Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 9

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 9
J’ylgirit Templars 1923 7 Hafi svarið ekki komið eins fljótt og óskað var, þá hefir spyrjandinn oftar en einu sinni getið sér til um það, og þá hafa hon- um dottið í hug ræðusnillingarnir i Ameríku. Þeir hljóti að hafa »þurkað« Ameríku. Þá segi eg: Nei! Að visu hafa Ameríku- menn haft, og hafa enn, ræðumenn, sem eru svo snjallir, að eg get ekki hugsað mér aðra nautn meiri en að hlýða á þá. Eg gæti nefnt marga slíka: St. Jones, Gough, John G. Wol- ley og marga aðra. Einn þeirra er William Jennings Bryan, sem var utanríkisráðherra í ráðuneyti Wilsons. Bryan er bannprédikari og svo frábærlega mælskur, að þá er eghlýði á hann gleymi eg öllu öðru. Ef eg ætti um það tvent að velja, að sitja konugsveislu eða að heyra Bryan, þá mundi eg alveg hiklaust velja hið siðara. Eg hefi einu sinni setið konungsveislu. — Það var hér i Reykjavík. Heiðurinn að vera boðinn, var mikill, en ánægjan var þó ekki að sama skapi. Vér urðum að gæta þess, að við hafa hirðsiði, en sumir okkar þektu þá ekki til fulls. Hníf og matkvísl höfðu flest okkar notað frá barnæsku, en samt þóttumst vér í þetta sinn ekki alveg viss um notkun

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.