Templar - 02.08.1923, Page 2

Templar - 02.08.1923, Page 2
34 TEMPLAR. með nokkurri verulegri árangursvon, að áfengislöggjöf vor komist aftur í' það horf, sem þjóðin óskar, þá er mikið starf fyrir höndum. Það starf hlýtur að kosta fje. Og áreiðanlega fer best á því, að bannvinirnir sjálflr, mennirnir, sem hafa sárasta tilfinning fyrir því, hverjum kjörum vjer höfum orðið að sæta, verði fyrstir til þess að leggja eitthvað af mörkum. Fyrir því samþykti og stór- stúkuþingið eftirfarandi tillögur: »Til þess að efla málstað bannvina gengst stórstúkan fyrir þvl, að ríflegur sjóður sje myndaöur sem allra fyrst, og mælir með því, að hver templar og bannvinur leggi af mörkum að minsta kosti eins dags tekjur sínar til þessa sjóðs.« Framkvæmdanefnd stórstúkunnar leyf- ir sjer að skora á alla templara og bann- vini að taka þessari málaleitan vel. Það er áreiðanlegt að á undirtektunum velt- ur afar mikið. Markmið vort er útrýming áfengis- bölsins. Vjer viljum vinna að því með því, að fá alla sem vjer getum, til þess að neyta ekki áfengis. En vjer vitum vel, af dýrkeyptri reynslu allra þjóða, að það er ekki nóg. Vjer verðum að halda áfenginu burt frálandinu. Fyrirþví keppum vjer að því að koma málum vorum í það horf, að vjer getum feng- ið fullkomin og vel framkvæmd bannlög sem allra fyrst. Verum þá samtaka, allir, sem að þessu máli viljum vinna — allir, sem erum sam- mála þeim ummælum, sem einn af merkustu og mestu stjórnmálamönnum veraldarinnar, Loyd George, Ijet sjer um munn fara í ræðu í síðastliðnum júní- mánuði: að áfengisnautnin sje að lík- indum mesta bölvun nútíðarmenning- arinnar. Einar H. Kvaran. Pétur Zóphóníasson. Reykjavík í júlímánuði 1923 í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands Pétur Halldórsson. Flosi Sigurðsson. Guðm. Sigurjónsson. Jóh. Ögm. Oddsson. Borgþór Jósefsson. Pórður Bjarnason. ísleifur Jónsson. Indriði Einarsson. Stórstúkuþingið. ii. Bannmálið. Eins og við var að búast var bannmálið helsta verkefnið, sem fyr- ir þinginu lá, og af því að kringumstæð- urnar hafa breyst mjög frá því sem áð- ur var, þurfti að ráða við sig hvernig við því skyldi snúist, enda spunnust hjerum langar og oft nokkuð þeitar umræður. Þingheimur skiftist í tvo stóra flokka og er nánast hægt að gera þess grein, er þeim fór á milli, með því að birta tillögur þeirra hvers um sig og lýsa stuttlega forsendum 4framsögumanna. Nefndin — 5 mönnum skipuð — sem um málið íjallaði hafði auðvitað klofn- að. Peir 3 sem þar höfðu meiri hluta, Helgi Sveinsson, sr. Þórður Ólafsson, Eelix Guðmundsson, báru fram svo hljóðandi tillögu: »Stórstúkuþingið krefst þess að und- anþágan á bannlögunum verði numin úr gildi svo fljótt, sem uppsagnar- ákvœði samningsins við Spánverja heim- ila.« Minni hlutinn, Einar H. Kvaran og Pjetur Halldórsson báru ekki fram neina tillögu, en undir umræðunum kom fram breytingartillaga frá Pjetri Zóphoni- assyni og Flosa Sigurðssyni svohljóð- andi: ^Stórstúka íslands samþykkir að vinna af alefli að þvi að losa þjóðina undan erlendum áhrifum á innanlauds- mal vor, svo þjóðin fái aflur fullkom- in bannlög hið fyrsta.