Templar - 02.08.1923, Side 3

Templar - 02.08.1923, Side 3
TEMPLAR. 35 Hvöt til templara á Pingvöllum, 8. júlí 1923. Hér er oss skylt að stíga á stokk og strengja pess heit: að vinna djarft og vel og trútt og vernda okkar reit, að reka burtu bölvun víns og bæta landsins hag, að auka traust og lán hjá líð, já, lofum því í dag. En pað er ekki nóg að tala um trygð við okkar mál. Við verðum fram að fylgja pví með festu af lífi’ og sál uns fullur sigur fenginn er. Vorn fána hefjum nú, um landið alt, um allan heim í ást og von og trú. Gæsla bannlaganna. Mjög heíir henni farið fram, bann- gæslunni hjer í bænum í vetur. Nú fyrst má segja að eitthvað sje gert til þess að vínsmyglarar og leynisalar leiki ekki alveg lausum hala. Brej'ting þessi er fyrst og fremst að þakka u. g. b. Guðmundi Sigurjónssyni, sein starfar af miklu kappi að því að koma upp brotum á bannlögunum. Peir eru orðnir margir, sem hafa ver- ið sektaðir fyrir ólöglega vínsölu síðan síðasta haust, og nærfelt allir hafa þeir verið sektaðir fyrir tilverknað hans. Siðustu viku, 15—22 þ. m. kærði G. S. eftirfarandi menn fyrir ólöglega vínsölu: Ásgeir Daníelsson Vesturgötu 22 Axel Dahlsted (Fjallkonan) Laugav. 11 Baldvin .Einarsson aktýgjasm. Laugav. Einar Andrjesson Grettisgötu 16 b. Einar Einarsson fyrv. veitingam. í Bárub. Halldór Jónsson frá Hnausi, Hverfisg. Hallgrím T. Hallgríms kaupm. Jón Guðmundss. frá Hjörsey, Selbrekkum (Laugavegsapótek) Ágúst Ármann Lúter Salomonsson Lindargötu 43 b. Ólaf L. Fjeldsteð Hverfisgötu 93 Ólaf Jóhannsson Laugaveg 70 og Svein Jóhannsson kaupm. Vesturg. 39 og munu þeir, ef að vanda lætur um kærur G. S. allir verði sekir fundnir. Málin eru ekki öll enn fullrannsökuð, en í mörgum þeirra er upplýst sekt hinna kærðu. Margir af þessum mönnum hafa áður verið sektaðir fyrir ólöglega vín- sölu, eins og t. d. Baldvin Einarsson, Einar Einarsson, Jón Guðmundsson og báðir Ólafarnir. Auk þess var tekið mikið af ólöglegu áfengi í Lagarfoss, að noltkru eign brytans. Síðan 22. þ. m. hafa nokkrir verið kærðir, og verður síðar skýrt frá nöfn- um þeirra og dómum, ásamt dómum í málum þessum. Siðastl. þriðjudag var gerð áfengisleit i tveim norskum selveiðaskipum og fundust i öðru skipinu 10 ÍI. Whisky, en í hinu 16 fl. af Genever og 92 fl. j Whisky. Við rannsóknina í málum Sveins og Laugav.apóteks kom þaðíljós, að Sveinn hefir nú í nokkurn tíma sent 5 potta brúsa til Ágústar Ármanns, sem er af- gfeiðslumaður lyfjabúðarinnar um allt áfengi, ásamt 116 krónum, en fjekkhann aftur fyltan með spritti. Hefir hann á þennan hátt, keypt af honum minsta kosti 90 litra, eftir því sem sannast hefir, og er talið að hagnaður Sveins á verslun þessari nemi alls 1200 krón- um. Söluverð lyfjabúðanna á spritti er 16 kr. litirinn, og er það hæðsta út söluverð, en Sveinn gaf 23 kr. frekar fyrir hvern lítir. Söluverð Ágústar á litr- um þessum er um 720 kr. fram yfir hæðsta útsöluverð á löglegu áfengi. Ekki hefir hann tapað á viðskiftunum. Lyf- salinn, Stefán Thorarensen, segist ekkert vita af þessu. — Ojæa, ekki er nu eftir- litið mikið. Jafnframt þessu hefir það komið í ljós, að svo virðist, sem tæplega 3000 lítrar af spritti hafi »lekið niður« i lyfjabúð- inni á Laugavegi síðan á nýári, eða lyfsalinn getur ekki gert grein fyrir, að hann hafi selt þá á löglegan hátt. Ef þeir hafa »lekið« á samskonar hátt og lítrarnir sem hann Sveinn fjekk, þá hafa drykkjurútar bæarins greitt fyrir lek- ann um 40 þús. kr. fram yfir útsölu- verð áfengisverslunarinnar til lyfsalanna. Templar mun gera sjer far um að fylgjast með málum þessum, og skýra frá málalokum .jafnskjótt og þau eru kunn. ÞingVallaförin 8. júlí ’23. Eftir Indriða Einarsson. I. Dugnaðarnefnd. Stúkurnar í Reykjavík höfðu kosið 5 manna nefnd til að standa fyrir skemti- för G.