Templar - 06.09.1923, Blaðsíða 3

Templar - 06.09.1923, Blaðsíða 3
Ottó N. Þorláksson, Páll Jónsson, Flosi Sigurðss., Jóh. Ögm. Oddss. 5. Kosnir í nefnd til að þýða úr ensku strax eftir Hástúkuþingið í London hinar nýu lagabreytingar er stafa af sameiningunni við I. O. G. T. Neutral og endurskoðun laga sem sameiningunni verða samfara, voru skipaðir: Ottó N. Porlákss., Pétur Zoph., Sigurjón Jónss., Páll Jónss., Friðrik Björnsson. 6. Stórtemplar mintist tveggja látinna stórstúkufélaga, þeirra Einars Við- ars kaupm. og Bjarna Péturssonar söngkennara. — Slórstúkan hlýddi standandi á minningartölu stórt. 7. Næsti þingstaður valinn Akureyri í einu hljóði. 8. 40 ára afmæli Reglunnar á íslandi ákvað Stórstúkan að haldið yrði hátíðlegt í ölluin stúkum á landinu 10. jan. 1924. Mörg önnur mál sem hér eru ekki talin voru afgreidd á stórstúkuþinginu og geta menn séð þau í þingtíðindum Stórstúkunnar, sem fást hjá stórritara. P. J. „Skamma stund. verður hönd hög-gi fegin'1. Baráttan hefir staðið yfir um hríð i Manitoba, milli bannmanna og brenni- vínsvaldsins. Peirri baráttu lauk, eins og kunnugt er. Eitursalinn vann sigur í bráðina með öllum sinum fylgitólum. En skamma stund verður hönd höggi fegin; því það er víst, að ekki verður úlfurinn lengi lögverndaður innan kví- anna. Pólt nógu margir hafi látið blindast um stund til þess að opna dyrnar og veita löghelgi þeim óvini, sem allra ó- vina er skæðastur, þá skína sólargeislar sannleikans í gegn um raj'rkur heimsk- unnar áður en langir timar líða. Iðrun- arstundin eftir syndina, sem drýgð var 22. júní kemur eins áreiðanlega og sól kemur eftir svartnætti eða vor eftir vet- ur. Þessi vissa veitir þrek og kjark og von jafnvel þegar bráðabyrgða ósigurinn er allra tilfinnanlegastur. Menn og konur í Manitoba hafa í þetta skifti selt Jósef bróður sinn mann- sali; en hver veit nema einmitt það verði honum að góðu, þegar til lengdar lætur. Brennivínsliðið er alt af og alstaðar óaldarflokkur, sem einskis svífist, brýtur lög og beitir öllum hugsanlegum eitur- vopnum. Pað hefði að sjálfsögðu haldið áfram lögbrotum sínum og ofbeldisverk- um ásamt öllum þeim blekkingum, sem því er lagið að beita, þótt brennivíns- lögin hefðu verið feld, þó má vera, að sú svarta nótt, sem nú færist yfir Mani- toba htfði komið síðar; er því, ef til ▼ill, best illu af lokið; því það er víst, að þau þrjú árin, sem nú fara í hönd. TEMPLAR. verða nógu reynslurík lil þess að vekja menn og konur til iðrunar fyrir það s fylgi, sem þeir og þær veittu eyðilegg- ingunni 22. júní 1923. Tvent er það sérstaklega, sem er eftir- tektarvert við þessa atlcvæðagreiðslu, annað sorglegt, hitt gleðilegt. 1. Trú þeirra manna, sem best beittu sér fyrir kvennréttindamálið, hlýtur að hafa lamast. í þetta skifti vora nógu mörg kvenna atkvæði til þess að ráða, en sómatilfinningin var ekki á hærra stigi en það, að þær skipuðu sér undir merki spillingarinnar. Petta er sorglegt. Þeim konum og mæðrum, sem um slíkt eru sekar, gæti eg unt þess, að þær sæu — og jafnvel fyndu — ávexti gerða sinna. 2. í öðru lagi er það eftirtektavert, að í hverjum einasta atkvæðastað, þar sem íslendinga gætti, hefir áfengiseitrið verið fordæmt. Á Árborg, í Mikley, í Riverton, á Hnausum, á Geysi, á Víði, á Gimli, á Sinclair, á Baldur, í Glenboro, á Vestfold, á Otto, á Dog Creek, á Oak Point og Lundar voru bannmenn í stór- um meiri hluta. Petta er þeim öllum gleðiefni, sem verðskulda nafnið íslend- ingur. Sig. Júl. Jóhannesson. (Lögberg). , í Manitoba var gengið til atkvæða um það, hvert ríkiseinkasala skyldi vera tekin upp á áfengi eða ekki. Leikar féllu svo, aö brennivínsliðið hafði nokkurn meiri hluta og ríkiseinkasalan yerður því tekin upp. — í tilefni af úrsliturri málsins ritaði br. S. J. J. grein þessa, og