Templar - 19.07.1923, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXXVI.
Reykjavík, 19. júlí 1923,
8. blað.
Kveðja og þakkir.
íslendingar!
Um leið og »Síríus«, sem flulti mig
frá fslandi, er nú að leggja af stað aft-
ur til »Farsælda Fróns«, finn jeg hjá
mjer sterka hvöt til þess að segja öll-
um mínum mörgu vinum þar minar al-
úðarfylstu þakkir fyrir alla góðvild, sem
tnjer var auðsýnd á meðan jeg í þetta
sinn dvaldi á íslandi. Og Reglusystkini
mín, sem hjeldu mjer bæði fagnaðar-
og skilnaðarsamsæti, og gáfu mjer til
minningar hið stórfelda málverk »Frá
Húsafelli«, og auk þess dýrlegan menja-
grip handa konunni minni, — já, til
þeirra segi jeg, eins heitt og jeg get,
þakkir bæði fyrir mína eiginhönd og
fyrir hönd konunnar minnar.
Kristjaníu 1. júní 1923.
David Östlund.
Andstaðan gegn áfenginu.
Eins og kunnugt er, þá hafa margir
fnndir verið háðir hjer í Reykjavik sið-
astliðinn mánuð. Blöðin hafa þegar
getið þeirra að nokkru, svo að óþarft
virðist að skýra nákvæmlega alt það,
sem um hefir verið rætt, enda ekki
rúm hjer í blaðinu. Fyrir því munum
vjer að eins minnast á og birta sam-
þyktir þær sem gerðar hafa verið á
fundum þessum og þingum, viðvíkjandi
bannmálinu. Tillögur þessar og sam-
þyktir sýna skýrt álit þjóðarinnar á
bannlögunum og gildi þeirra.
Landsfundur kvenna, sem háður var
hjer fyrrihluta s. 1. mánaðar, samþykti
eftirfarandi tillögur í einu hljóði:
»Fundurinn lítur svo á. að aðflutn-
ingsbannlög á áfengi efli siðferði lands-
manna, bæti fjárhaginn og sjeu til hinna
mestu heilla fyrir þjóðina. Fundurinn
telur því sjálfsagt að allar konur lands-
ins vinni að sliku mannúðarmáli, svo
að við fáum bannlög sem fyrst aftur.
Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að
hann telur sjálfsagt og rjett að hver
þjóð fái að ráða sjálf siðferðis og heil-
brigðismálum sinum án nokkurrar í-
hlutunar frá öðrum þjóðum.
Fundurinn skorar á allar konur
landsins að vinna að því af alefli að
enginn verði kosinn á þing nema hreinn
bannmaður«.
Prestastefnan (Synodus) hófst hjer 26.
f- m. Eins og vel flestum er kunnugt,
íí>á hefir bindindis og bannmálið alt af
átt marga ágæta stuðnings og starfs-
menn meðal prestastjettarinnar islensku.
Og eitt af þeim málum sem þar voru
nú til umræðu, var bindindis og bann-
málið.
Sr. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur
hóf umræður, og var málið rætt ræki-
lega. Að lokum var samþykt í einu
hljóði svohljóðandi tillaga til fundará-
lyktunar frá frummælanda:
»Prestastefnan telur það eitt af bein-
um hlutverkum kirkjunnar manna að
vinna að algerðri útrýming áfengisböls-
ins og stuðla að því að íslenska þjóðin
geti losnað sem fyrst afíur undan er-
lendum áhrifum á bindindislöggjöf sina«.
Ársþing Sambands íslenskra barna-
kennara var háð hjer í Rvík 29. júní
til 2. þ. m. Alls mættu þar 77 fjelagar.
Þar var bindindis og bannmálið einnig
til umræðu. Afstaða kennarastjettarinn-
ar til þessa máls sjest best af tillögu
þeirri er þar var samþykt í einu hljóði,
og fer hjer á eftir.
,»Sambandsþing íslenskra barnakenn-
ara telur það eitt af beinum hlutverk-
um stjettarinnar, að vinna að algerðri
útrýming áfengisbölsins, og að stuðla
að því, að íslenska þjóðin geti sem fyrst
losnað undan erlendum áhrifum á á-
fengislöggjöfina«.