« Framsögumenn og ræðumenn af beggja hálfu lýstu yflr því að þessar tillögur, eins og þœr vœru orðaðar, ættu að merkja vilja flokkanna um stefnu þeirra í bann- málinu og vinnuaðferðir þær, sem þeir vildu hver um sig láta viðhafa á kom- andi tíð. Meiri hlutinn vildi krefjast bannlaganna aftur skilyrðislanst og án tillits til þess ástands er Spánarmálið (krafa Spánverja og sú undanþága sem á henni byggist) hefir skapað. Minni- hlutinn vildi taka ástandið eins og það er, og það er hefjast handa á þeim grund- velli, og á þann hátt, sem kemur fram i tillögum þeim, er David Östlund bar fram og sem slcirt hefir verið frá. Undir umræðunum kom það í ljós að sumir þóttust geta aðhylst báðar tillög- urnar, ef hina fyrri væri að skoða sem stefnuskrá, en hina síðari sem starfs- skrá Reglunnar til að vinna eftir, en sumum þptti mjög varhugavert við til- lögu meiri hlutans, að hún vitnaði f væntanlegan samning við Spánverja, sem enginn vissi hvernig hljóðaði eða mundi verða úr garði gerður um þetta atriði, uppsögn og uppsagnarfrest. Var mælst til þess við meiri hlutann að hann lag- aði tillöguna í þessu tilliti, en er það fjekst ekki, var borin upp önnur breyt- ingartillaga um það að fella tilvitnan þessa burtu. Hana flutti Guðm. Sigur- jónsson og Geir Pormar: »í stað niðurlagsorðanna: »Svo fljótt sem uppsagnarákvæði samningsins heimila« komi: »svo fljótt sem stjórn og þing frekast sjer fært, miðað við heill og sóma þjóðarinnar.«« Nú var málið rætt af kappi, töluðu sumir lengi og sagðist mörgum vel af beggja hálfu. Gáfu þær ræður lílið eftir bestu málafylgjuræðum á Alþingi og var mjög hljótt í salnum og góð athygli meðan á þeim stóð, en það var frá því kl. 9 síðdegis á sunnudagskvöldið og var til kl. 3 um nóttina1). Pá var geng- ið til atkvæða og borin fyrst upp breyt- ingartillaga P. Z. sem hjer er prentuð og var hún samþykt með nafnakalli og sögðu já: **Pjetur Zóphoníasson, *Frið- rik Björnsson, Flosi Sigurðsson, **Pórð- ur Bjarnason, Sigurður Jónsson, Hans- ína Bjarnason, Gísli Jóhannsson, Vigdís Thordersen, **Pjetur Halldórsson, Ólaf- ur Eyjólfsson, Gísli Jónasson, Soffia Jóns- Á atkvæðaskránum hjer á eftir eru þeir fulltrúar merktir með * (stjörnu) er tóku til máls. Stjörnufjöldi merkir ræðufjölda. Auk fulltrúanna töluðu Sigurbjörn Á. Gisla- son, Guðm. R. Ólafsson og Hinrik J. S. Ottós- son. dóttir, Eyólfur Kolbeins, Guðrún Jóns- dóttir, Guðm. Guðmundsson Rvík, Guð- rún Einarsdóttir, *Borgþór Jósefsson, *Einar H. Kvaran, Valdemar Snævar, Guðbjörn Björnsson, Andrjes Pormar, Indriði Einarsson, Geir Pormar, Porkell Teitsson, Sæm. Sæmundsson, Sigurður Kristjánsson, Kristjana Benediktsdóitir, Páll Jónsson, *Guðm. Hannesson, Hall- dór Kolbeins, ‘Gísli Sighvatsson. Alls 31 atkvæði. Nei sögðu: *‘Guðm. Sigurjónsson, **Helgi Sveinsson, “Guðm. prestur Guð- mundsson, Björn Guðmundsson, ‘Stein- þór Guðmundsson, Petrea Sveinsdóttir, Porvarður Porvarðsson, *Jón P. Björns- son, Sigurður Eiríksson, *Gestur Gests- son, Júl. Símonarson, *Pórður Ólafsson, *Ottó N. Porláksson, Rebekka Jónsdótt- ir, *Guðgeir Jónsson, Guðný Guðmunds- dóttir, Magnús Guðmundsson, *Einar Einarsson, Finnur Finnsson, Sigurjón Jónsson, Guðm. Jónsson frá Mosdal. Magnús V. Jóhannesson, Jón Brynjólfs- son, Sveinn Auðunsson. Alls 26. Fjar- verandi voru: Eggert Stefánsson, Sig- ríður Bachmann, Porst. G. Sigurðsson, Porvarður Brynjólfsson og Eggert Bach- mann. Alls 5 atkv. Breytingartillaga P. Z. var nú lýst samþykt með 31 atkvæði gegn 26, en tillaga meiri hluta bann- laganefndar og breytingartillaga Guð- rnundar Sigurjónssonar við hana þarmeð fallnar. Með þessari samþykt hefir Reglan markað afstöðu sína í málinu, hvernig sem henni tekst að framkvæma þessa sína fyrirætlun. Engin landsmálablöð hafa ennþá látið neitt í ljós um sina skoðun, nema »Tíminn« sem í 24 tbl. þ. 21. júlí þ. á. farast þannig orð: »Góðlemplarareglunni er aftur að vaxa fiskur um hrygg. Með nýum áhuga og fjöri hefur hún baráttuna á ný gegn vínbölinu og fyrir hinu, að fá aftur öfl- uga bannlöggjöf.« P. J.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.