hefir Templar tekið hana upp til athugunar og ihugunar fyrir íslenska bannmenn. Ritstj. Yínauglýsingar, Bannlög voru sett í lög hér á landi. Enginn mátti flytja inn áfengi, — það var bannað til neyslu. Pví var þetta gjört? Pað var gjört vegna þess að áfengið er aldrei til gagns hvorki fyrir einstaklinginn né heildina, heldur til bölvunar. Pað eyðileggur tíroa fé og heilsu og loks vit neytandans. Pað er því sjálfsagt að banna það. Þjóðarheildin þarf þess að hver ein- staklingur geti fengið að njóta sín til fulls, svo að hann geti unnið sér og þjóðarbúinu eins mikið gagn og auðið er. Hagsmunir og nautnir einstaklings- ins verða að víkja, verða að bannast, þegar það fer í bága við hagsmuni heildarinnar. Samlivæmt þessu lögmáli voru bannlögin sett, og samkvæmt því eiga þau að standa um aldur og æfi. Skynsemin á altaf að ráða í lífi þjóð- anna, og hún segir að bannlög á áfengi sé sjálfsagt og réttmætt. Pað er heimskan, kyrstaðan og nautnarfýsnin sem berjast á móti banni á áfengi Þeir eru margir, sem hafa hagnað af því að selja og búa til áfengi, en það dettur engu þjóðfélagi í hug að taka tillit lil þess. í bannlögnm þeim, sem 39 lágu fyrir sænsku þjóðinni fyrir atkvæða- greiðsluna, var ákvæði er hljóðar svo: »Hver sem sýnir opinberlega, kunngerir í rituðu eða prentuðu máli, eða á annan hátt býður almenningi til sölu áfengi eða áfenga drykki sem ekki eru gerðir óhæfir til drykkjar, skal sektast um 500 til 5000 krónur. Ef brotið er gert í stærri stíl eða til hagnaðar eða öðrum »graverende« kringumstæðum, skal hegna hlutaðeigandi með fangelsi eða hegning- arvinnu í mest eitt ár«. Petta komst ekki á í Svíþjóð, en álíka ákvæði og þetta er í Finnlandi, heldur harðara þó. Nú eru Norðmenn farnir að athuga þetta mál. Stórþingið hefir haft það til umræðu, og skorað á stjórnina að finna ráð á móli vínauglýsingunum. Paö rná því búasl við að vínauglýsingar verði bannaðar þar. Vér íslendingar eigum að læra af þessu, og reka vínauglýsingarnar burtu, gera þær útlægar1). Petta er eiti af því sem næsta alþingi á að gera. Þing-vallaförin 8. júlí ’23, Eflir Indriða Einarsson. (Endir). Fyrir utan gjálífið rakst jeg á mið- aldra konu, föla og hægláta, og við fór- um að tala saman. Hún sagði mjer, að hún hefði legið í spönsku veikinni 1918, og hefði oftast verið heilsulaus, og stund- um fárveik síðan. Hún hafði átt erfitt; * hún átti fjögur ung börn á palli heima, og tveggja gamalmenna að gæta, annað var nær sjötugu en hitt á áttræðis aldri, bæði ósjálfbjarga. Maðurinn hennar hafði litla atvinnu. 51 viku hafði hún legið rúmföst, með þessi sex áhyggjuefni rjett fyrir framan rúmstokkinn. í fjórtán daga hafði hún legið í lungnabólgu og brjóst- himnubólgu með 40 og 41 stiga hita; allir töldu hana af þessa 14 daga, og þegar jeg spurði hana, hvernig hún hefði farið að því, að lifa það af, þakkaði hún það mest, að hún hefði endilega viljað lifa, og svo bænum sínum til guðs. Hún hafði sjeð sjónir í legunni t. d. sá hún »Sterling« stranda austur i Seyðis- fjarðarmynni; hún sá litla telpu sem var á skipinu og lýsti nákvæmlega, hvernig hún hafði verið klædd, og það stóð alt heima, þegar það frjettist siðar og eins fötin telpunnar. Pá kom til hennar ungur maður, mágur hennar, og hún spurði hvar sá eða sá væri, og hvar sjrslir hennar væri. Hann leysti úr öllu, og bendir upp á Almannagjár- barminn; þar var systir hennar, hún var ein af fuglunum sem hafði raðað sjer uppi á bjargsillunni fyrir ofan okk- ’) í sambandi við petta vill »Templar« vekja athygli rikisstjórnarinnar á pví, að pað er ósæmilegt, á sama tima og bannaður er innflutningur á ýmsum óþarfla varningi, að auglýsing um sigarettur sje máluð með’ feitu letri á flutningabil Landsverslunar- innar.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.