Templar - 02.08.1923, Blaðsíða 1
TEMPLAR
XXXVI.
Reykjavík, 2. ágúst 1923.
9. blað.
Avarp til templara og bannvina
frá framkvæmdanefnd Stórstúkunnar
Eins og állri þjóðinni er kunnugt, hafa
bannlög vor gegn áfengi verið færð svo
úr lagi, að það getur talist vafamál,
hvort þau sjeu að nokkru gagni. í*ó að
löggjafarþing vort hafi talið sig nauð-
beygt til þess að gera þessa ráðstöfun,
þá hefir hún verið gerð gegn vilja þess.
Um það ber órækt vitni álit hinnar sam-
eiginlegu nefndar 1922, og þá ekki síð-
ur svo hljóðandi ályktun þingsins 1923:
»Alþingi ályktar að lýsa yfir því,
að þó að nú hgfi verið afgreidd frá
þinginu lög um undanþágu frá lög-
unum um aðflutningsbann á áfengt,
vegna samninga við Spánverja, þá var
það gert af knýjandi nauðsyn, en ekki
af því, að Alþingi vildi hverfa frá
þessari löggjöf, sem í fyrstu var sett
á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu.
En það er ekki eingöngu, að bann-
lögin hafi verið skemd svo stórkostlega,
sem öllum er kunnugt. Nú stöndum
vjer, sem verjast viljum áfenginu, að
sumu leyti miklu ver að vigi en áður
en bannlögin voru sett.
Lá hefði þó fengist framgengt, eftir
mikið og ötullegt starf, að engin áfeng-
issala gat farið fram i neinum bæ þessa
lands, nema með samþykki hlutaðeig-
andi bæarstjórnar. Lá gátu engar áfeng-
isveitingar farið fram, nema með sam-
þykki bæarbúa. Þá vargreitt háttárgjald
til landssjóðs, til þess að geta með nokkr-
um hætti með áfengi verslað, svo að
hver áfengissalinn eftir annan komst að
raun um, að sú atvinna svaraði ekki
kostnaði. Árangurinn af þessum ráð-
stöfunum var orðin sú meðal annars,
að engin áfengissala fór fram á leiðinni
austur um land frá Akureyri til Reykja-
víkur.
Nú er svo komið, að áfengissala er
sett á stofn í hverjum bænum eftir ann-
an gegn yfirlýstum vilja bæarstjórnanna
að vínveitingar fara fram í Reykjavík,
án þess að bæarbúar fái nokkurn kost
á að láta uppi vilja sinn um það mál,
°g engin trygging þess, að svo fari ekki
víðar, að nú er ekkert gjald greitt í
ríkissjóð fyrir áfengissölu, og að nú fer
áfengissala fram í Reykjavík, Ísaíirði,
Akureyri, Siglufirði, Seyðisfirði, Vest-
mannaeyum og Hafnarfirði.
AQeiðingarnar af þessum ráðstöfun-
um eru vitanlega stórkostlega aukinn
drykkjuskapur í landinu, eins og skýrsla
sú, er prentuð hefir verið um drykkju-
skaparbrot í Reykjavík, sýnir svo ljós-
lega, og aukin verslun með ólöglegt
áfepgi, í skjóli þess áfengis, sem leyft er.
Alt hefir þetta gerst gegn vilja þings-
ins, og vjer þorum að fullyrða, að það
hefir líka gerst gegn vilja þjóðarinnar,
þó að hún hafi ekki átt kost á að greiða
að þessu sinni atkvæði um það mál.
Rað er eingöngu gert vegna þess að er-
lend þjóð hefir breytt við oss þannig í
viðskiftamálum. Sá sorgarleikur hefir nú
farið fram, að af því að vjer erum lítil
og fátæk þjóð, hefir annari voldugri og
auðugri þjóð tekist að lcúga oss til að
stórspilla áfengislöggjöf vorri gegn sam-
visku hinnar íslensku þjóðar.
