Templar - 06.09.1923, Blaðsíða 1

Templar - 06.09.1923, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 6. sept. 1923. 12. blað. Oháða reglan og I. 0. G. T. sameinast. Frá hástúkuþinginu. Fyrir nokkrum árum síöan klofnuöu nokkrar stórstúkur frá I. O. G. T. og mynduðu sjálfstæða reglu, sem þeir kölluðu N(eutrale) I. O. G. T. Regla þessi hefir talsverða útbreiðslu um Mið- evrópu, einkum Sviss, Holland, Belgíu og Austurriki. Ástæðan til sundrungarinnar var sú, að þeim þótti I. O. G. T. ekki nógu frjálslynd í trúmálum, siðbókunum, og vildu ekki láta inna af hendi æfilangt bindindisheit. Á hástúkuþinginu í Kaupmannahöfn 1920 hófust samkomulagstilraunir á milli félaganna, það sáu allir, að fálagið varð sterkara ef sameining næðist til þess að vinna^bug á sameig- inlegum óvin þeirra beggja, áfenginu. Nefnd manna var sett til þess að vinna að þessu og gera nauðsynlegar laga- breytingar o. s. frv. Nú hefir hástúkan samþykt lagafrum- varp nefndarinnar, og æðsta yfirráð N. I. O. G. T. er sat á fundi í Rotterdam hefir og samþykt það, og samþykt að íeggja þá reglu niður, en ganga aö öllu inn í I. O. G. T., jafnframt fóru þeir á hástúkuþingið í London og tóku þar sæti sem fulltruar frá stúkum sínum. Afleiðing af þessu er sú, að lög templ- ara breytast mjög mikið, æfilanga bind- indisheitið hverfur af fyrsta stigi, eh ber að inna það af hendi á öðru stigi, sem lagt var niður hér landi fyrir nokkrum árum. — Enginn er kjörgengur til Um- dæmisstúku (né Stórstúku) sem ekki hefir int af hendi æfilangt heit. Siðbækurnar hafa jafnframt verið gerðar alveg »óháðar«, og breytt svo, að mismunur milli stiganna kemur miklu skarpar fram en áður var. Þó hefir mjög miklu" af því sem er í siðbókunum nú verið haldið, en stórstúkur, sem vilja, geta með leyfi framkvæmdanefndar há- stúkunnar haft trúar-atriði í siðbókum, ef það er samþykt með 2/s atkvæða. Meðlimafjöldi Reglunnar er nú svo: Stór- Undir- Meölima- stúkur stúkur fjöldi 18 9.223 555.565 36 670 24.465 4 145 9.035 7 160 6.408 3 66 1.542 i Evrópu . . í Ameríku . í Afríku . . . í Ástralíu . . í Asíu .... og svo bætast þar við félagar úr Óháðu Reglunni. Embættismenn hástúkunnar (Lars O. Jensen hátemplar) voru endurkosnir, en auk þess voru kosnir í framkvæmda- nefndina Mauritz Sterner i Sviþjóð og Heinrich Steiger í Sviss (úr N. I. O.G.T.). Br. E. Kvaran var skipaður alþ. lektor. Næsta hástúkuþing er ákveðið i Ame- ríku 1927. Ixæknavínið. Undir hástúkunni .... 27 1.056 Það er þjóðkunnugt, að megnið af öllu áfengi, sem drukkið hefir verið hér á landi hin siðari ár, hefir verið flutt hingað til lands á svokallaðan »lögleg- an hátU, þ. e. í lyfjabúðir landsins. Lyfjabúðirnar hafa pantað áfengið, og sagt að þær seldu það einungis eftir lyfseðlum frá læknunum. En að þeirra sögn eru læknarnir nvjög greiðviknir á 'slíka lyfseðla, og það svo, að til vand- ræða horfi bæði fyrir þjóðfélagið í heild sinni og læknana sjálfa. Svo langt hefir þetta gengið, að ýmsir læknar hafa gefið áfengisseðla til manna, sem þeir hvorki hafa heyrt né séð. Þeir hafa sent lyfseðlana norðan og austan af landi eftir pöntun til manna hér í Reykjavík án þess að þeir á nokkurn hátt hafi getað skoðað sjúklinginn eða séð hvað að hönum gengi. Og seðlarnir hafa oft ekki verið neitt smávægi, 5 lítrar, 10 lítrar. Slíkir lyfseðlar eru vitan- lega óréttmætir. Enginn læknir getur