Templar - 19.07.1923, Side 3

Templar - 19.07.1923, Side 3
TEMPLAR. 31 Gilbert, prófessor við háskólann i Ox- ford hefir nefnt bannið í Ameríku sögu- legan heimsviðburð. Já, heimurinn vakn- ar og er neyddur til þess að taka ákveðna afstöðu til áfengisins, í sambandi við viðskiftalíf og velmegun þjóðanna. Mál- elnið knýr óaflátanlega á dyr fávitsku og þekkingarleysis, erfikenninga þjóð- anna og hinnar sameinuðu áfengisfram- leiðslu. í meira en hundrað ár hafa margar þýðingarmiklar tilraunir verið gerðar í Ameríku, gegn áfengisnautninni, og árangur þeirra varð þjóðaráfengis- bann. Ein af stærstu framfaraþjóðum heimsins, hefir með gæfu brotið þræla- Qötrana í annað sinn, og með því inn- leitt nýja siðmenningu, þar sem böl áfengisins skal verða óþekt. Þegar stórþjóðirnar lögðu til ófriðar, með hverja taug og hvern vöðva stæl- an, og allur áhugi og alt kapp var sameinað um að berjast »upp á líf og dauða«, fjellu drykkjusiðirnir fyrir misk- unnarlausri gagnrýni. Pá sáu menn fyrst hve þunga byrði af veikbygðum, fölum, óstarfhæfum og gjöreyðilögðum mann- eskjum vegna áfengisins, þjóðfjelagið hafði haft í eftirdragi og alið önn fyrir, án þess að vera sjer þess meðvitandi. Þá magnaðist krafan um útrýmingu áfengisins1). Það finst enginn hugsandi maður, sem álítur að bannlögin, eða hver önnur lög- gjöf sem er, eftir þeim reglum sem lög eru sett, geti í einu vetfangi breytt öll- um lifnaðarháttum manna. t*að er ekki rjett að álíta að með því einu að sam- þykkja bannlög sje takmarkinu náð að fullu. Pað þarf tíma til þess að vinna minnihlutann til stuðnings banninu. Pað þarf tíma til að útrýma gömlum erfi- kenningum og áfengisfýkn drykkjumann- anna, og þar að auki er hiö feikimikla auðmagn, sem stendur að áfengisversl- uninni, hvort sem hún er lögleg eða ólögleg, verulegt atriði, sem ekki dugar að loka fyrir augunum. Pað geta orðið 10 ár, 20 ár eða heill mannsaldur þar til mótstöðumennirnir hafa sætt sig við bannið, en hversu langan tíma sem það tekur, þá verður að yfirstíga allar þessar tálmanir. Um þetta síðasta atriði hljóta hinir mentuðu háskólaborgarar að hafa mik- ilsverð áhrif. Menn vorir verða ákveðið og ljóst að lýsa opinberlega skoðun sinni og fjelags síns. Menn mega ekki vera þögulir áhorf- endur. Og þess má vænta að afstaða og stefna stúdentanna sje viturleg, svo að hún hafi áhrif og nái yfirráðum í heimlöndum þeirra. Á komandi timum munu áhrif þeirra verða mjög mikil. Nú eru 7000 erlendir menn sem stunda nám við háskóla Ameríku. Alls eru þeir frá 40 þjóðum. Peir hafa hið ákjósan- 1) Hjer er átt við pað, að allir þeir er teknir voru til herþjónustu i ótriðnum 1914— 1918 voru nákvæmlega skoðaðir, en þá kom í ljós að fjöldi manna á besta aldri var al- gerlega óhæfur til herþjónustu og annarar erfiðisvinnu og andlegrar áreynslu, af völd- um áfengisnautnarinnar. Pijð. legasta tækifæri til þess að kynnast sjálf- ir hinni miklu þjóðartilraun og ávöxt- um og árangri hennar. Þessir ungu menn og konur, frá öllum löndum heims, hafa sameiginlegan skilning á þessu málefni, með til tilliti til Bandaríkjanna. Þeir viðurkenna fullkomlega okkar »Idealismus.« Og það skal sagt til verðugs lofs hin- um erlendu stúdentum, að þeir halda bannlögin með mjög vinsamlegum huga. Og jafnvel þótt sumum þeirra skiljist ekki til fulls þau lög vor, sem banna það, sem þeim áður fanst sjálfsagt að hafa, er það ákaflega fátítt að þeir deili við okkur um þetta efni. Pvert á móti kynna þeir sjer uppruna málsins og þann árangur og þýðingu sem það hefir fyrir þroska og hag- sæld þjóðarinnar. Peir taka nákvæm- lega eftir því sem fram fer til þess að sjá með eigin augum, hver áhrif þessi stórfelda breyting hefir. Pegar þeir hverfa aftur heim til ætt- landa sinna, með eigin sjón og reynd á bannmálinu, fær það miklu meiri al- þjóðleg áhrif. Standi Ameríka föst með banninu, verða háskólaborgararnir fyrstir til að gera staðreyndirnar heyrum kunnar. Peir hugsa um