Templar - 19.07.1923, Blaðsíða 2

Templar - 19.07.1923, Blaðsíða 2
30 TEMPLAR. Ritstjórí: Gisli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Porvarður Porvarðsson, Flosi Sigurðs- son, Pétur ZóphóníassoD, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldörsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesson, Vesturgötu 29, Reykjavík. að geta náð aftur á næstu 2 árum eða helst losað 7 þúsund. Unglingareglan á stutt að sfnu há- marki árið 1911, sem var 1988, en nú hefir hún 1907 fjel. Afturförin var þar aldrei eins mikil að tillölu eins og í undirstúkunum og af því leiðir að þær þurfa að herða sig til að ná" aftur markinu og helst sæmilega mikið fram yfir það. Takmarkið til að stefna að til stórstúkuþings 1926semer 40 ára afmæli Stórstúkunnar á að vera: 10, 000 og því er hægt að ná ef vel er verið að verki. Það sýna best stóru stökkin sem stundum bafa verið tekin áður eins og t. d. frá 1897—1899 þegar Reglan á 2 árum þaut upp úr 2068 upp í 3900 eða hartnær tvöfaldaðist á 2 árunum. Eins og vant er byrjaði stórstúkuþingið nú méð guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Árni fríkirkjuprestur, Stór-Kapelán, hjelt snjalla og vel viðeig&ndi ræðu til þing- heims og annara kirkjugesta og má með ánægju geta þess að kirkjan var betur sótt en verið hefir mörg siðustu árin við setningu stórstúkuþinga. Þá var gengið til Goodtemplarhussins og þingið sett af Stórtemplar br. Þor^ varði Þorvarðssyni kl. 2a/s síðdegis. Öll framkvæmdarnefndin var viðstödd ásamt stóraðst.ritara . og báðum stór- dróttsetunum. Þingið var vel sótt af fulltrúum víðs- vegar aö frá 31. undirstúku 9 unglinga- stúkum og 3 umdæmisstúkum. ísaf. Fjallk., nr. 1. Steinþór Guð- mundsson. Akurblóm, nr. 3. Petrea Sveinsdóttir. Daníelsher, nr. 4. Gísli Jóhannsson. Víg- •dís Thordarsen. Verðandi, nr. 9. Pjetur Halldórsson, Ól. G. Eyjólfsson. Gísli Jónasson, Soffía Jónsdóttir, Guðmundur Guðmunds- son, Guðrún Jónsdóttir, Richard Torfason. Morgunstj. nr. 11. Guðrún Einarsdóttir, Guðmundur Jónasson. Einingin nr. 14. Borgþór Jósefsson, Þor- varður Þorvarðsson, Einar H. Kvaran. Gleim najer ei, nr. 35. J. Þ. Björnsson. Nanna, nr. 52. Sigurður Eiríksson, Gest- ur Gestsson. Harpa, nr. 59. Sigr. J. Bachmann. Nýja öldin, nr. 65. Valdimar Snævarr. Dagsbrún, nr. 67. Júlíus Símonarsson. Fortúna, nr. 75. Þórður prf. Ólafsson. Brynja, nr. 99. Guðbjörn Björnsson. Víkingur, nr. 104. Ottó N. Þorláksson. ísfirðingur, nr. 116. Rebekka Jónsdóttir. Skjaldbreið, nr. 117. Guðgeir Jónsson, Felix Guðmundss., Ingimar pr. Jónss. Gyða, nr. 120. Guðný Guðmundsdóttir. Mjöli, nr. 167. Magnús pr. Guðmundsson. Mínerva, nr. 172. Andres Þormar, Þor- steinn G. Sigurðsson. Framtíðin, nr. 173. Indriði Einarsson. Keflavik, nr. 174. Einar Einarsson. Hvöt, nr. 177. Geir Þormar. Dagrún, nr. 178. Þorv. pr. Brynjólfsson. Straumhvörf, nr. 179. Finnur Finnsson. Borg, nr. 181. Þorkell Teitsson. Sigurvon, nr. 184. Sæm. Sæmundsson. Hlíf, nr. 185. Eggert M. Bachmann. . Framsókn, nr. 187. Sig. Kristjánsson. Unglingas túkurnar: Æskan, nr. 1. Kristjana Benediktsd. Sakleysið, nr. 2. Páll Jónsson. Svafa, nr. 23. Sígurjón Jónsson. Mjallhvít, nr. 24. Guðm. Jónsson frá Mosdal. Nýársstjarnan, nr. 34. Guðm. Hannesson. Unnur, nr. 38. Magnús V. Jóhannesson. Díana, nr. 