-Templara í sumar; voru mjög heppnar í valinu, og kusu dugnaðar- nefnd. Nefndin ákvað að farið skyldi til Ringvalla, svo hátt höfðu fyrirrennarar hennar aldrei hugsað, og mörgum kom til hugar að ekkert yrði úr þeirri för. En nefndin var ekki af baki dottin. Hún fór til framkvæmdarnefndar stór- stúkunnar og sýndi henni frammá: að eftir fremur veðrasamt stórstúkuþing yrði hún að vera með í förinni, og all- ir meðlimir hennar, sem með noklcru móti gátu farið, hjetu að fara, og efndu það. Þá kom annar þröskuldur í veginn fyrir dugnaðar nefndina. Hún hafði orð- 'ið að gera ráð fyrir að allmargir færu í »kassabil«, en enginn Templara vildi láta svo lítið að aka i kassabíl, þótt ódýrara væri. Nefndin gafst ekki upp að heldur. Hún útvegaði 16 vanalpga bíla. í þá gat hún komið 84—86 manns. 100 manns höfðu skrifað sig. Nefndin sýndi þeim síðustu 14 að tröllin tækju ávalt þá síðustu, og að þeir yrðu ann- aðhvort að aka í »kassabíl« eða verða eftir. þeir komu samt, ásamt mörgum fleirum er fengu sjer bíla hjá bílstöðunum. II. Ferðin upp eftir. Klukkan 9 var haldið af stað og ferð- in gekk hið besta að öllu leyti, nema hvað billinn sem tveir af dúgnaðarnefnd- inni sátu i, br. Flosi og br. Sigurður Grímsson, bilaði. Billinn var nálægt miðri lestinni. Nefndarmenn komu hin- um farþegunum sínum í sinn bílinn hverjum, og stóðu eftir á þjóðveginum farartækjalausir, og byrjaðu að ganga á leið til Ringvalla. Sá nefndarmaðurinn, sem var kominn upp að Þingvöllum sendi þá bil á móti þeim og bíllinn mætti þeim, þegar þeir voru búnir að ganga 12 kílómetra. III. Templar/áninn á stöng. Á Þingvöllum hafði verið slegið upp stóra tjaldinu fjelagsins. I*ar voru kaffi- veitingar og gosdrykkja, sem Ottó ann- aðist að vanda. Templarfáninn hafði verið sendur upp eftir, og stöng gerð undir hann. Hvar sem hann var settur niður um daginn, þar söfnuðust templ- arar saman undir hann. Kl. 1 var hann settur upp á Almannagjárbarminn fyrir ofan fossinn. Fáninn stefndi öllum þang- að. Br. Þórður Ólafsson bauð alla vel- komna. Skipaði svo ýmsum, sem við voru að tala, hvort sem þeir vildu eða ekki. Einn fyrverandi stór-templar tal- aði fáein orð um staðinn. Staðurinn væri heilagur þvi hjer hefði elsta lög- gjafarþing í heimi — og sem enn væri uppi — haldið óslitna fundi í því nær 900 ár. Enginn mentaþjóð, auk heldur þá aðrar, gæti hrósað sjer af því, að hafa lifað í 1000 ár,‘ í svo óslitnu menningar ástandi. Ýmsir töluðu fleiri; br. Pjetur Zóphoníasson, br. Steinþór Guðmundsson af Akureyri, sem eftir stórstúkuþingið var á aðalkennarafundi í Reykjavik, og nú var enn með templ- urum, til þess að gera samvistirnar sem lengstar. Þá hjelt br. Einar H. Kvar- an ræðu — auðvitað eftir skipun nefnd- arinnar, — og þó hann þættist ekki við- búinn, þá mun honum hafa talast svo, að flestir hlýddu á hann með athygli. Hann sagðist hafa verið á framkvæmd- arnefndarfundi nýlega, og að þar hefðu verið tekin fyrir 16 mál; þar hefði kom- ið fram skýrsla, sem sýndi að bannlaga- hald í höfuðstaðnum væri mjög fyrir neðan allar hellur. Ekki hefði hann áð- ur vitað, hve mikið hann hefði ráðist í með þvi að gerast stórtemplar. Einu sinni hefði hann ætlað að fara að búa. Pau hjónin hefðu farið að skoða jörð- ina. Pað, sem var einkennilegast við býl- ið, voru sex hlandforir. Þeim þóttu þær all hættulegar, því börnin gætu dottið cffan í þær, og þau gætu jafnvel drukn- að þar sjálf; þess vegna hefðu þau hætt við alt saman. Nú væru all miklar forir í kringum bindindismálið, en ekki stoð- aði að hætta við baráttuna, heldur yrði

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.