það eitt að segja það sem rjett er, og hugsa ekki um hvort blöð- unum liki það betur eða ver, en þau skýra oft rangt frá orðum og atburðum. Bannhugsjónin er fyrir löngu síðan orðin alheimshugsjón. Hjer er ekki leng- ur eingöngu að ræða um áhugamál okkar Bandaríkjamanna einna, við verð- um hjer að vera í náinni samvinnu við aðrar þjóðir. Frá löndum þeim er framleiða vín og whisky renna enn straumar inn yfir strendur vorar, en amerísku stúdentarnir, sem eiga sinn þátt í því að sigurinn vanst, leggja ekki árar í bát, og það af mörgum og góð- um ástæðum. Alheimssigur bannmálsins er »a big job«. Og »a big job,«' það er að segja »stórfeld fyrirtæki,« er einmitt þ£^ð, sem geðjast sönnum Ameríkumanni. Annars er það svo, að um langt skeið hafa háskólaborgarar vorir verið mót- stöðumenn áfengra drykkja. í öðrum löndum hefir þetta verið á annan veg. Það er vanalega svo, að við háskólana er mikill meiri hluti, sem styður drykkju- venjurnar. í Ameríku er þetta öðruvísi. Um langa tíma hefir reglan verið sú, að algert bindindi hefir verið hjer meðal stúdenta. Pví var það, að þegar bann- lögin voru sett, þá fanst ekki nokkurs- konar áfengisnotkun, nema meðal örfárra manna. Við háskólana í Evrópu er þetta þveröfugt, þar eru menn ekki einu sinni hlutlausir. Drykkjusiðirnir hafa náð svo sterkum tökum á fjelagslífinu, að þeir hafa læst sig gegnum merg og bein lærðu mannanna. Sem betur fer finnast þó undantekningar frá þessu, bæði ineðal háskólakennara og stúdenta. Og við þá hefjum vjer samvinnuna. Pað er líka önnur hugsun sem ríkir hjá oss. Yfir þúsuud, af vorum ungu og efnilegu mönnum eru á hverju ári kvaddir til starfa í hinum ókristnu lönd- um. Áfengir drykkir, sem fluttir eru þar inn, lama starfið mjög mikið, og starf- ið ber þvi ekki þann árangur sem bú- ast mætti við. Um þetta ritar John R. Mott, mesti leiðtogi æskulýðsins um ger- vallan heim, m. a.: »Hinar vestrænu þjóðir hafa leitt áfengisbölvunina yfir hina ókristnu íbúa Austurlanda. Áður en verslunarsambönd tókust við hin mörgu lönd í austur og suðurálfunum, voru áhrif áfengra drykkja sama sem ókunn þar. Ábyrgðin fyrir að hafa leitt inn áfengið, meðal Múha- meðstrúarmanna, hvílir eingöngu á kristnu þjóðunum. Peir hafa orðtakið: »Drukk- inn eins og kristinn.« Drykkjuskapurinn vex í Afríku. Pað má því með sanni segja að hinir kristnu bera því að öllu leyti ábyrgðina, ekki eingöngu á ópíums- nautninni í Kína, heldur og á saurlifn- aðinum í Afríku, en hann er ávalt sam- fara áfengisnautninni.« Eigi það að takast að ráða fram úr og leiða til lykta deilumál framtíðarinn- ar, verður fyrst og fremst að vinna að því, að sameina til fullrar samvinnu alla góða krafta, bæði innanlands og utan. Þá skyldu höfum vjer allir, að vinna af alhuga að framförum og heill sam- tíðar vorrar, og ef vjer rækjum hana dyggilega þá verður »líf okkar líf en ekki erindisleysa«. (Pýtt). Alþjóðaþingið gegn áfenginu. Eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu, verður 17. Alþjóðaþingið gegn áfenginu háð í Kaupmannahöfn 20.—24. næsta mán. Nú er full-ákveðið hverjir flytja þar fyrirlestra, og þar sem marga mun fýsa að vita hverjir það eru, þá birtum vjer bjer nöfn þeirra. Dr. Slotemaker, prófessor, Utrecht. Dr. Hartvig, hagstofustjóri í Lúbeck. Franke, munkur (Pater). Berlín. Frk. Blum, Dr. med., Berlín. Dr. Olbrecht, prófessor, Bryssel. Thorild Dahlgren, Lundi. Borgström, ritstjóri, Stokkhólmi. Aro, prestur, Helsingfors. Dr. Scharífenberg, Kristjaníu. Sherwill, prófessor, London. Puzyna, prinsessa, Warschau. Pearson, frú, London. Jaquet, verkfræðingur, París. Brandt, verkfræðingur, Utrecht. Blachburn, London. Pastorella, verkfræðingur, Feneyjum. Westergaard, prófessor, Kaupmhöfn. Jens Warming, prófessor, Kaupmhöfn. Dr. Hindhede, Kaupmannahöfn. Siðar verður nánar sagt frá þessu þingi, sem án efa verður þýðingarmikið fyrir bindindis- og bannmálið.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.