Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 26

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 26
24 Fylgirit Templars 1923- hefði reynst bannið. Formaður nefndar- innar átti heima i Boston og var háskóla- rektor þar. Fjórir þjóðkunnir og vel virtir menn voru með honum í nefndinni. Allir áttu þeir heima í sömu borg, Boston. Nefndin sneri til fylkisstjóra allra þessara 28 bannfylkja með fyrirspurn um hver árang- ur hefðí orðið að áfengisbanninu. Svör komu frá 27 fylkjum. 1 einu fylki var fylkisstjórinn veikur og gat ekki svarað. Hvernig voru hin 27 svör? Einn fylkisstjórinn (Mr. Larrazolo í New Mexiko) sagðist álita að bannið væri of strangt, en vildi þó hafa bann. Hann segir: »Eg:!held að hver rétthugsandi maður í Ameríku sé með því, að vínsalan sé afnumin«. Hinir 26 voru allir algera með banninu og sögðu allir, að reynslan af því hefði verið mjög góð. Hér skal eg að eins nefna einn eða tvo af þessum samhljóða vitnisburðum: Frá Alabama. Fylkisstjórinn, Mr. Th. E. Kilby segir: »Afleiðingar bannsins hafa eingöngu verið góðar. Drykkjuskapurinn er næstum horfinn, tala lögbrota hefir lækkað um helming, og sparisjóðsinnlegg hafa aukist mjög mikið. —

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.