veki þrungnir lífi dagsins menn, svo vjer aftur af oss veltum ógæfunnar fargi senn, Östlund vor sem einn af þeim íslands til er kominn heim. Viða liggur verka þinna vottur, út um fjarlæg lönd. Sigurstarfa bylgjubrotin bárust upp að vorri strönd. Gegnum hafsins hjartaslátt heyrðist gnýr úr vesturátt. Gæfan fylgir þeim er þolinn þunga og hita dagsins bar, þyrfti erfitt verk að vinna varstu jafnan fremstur þar, fluttir sigur bygð úr bygð, böli eyddir, löstum, hrygð. Starfið jafnan ér þitt yndi annara að bæta neyð; þegar sigur einn var unninn önnur verri rimma beið. Herskár varstu, að víkings sið vildir berjast, smáðir grið. Hjer þarf víking-verk að inna, vinna á ný hið minsta tafl. Flyt þú okkur, Östlund bróðir, aftur vorsins sigurafl. Verk þín hjer á vorri slóð verði blessun landi og þjóð. Sá er jörð og sólu gjörði sje þjer vernd í hverri raun. — Göfug verk af alúð unnin eru dýrleg sigurlaun. — Sje þín tunga sigursterk! Signi guð þitt kærleiksverk. Kristmann Guðmundsson. Börn og heimskingar. »Pabbi, hvað er bannnvinur?« »Það er maður, sem reynir að þröngva mönnum til þess að drekka meira Wisky«. »Á hvern hátt þröngva bannvinir mönnum til þess að drekka meira Wisky?« »Með því að samþykkja lög, sem banna tilbúning og sölu áfengra drykkja.« »Á hvern hátt geta þau lög leitt menn til áfengisnautnar?« »Af því þeir vilja ekki hlýða þeim.« »Er gott að drekka, pabbi?« »Nei, drengur minn, jeg vona að þú bragðir aldrei áfengi.«

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.