Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 42

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 42
40 Fylgirit Tcmplars 1923' af sterkvinum með meir en 14°/o alkohol styrkleika, já, jafnvel koník og brennivín, (þótt þjóðin til raunverulegrar »löglegrar notk- unar« þyrfti að eins einn tíunda af þessari fúlgii), virtist eina ráðið vera að afnema banu- ið gegn sterku vínum og þar með losa sig við ákveðin vínkaup. Þetta hefir nýskeð ver- ið gert. Von er um, að með samvinnu milli bannlandanna opnist möguleikar fyrir betri bannlöggjöf í Noregi innan langs tima. Bann- málið hefir eigi dáið i Noregi. Það getur ekki dáið. í Danmörku virðist bindindisstarfinu miða vel áfram. Stjórnin hefir líka talsvert stutt bindindisstarfið; sérstaklega hefir tilbúningi á áfengum drykkjum verið hamlað með ýms- um ákvæðum meðal annars háum sköttum. Meðan brennivinsnautn í Danmörku fyrir 10 —12 árum var um 11 lítrar á hvert manns- barn, hefir hún siðustu árin tvö komist nið- ur í 2 lítra á mann. Og ekki virðist ólögleg- ur tilbúningur og sala, heimabrensla og smygl- un, vera að aukast verulega í Danmörku, sem afleiðing af þvi, að lögleg áfengisverslun hefir stórum minkað á fyrnefndan hátt. Svíaríki. Svíar hata á siðari árum tekið sér

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.