Það er, að voru áliti, óbærilegt að
una slíku, nema vjer að minsta kosti
höfumst það að, sem í voru valdi stend-
ur, til þess að varpa af oss okinu. Það
er ósamboðið mönnum, sem vilja vera
frjálsir. Með þá sannfæring í huga sam-
þykti siðasta stórstúkuþing eftirfarandi
ályktun:
»Stórstúka íslands samþykkir að vinna
af aleQi að því, að losa þjóðina undan
erlendum áhrifum á innanlandsmál vor,
svo að þjóðin fái aftur fullkomin bann-
lög hið fyrsta.«
Mörg merki eru þess, að þessi álykt-
un er í samræmi við vilja þjóðarinnar.
Vjer leyfum oss i því samþandi að
benda á þau þing, sem háð hafa verið
í Reykjavík í síðastliðnum júnímánuði:
kvennaþingið, prestastefnu og kennara-
þingið. Á öllum þessum merku sam-
komum hafa verið samþyktar í einu
hljóði ályktanir, sem fara nákvæmlega í
sömu átt eins og ályktun stórstúku-
þingsins. Jafnaðarmenn hafa beinlínis
sett það á stefnuskrá sína að fullkomnu
banni verði komið á aftur, og Ung-
mennafjelögin eru lika tekin að hefjast
handa til stuðnings þessu mikla velferð-
armáli voru.
Enginn vafi getur á því leikið, að
þjóðin vill í þessu efni fá að ráða sjer
sjálf. Og ef oss tekst að verða samtaka,
þá er það sannfæring vor, að miklu
megi til vegar koma. Pví fremur er á-
stæða til þess að láta ekki hugfallast,
sem það er kunnugt, að úti um heim-
inn, með margfalt voldugri þjóðum en
vjer erum, er nú vaknaður ríkur áhugi
á því að styðja oss í þessari baráttu.
Ring og þjóð verður nú sjerstaklega
í þessu máli að beina starfi sínu að því,
að viðskiftin með aðalútfiutningsvöru
vora, saltfiskinn, komist í hagfeldara
horf. Meðan vjer erum svo mjög háðir
viðskiftum við eina þjóð, sem nú er,
getum vjer litla von gert oss um, að
löggjafarþing vort sjái sjer fært að gera
áfengislöggjöf vora aftur viðunanlega
Til hvers ættum vjer að geta vhrið bet-
ur væntanlegum tekjum af þeirri áfengis-
verslun, sem vjer erum kúgaðir til að
reka, en til þess að geta aftur farið að
haga oss samkvænjt sannfæring vorri
og samvizku? Less vegna samþykti síð-
asta stórstúkuþing þá kröfu til allra
þingmannaefna við næstu kosningar, að
þeir lofi að beita sjer fyrir því,
»að öllum nettótekjum af áfengis-
verslun ríkisins sjej varið til að losa
landið undan áhrifum Spánverja, með-
al annars með þvi að útvega fisk-
markaði.«
í þessari ályktun stendur: »meðal
annars.« Bak við það orðalag felst ineð-
vitundin um hina brýnu þörf á því, að
fjenu verði líka varið að einhverju leyti
til þess að efla bindindisstarfsemina, nú
þegar áfengið er af nýu tekið að flæða
yfir landið. Líka er það bersýnilegt, að
ef vjér eigum að geta fært oss að fullu
i nyt góðvild erlendra manna til mál-
staðar vors og löngun þeirra til þess að
verða oss að liði, þá verðum vjer að
standa i sem nánustu sambandi við þá.
Og það verður ekki gert án fjárfram-
laga.
Fyrir því er það alvarleg og innileg
áskorun vor til allra femplara og annara
bannvina í landinu, að þeir verði sam-
taka um að vinna að því eftir megni,
að þau ein þingmannsefni verði i kjöri,
hvern stjórnmálaflokk sem þeir kunna
að fylla, sem vilja lofa því að verða við
þessari kröfu stórstúkuþingsins.
Engum manni getur dulist, að ef ís-
lenskir bannvinir eiga að vinna að því