54. Jón Brynjólfsson. Hugljúf, nr. 56. Halldór pr. Kolbeins. Kærleiksb., nr. 66. Sveinn Auðunsson. Umdæmisstúkan, nr. 1. Pjetur Zophonías- son, Friðrik Björnsson, Flosi Sigurðs- son, Þórður Bjarnason.. Sig. Jónsson. Hansína Bjarnason, Guðm. Sigurjónss. Umdæmisstúkan, nr. 5. Eggert Stefánss. Umdæmisstúkan, nr. 6. Helgi Sveins- son, Guðmundur pr. Guðmundsson, Björn Guðmundsson. Viðbættist síðar. Framför, nr. 6. Gísli Sighvatsson. Eyrarrósin, nr. 176. Ingvar Jónsson. Eygló, nr. 78. Kristján Þorvarðsson. Fundirnir voru yfirleitt vel sóttir bæði af fulltrúum og heimsækjendum. P. J. (Meira.) Yinarkveðja til stórstúkuþingsins 1923. Heilir hermenn vorsins! Hersveit málsins rjetta, þrautir þyngsta sporsins þúsund bænir Ijetta. Lægið brotsjó bölva, berjist djarft gegn heimsku, veitið elfum ölva út i nótt og gleymsku. Ekkert ykkur bindi, eitt sje starf og hugur. Anda ykkar blindi engar dægurflugur. Brott frá hættu hallist, hættu, er skapar rýgur; Sk]ótt 'í faðma fallist, fyr en sólin hnígur. Eftir kalda óttu yljar morgun fagur. Bíður bak við nóttu bjartur sólardagur. Hugsjón hærra bendir. Hefjið ljóssins merki. Sólarmönnum sendir sigur, »Guð hinn sterkk. Vakið, vakið, stríðið, verjið þjóðarkjarnann; berjist djarft og bíðið bjart skin morgunstjarnan. Brátt í steina breytast bölvís næturtröllin. Senn mun sigur veitast, sólin roða tjöllin. Sd. Gunnl. (Höf. þessa kvæðis er ekki G.Templar). Stórstúka Islands. Framkvæmdanefnd hennar skipa nú: S.-T. Einar H. Kvaran, rithöf. S.-Kansl. Pjetur Halldórsson, bóksali. S.-V.-T. FJosi Sigurðsson, trjesm. S.-G.-U.-T. ísleifur Jónsson, kennari. S.-G.-Kosn. Pjetur Zóphóníasson, fulltr. S.-R. Jóh. ögm. Oddsson, kaupm. Frjettarit. Indriði Einarsson, rithöf. Fræðslustj. Guðmundur Sigurjónsson, glimukennari. S.-G. Borgþór Jósefsson, bæjargjaldkeri. S.-Kap. Þórður Bjarnason, kaupm. F.-S.-T. Þorv. Þorvarðsson, prentsm.stj. Aðrir embættismenn Stórstúkunnar eru: S.-Dr, Hansina Bjarnason, frú. S.-V. Geir Þormar, myndskeri. S.-Ú.-V. Eggert Bachmann, versl.m. S.-A.-R. Sigurður Kristjánss., kaupm. S.-A.-Dr. Guðrún Einarsdóttir, frú. S.-Sendib. Þorst. G. Sigurðsson, kennari. Umboðsm. Alþj.-Æ.-T. Indriöi Einars- son, rithöf. Háskólaborgarar Ame- ríku og bannlpgin. Eftir M. Príor. Á alþjóðabannþinginu, sem háð var f Toronto síðastliðið haust, að tilhlutun Veraldarsambandsins gegn áfengisbölinu, og þar sem mættir voru fulltrúar 65 þjóða, var það einn flokkur. fulltrúanna, sem vakti mikla eftirtekt. Það voru stú- dentarnir. Austurlandabúarnir mættu þar i sín- um marglitu þjóðbúningum. Til hægri handar í salnum, þegar inn var gengið, gat að líta hina glæsilegu framtíðarmenn bannstefnunnar, stúdentanna. Formaður Heimsbannfjelags stúdenta, er Englendingurinn Dr. Weeks. Fjelagið var stofnað árið 1893 og aukið árið 1900. Aðalritari þess er Harry S. War- ner í Chicago. Hann er eldheitur bann- vinur og mjög áhrifaríkur ræðumaður. Vjer erum vissir um, að margir Kafa gagn og gaman af að lesa ræðu hans, og birtum vjer því kafla úr henni. »Með hverri viku sem líður, eykst áhuginn í heiminum fyrir baráttunni gegn áfenginu og þátttaka stúdentanna og fylgi með hreyfingunni er nú öflugri en nokkru sinni fyr. Alstaðar sjást tákn< timanna.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.