Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 27

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 27
Fylgirit Templars 1923 25 Hið nýja bæjarfangelsi í Birmingham (íbúar 220,000) hefir stað autt í meir en ár, og mörg héraðsfangelsi eru líka tóm«. Frá Idaho. Fylkisstjórinn, Mr. D. W. Davis, segir: »Það er ekkert efamál, að bannið hefir gert gagn. Margar þúsundir af borgurum vorum hafa haft beint eða óbeint gagn af því, að áfengisverslunin var lögð niður. Vér þekkjum nokkur dæmi þess, að ólögleg áfengissala hefir átt sér stað, en þetta getur ekki byrgt »roða hins ^ja dags«. Jafnvel i þeim fylkjum sem seinast fengu bannið, er árangurinn góður«. Brykkjuskajmr minkar stórkostlega. Það sem hefir hina mestu þýðingu er það, að drykkjuskapur um alt land hefir slórkost- lega minkað og ástandið er alt af að batna. Vorið 1922 gaf Roy Haynes, aðalumsjónar- maður bannlaganna í Bandaríkjunum, út op- inbera skýrslu um árangurinn af starfi sinu. Mr. Haynes hefir umboðsmenn i öllum fylkj- unum, og er gagnkunnugur ástandinu. Mr. Haynes kemst að þeirri niðurstöðu, að neytendum áfengis í öllu landinu hefir fækk-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.