Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 46

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 46
44 Fylgirit Templars 1923 höfuðstöðvum Alþjóðasambansins gegn áfeng- isbannlögum, með skrifstofum í París«. »Baráttan í Ameriku , verður hafin í sam- bandi við áfengisvald Bandaríkja. Leiðtogarnir segja, að það sé ekki mikíð að óttast frá Evrópu. Helzta markmið(,þeirra er að styðja bannféndur i Ameriku«. ísland og Spánarvínin. Vér hér í Evrópu höfum á seinni tímum fengið að kenna á hinni miklu mótstöðu, og það á þann hátt, sem reynir á þrautseygju vora meira heldur en nokkru sinni áður. Spánverjar, sem 1909 létu það afskiftalaust, að Island lögleiddi aðflutningsbann, risu óðir upp 1921 og reyndu að nota sér afstöðu sína i verzlunarviðskiftum sínum, og sem stendur hafa þeir komið sinum vilja fram. Það er islenzkum bannmönnum til uppörv- unar vona eg, að bindindis- og bannvinum heimsins er það þegar full-skiljanlegt, að vegna framgangs bannmálsins í öðrnm löndum, er það brýn nauðsyn á því að rísa upp á móti þessu ofbeldi. Eg skal hér tilfæra vitnisburði tveggja merkismanna um afstöðu bannmanna út um heim gagnvart þessu:

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.