Allar þessar tillögur voru samþyktar
eftir ítarlegar umræður. Það er gleðiefni
mikið að heyra það og sjá hve góð ög
traust itök þetta stóra þjóðnytja mál á
meðal þeirra allra er að þessum tillög-
um standa.
Þá er og vert að geta ungmennafje-
laganna. Þau skipar mikill hluti islenska
æskulýðsins. Öll þau fjelög sem tekin eru
i Samband U. M. F. t. verða að undir-
skrifa drengskaparheit þess efnis að fje-
lagarnir lofa því. að neyla ekki áfengis
meðan þeir eru sambandsfjelagar.
í blaði þeirra, sem gefið er út af
sambandinu segir svo: (3. tbl. júní 1923).
»011 þau ungmennafjelög sem eru
innan Sambands U. M. F. í. verða að
undirrita í lögum sinum skuldbinding-
arskrá Sambandsins, sem byrjar á þessa
leið: »Vjer undirritaðir lofum því og
leggjum við drengskap vorn, að meðan
vjer erum í fjelagi innan þessa sam-
bands, skulum vjer ekki neyta áfengra
drykkja«. Sambandið hefir þannig tekið
bindindismálið sem fyrsta mál á dag-
skrá sína, og þar af leiðandi jafnan lagt
alt kapp á að vinna fyrir það.
Spánska vínaldan, sem nú flæðir yfir
landið. er ungmennafjelögunum eitt hið
mesta áhyggju efni. En jafn framt mun
þeim ljóst, að því meiri sem þörfin er,
því betur skal vinna. Það er því bein
skylda að málgagn nngmennafjelaganna
leitist jafnan við að eíla bindindis starf-
semina eftir bestu föngum«.
Á ársfundi Bandalags U. M. F. Vest-
fjarða, sem háður var á ísaíirði 27. og
28. mars s. 1. var svohljóðandi tillaga
samþykt í einu hljóði.
»Fundurinn er þeirrar skoðunar að
hið svokallaða »Spánarvin« hafí gert og
geri þjóðinni ómetanlegt tjón, siðferðis-
lega og efnalega. Skorar hann því al-
varlega á öll i'jelög á Hjeraðssambands-
svæðinu að beita sjer öfluglega gegn á-
fengisnautn í umhverfi sinu«.
Vel sje þeim, sem með drengskap og
dáð, vinna þessu stóra velferðarmáli is-
lensku þjóðarinnar.
Stórstúkuþingið. •
Stórstúkan hjelt ársþing sitt 23—26
júnímánaðar. Þetta var 23. Stórstúku-
þingið frá því 1886 að stórstúkan var
stofnuö. Hið næsta var 1888 og hið
þriðja 1889. Ekki hefir mönnum þótt
ráðlegt þá að hafa þingin á hverju ári
áfram, svo frá 1889—1917 eru þau
haldin annað hvert ár. Þetta 28 ára
timabil gerir 14 þing er bætast við hin
3 fyrtöldu. 1917 er 17 stórstúkuþingið
og úr því fylgja þau öldinni með ár-
tal sitt.
Fjelagatalan eftir skýrslum stórstúk-
unnar á þessum þingum öllum litur
þannig út. 1. febr. hvert þingár.
1888 undirst. 664 unglst. 169 alls 833
1889 — 996 — 499 — 1495
1891 — 949 — 487 — 1436
1893 — 1514 — 599 — 2113
1895 — 1217 — 628 — 1845
1897 — 1397 — 661 — 2058
1899 — 3112 — 788 — 3900
1901 — 3382 — 926 — 4308
1903 — 3327 — 1089 — U16
1905 — 3857 — 1390 — 524-7
1907 — 4854 — 1889 — 6743
1909 — 4705 — 1878 — 6582
1911 — 3970 — 1988 — 5958
1913 — 2570 — 1952 —4462
1915 — 2253 — 1834 — 4087
1917 — 1663 — 1211 — 2874
1918 — 1443 — 1127 — 2570
1919 — 1494 — 1139 — 2633
1920 — 1952 — 1373 — 3325
1921 — 2918 — 1682 — 4600
1922 — 3365 — 1752 — 5117
1923 — 3468 — 1907 — 5375
Þessi skrá sýnir að Reglan er á fram-
faraskeiði aftur. Hámarkið 1907, var 6743
eldri og yngri. Þessu marki ætti Reglan