Templar - 22.09.1923, Síða 1

Templar - 22.09.1923, Síða 1
TEMPLAR. XXXVI. * Reykjavík, 22. sept. 1923. 13. blað. Baptistar 01 tindmdisiálið. Larsen-Ledet og frú hans komu hingað með börnum sínum á sunnudaginn 16. þ. m. Ætla skal. Og hann lætur svipu sína skella á mótstöðumönnum með þeim mætti og myndugleika sem fæddum foringja einum er gefið. Heimsþing Baptista sem haldið var í Stokkhólmi gerði eftirfarandi samþykt í bindindismálinu: Þingið lætur í ljósi fylstu samúð sína með þeim alvarlegu framkvæmdum, sem baptistafélögin hafa ráðist í um allan heim, og sem hafa fyrir mark og mið að útrýma algjörlegg neyslu allra á- fengra drykkja með lagaákvæðum. Lingið gerir þessa samþykt með þess meiri vissu um að hafa rjett að mæla, sem áreiðanlegum og vissum sannind- um Qölgar daglega fyrir óhlutdrægar rannsóknir vísindamanna, og þeirra manna, sem hafa kynt sér afleiðingar áfengisins á félagslíf þjóðanna, og sem sýna ljóslega, að áfengið sviftir mann- kynið lifi og heilsu. Lingið, sem trúir því, að sannleikurinn sé vísasti vegur- inn til þess að gefa mönnum réttar skoðanir á áfenginu, skorar þvi á bapt- istafélögin í sambandi við önnur kristi- leg félög, að útbreiða sannar upplýsing- ar um verkanir áfengisins og hættur þess. Pingið álítur að nú sé kominn tími til þess að allir kristnir menn vinni að útrýmingu áfengisbölsins. 1. Með því að hver maður fyrir sig haldi sér frá að neyta allra áfengra drykkja og reyni að fá aðra til þess að hætta að neyta þeirra. 2. Með því að forðast alt sem að á- fengisiðninni lýtur. 3. Með því að nota borgararéttindi sín til þess að útrýma öllu áfengi með lögum. Heimssamband baptista lætur í ljósi gleði síha ytir þeim ákvörðunum, sem stjórnir og þjóðir hafa gert, annaðhvort með þvi að leiða í lög algjört bann, eða strangar takmarkanir á tilbúningi og sölu áfengra drykkja. Vér skorum á alla skoðanabræður vora að yfirvega með óhlutdrægni öll bannlög, og allar takmarkanir á sölu og tilbúningi áfengra drykkja og hverjar afleiðingar þeirra séu, og vér litum svo á, að allur sá félagsskapur, sem mynd- aður er til þess að verja áfengið séu mestmegnis gerður til þess að koma þeim lögum og ákvörðunum í Htilsvirð- ingu. Vér biðjum guð almáttugan að blessa starf vort i öllum löndum, svo þær ó- nauðsynlegu og hryggilegu þjáningar, sem drykkjubölið kemur til leiðar, bráð- um megi algerlega og um alla daga, verða gert útlægt úr heiminum. þau að dvelja hér til mánaðamótanna. L. L. er að hvíla sig, lyfta sér upp í sumarfríinu eins og Reykvíkingar segja, og notar þá tækifærið til að sjá ísland, það landið, sem hann hefir hin síðari ár barist fyrir. Enginn einstakur maður ytra hefir hin siðari ár barist ótrauðar fyrir máli voru gegn Spánverjum en hann. Eng- inn hefir staðið honum framar í því að reyna að koma í veg fyrir að stórþjóð- irnar kúgi smáþjóðirnar og fyrirskipi þeim hvað þær eigi að gera. Hver sann- Larsen-Ledet. ur íslendingur, hver íslendingur sem vill að ísland sé fyrir íslendinga og að við fáum sjálfir í friði að ráða sérmál- um vorum er i þakklætisskuld við br. L. L., og þá skuld getum við ekki greitt betur á annan hátt en þann, að taka vel á móti honum, sýna það í verkinu, að við þökkum honum fyrir hve vel og vasklega hann hefir tekið svari voru. L. L. er mjög kunnur maður um hinn mentaða heim. Hann hefir verið ritstjóri að Afholdsdagblaðinu frá stofnun þess, og hefir nú verið blaðamaður um 27 ár. f*ó blað hans ræði einvörðungu um bann og bindindi, — auk frétta um hitt og þetta — þá má segja að það hafi daglega eitthvað nýtt að færa, og er það þó ekkert áhlaupaverk að rita svo blað, sem kemur út á hverjum degi, og er stærra en Morgunblaðið. Og allir taka blaðið með ánægju sér i hönd, og lesa það með áhuga og samúð. Það mun heldur ekki ofmælt, að segja að blað hans sé stærsta og veigamesta bannblað heimsins. Þetta er allt br. L. L. að þakka. Hann er alltaf síungur í anda, með óbilandi trú á framtiðinni, fullur af glaðværð og fjöri og reiðubú- inn til orrustu hverja stund sem vera Starf br. L. L. á komandi árum verð- ur hiklaust að vinna að framgangi bann- laga, ekki eingöngu í Danmörku, held- ur og í öðrum löndum, og komist bann- lög á í Danmörku, þá er mjög líklegt að svo fari, sem eitt stórblað Dana sagði fyrir nokkru, að hans nafn standi und- ir þeim. Áhugi br. L. L. mun snemma hafa beinst að þessu máli, og hann berst fyrir því með þrautsegju og festu og lætur hindranir og tálmanir ekki á sér festa. Eg tel því víst að hann fái sjálf- ur að vera með í höfuðsigrinum — bannlög í landi hans. Þess óskar Templ- ar honum af alhug, um leið og hann bfður þau hjón velkomin hingað og vonar að þeim falli land og þjóð vel í geð. Pétur Zóphóníasson. Frá Bandaríkjum. Bandaríkin hafa átt við marga og mikla örðugleika að stríða á framkvæmd bannlaganna. Eins og vænta má hafa safnast þar saman við landamærin hóp- ar af lögbrjótum og illþýði, !sem lifir á því að brjóta lögin, og laðast af hinni gífurlegu hagnaðarvon sem ólögleg á- fengissala býður. Einna mest gætir þessa við sjóinn, vestanmegin. Strandlengja landsins viö Atlantshafið er afarlöng og að sjálfsögðu er erfitt og kostnaðarsamt að gæta lag- anna þar svo í lagi sé. Enda á lögregla landsins í’sífeldum ófriði við lögbrjóta bæði á sjó og landi. Eins og kunnugt er, nær landhelgi 3 sjómilur út frá landsteinum. Utan þessarar landhelgislínu liggja skip, stór og smá, hlaðin áfengi, i þeim til- gangi einum að selja það til smyglunar í land. Tollverðir hafa ekki heimild til að ónáða þau skip, sem hafast við ut- an linunnar. Eru það einkum ensk skip sem stunda áfengissölu þessa, og hafa þau mörg byrgðar geymdar á enskum nýlendum sem ekki liggja þarna allangt frá. Smærri skip amerísk, mótorbátar og hraðskreið smáskip flytja svo vínföngin til lands að næturþeli, og er alvinnu- grein þessi afaráhættusöm vegna toll- gæzlu Bandaríkjanna. Lendir þá oft i viðureign milli smyglara löggæzlumanna

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.