gefið þá vegna þess, að hann telji við- takanda hafa nokkra þörf fyrir lyfið. Peir eru ekkert annað en ávisanir á áfengi til drykkjar, til nautnar. Þetta er beint brot á skyldum læknisins og beint brot á bannlö'gunum. Og svo fundu læknarnir upp snjall- ræði. Þeir báðu Reykvíkinginn að taka við þessu fyrir sig hjá Áfengisverslun- inni og — — —. Og Áfengisverslunin afhenti. Og borið hefir það við, þegar menn hafa verið kærðir fyrir ólöglega meðhöndlun á áfengi, að læknir hefir þá hlaupið undir bagga og sagt, að það væri fyrir sig. Pessi framkoma læknanna er mjög vítaverð, en skylt er að geta þess, að ýmsir læknar hafa viljað ráða bót á þessu, en þeir virðast hafa haft of lágt um sig. Satt er það, að Læknablaðið hefir oft fundið að þessu, nú síðast víta þeir það þar G. Claessen og G. Thor- oddsen og Þórður Sveinsson í Morgúnbl., en hvað dugir það. Heilbrigðisstjórnin steinsefur, og ef hún rumskaði væri hún vísari að fá sér »strammara« hjá Stefáni, en ráða bót á því. Hvernig er hægt að hugsa sér að bót verði á því ráðin, þegar læknar á opin- berri embættisferð, sem rikissjóður kostar, eru blindfullir og ófærir til að gegna sjúklingum eða öðru. Hvernig á að húgsa sér að bætt verði úr því á með- an hver fyllirafturinn á fætur öðrum er settur inn i læknastéttina. Það er gleðilegt, eða hitt þó heldur, þegar við- kynni héraðsbúanna við nýa lækninn byrja með því, að þeir verða að bera lækninn blindfullan heim i væntanleg híbýli sín. Og svo lítur út fyrir þá, sem standa fyrir utan þessi mál og horfa á, sem eitt helsta broddborgarafélag bæarins styrki og styðji heilbrigðis- stjórnina. En það eru ekki embættismennirnir sem bera hér einir sökina. Verstir eru ef til vill gamlir uppgjafa læknafauskar, menn sem engum dettur í hug að vitja til nokkurs sjúklings, þeir sitja kóf- sveittir hvort heldur er á Brúsastöðum eða Siglufirði og selja hverja brennivíns- flöskuna á fætur annari. Þessir menn eiga ekki að hafa neinn rétt til að gefa ú.t áfengisseðla eða fá áfengi úr Áfengisverslunínni. Enginn uppgjafa læknir á að hafa rétt til að gefa út lyfseðla upp á áfengi. í Bandaríkjunum er það svo, að meirihluti læknanna gefa ékki út neina lyfseðla upp á áfengi, og það virðist vera nægilegt að héraðs- læknarnir einir hafi þann rétt hér á landi. Þessi lagfæring ætti að komast sem allra fyrst á. Pó læknarnir gefi út mikið af brenni- vínsseðlum, þá er það víst, að lyfja- búðirnar selja áfengi án lyfseðla í blóra við læknana. Enginn efar að svo sé, og mál Ág. Ármanns, (Laugavegsapóteks), bendir ótvírætt á það. En lyfjabúðirnar láta sér ekki nægja það. Ein þeirra býr til »þrælaromm« handa dónunum, önnur (Kampmann?) býr til Kínalífselixír, og sumir kaupmennirnir auglýsa, að þeir hafi varninginn til sölu. Hvað er svo þessi elixír? Sprittblanda með um 40%> áfengisstyrkleika, blanda, sem er með öllu óleyfilegt að selja. Læknastéttin þarf að vakna, hún þarf að þvo þennan smánarblett af sér. Hún verður að krefjast þess einum rómi, að -gamlir læknaskröggar spilli ekki áliti hennar ogheiðri; hún verður að krefjast, að slíkir menn fái ekki að meðhöndla áfengi — nema sem sjúklingar eftir Iyf- seðlum frá öðrum læknum. Læknastéttin verður að krefjast þess, að séð sé um, að lyfsalarnh- selji ekki hverja ámuna á fætur annari án lyfseðla. Og síðast en

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.