Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 48

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 48
46 Fylgirit Tcmplars 1923 löggjaforþings hennar. í hinni nýju sögu heimsins finst ekkert skýrara dæmi um þröngvun af hendi mikillar og máttugrar þjóð- ar gagnvart lítilli þjóð«. Dr. Cerrington, eíns og allir aðrir, sem um málið töluðu, mæltist til þess, að öflug sam- tök yrðu mynduð til styrktar og verndar hin- um smærri þjóðum, sem vilja losa sig við áfengisbölið. Mikilsverð fundarályktnn. Mjög svo eftirtektarverð er fundarályktun sú, sem í einu hljóði var samþykt á Toronto- fundinum. Hún er á þessa leið: »Ýms af löndum þeim, sem framleiða vín til sölu, hafa viðhaft fjárhagslegar hótanir gagnvart smærri bannlöndum, og hafa með því dregið athygli allra frelsisvina að þeirri meginreglu, að öll lönd eiga að hafa rétt til sjálfsstjórnar. Þessi fundur ítrekar, að hvert land á hafa rétt til þess að vinna móti áfeng- isbölinu innan landamerkja sinna; lýsir ströng- um mótmælum gegn tilraunum hvers ríkis, sem vinnur að þvi að brjóta niður slíka sjálf- stjórn; fundurinn heldur því fram, að það ætti að vera hlutverk hverrar frjálslyndrar

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.