Templar - 22.09.1923, Blaðsíða 3

Templar - 22.09.1923, Blaðsíða 3
TEMPLAR 43 hefir stofnað góðtemplararegluna á Eng- landi, og staðið fyrir henni, bæði þegar hún var sterkust og veikust, og stýrt henni, svo að segja, gegnum brim og boða. | Eftir: y>Watcluvard]«. Biskup Östenfeld og bannlögin í Ameriku. Biskup Östenfeld í Danmörku hefir ferðast um Ameríku og kynt sér þar menn og málefni. Blaðið »Köbenhavn« hefir átt tal við hann um kirkjumálefni þar vestra. Meðal annars spurði frétta- ritarinn: »Hvað segið þér um baunlögin í Bandaríkjunum? Það eru margir sem telja þau einskis virði«. Biskupinn: Pað held eg alls ekki. Álit mitt er að bannlögin hafi haft góð áhrif. Það er enginn efi á því, að bann- lögin hafa verið brotin mjög mikið, en það er heldur enginn efi á því að bann- lögin hafa liaft stórkostlega bætandi áhrif meðal annars í bindindislegu til- liti, einkum í bæjunum. Á ferð minni um U. S. A. sá eg að eins tvo fulla menn og annar þeirra var danskur. , Fregnritarinn: Haldið þér að bann- lögin verði afnumin? Biskupinn: Nei, það held eg alls ekki. Nokkrir menn halda að bannlögin verði gerð »mildari«, en eins og áður var verður það aldrei aftur í Bandaríkjun- um. Mannalát. Guðmundur Guðmundsson, skipasmiður á ísafirði, dó að hcimili sinu par hinn 16. júlí síðastl. Br. Guðmundur heitinn var fæddur að Kotströnd í Ölfusi 22. sept. 1852 og ólst par upp hjá foreldrum sínum. Faðir hans, Guðmundur, var sonur Jóns í Merkinesi i Höfnum og af hinni svonefndu Selkotsætt, sem kunn er einkum í Rangárvallasýslu. Hann flutti til ísafjarðar 1877 og dvaldi par altaf síðan. Hann var einn af peim er stofn- aði bindindisfélagið »Dagsbrún« og síðan pegar pað breytti sér yfir í góðtemplara- stúku, fylgdist hann með pví, og var síðan templar til dauðadags. Hann var péttur á velli og péttur i lund og fylgdi málum peim er hann tók að sér með festu og prautseigju. Hefir Reglan mist góðann og vinsælann félaga par sem hann var. Hann kvongaðist 18. nóv. 1880 eftirlifandi • ekkju sinni, Helgu Símonardóttur, og eiga pau tvö börn uppkomin á lífi: Sigprúði, gifta Pórði Pórðarsyni á ísafirði, og Ágúst, sem er heima hjá móður sinni. Gunnar Jónsson, er lengi bjó í Holti í Mjóafirði, lézt hjá syni sínum par hinn 25. maí slðastl. Gunnar var fæddur 17. ágúst 1861 i Álftaveri í Skaftafellssýslu, en fluttist ungur að aldri austur. Gunnar heit. starfaði um eitt skeið mjög ötullega fyrir stúkuna Vetrarbrautin í Mjóafirði, og var fulltrúi fyrir hana á stórstúkupinginu á Seyðisfirði 1913 og tók pá hástúkustig. Framkvæmdarnefnd liástúknnnar skipa nú: hátemplar Lars O. Jensen yfirkennari í Bergen, kanslari Geo. Cotterill hafnarstj. Sealtle, varatemplar H. Blume yfirtollvörður Hamborg, g.ungt. J. W. Hopkins f. yfirkennari Gloucester, g.bann. Larsen Ledet ritstj. Árósum, g.fræðsl. Mauritz Steiner yfirkennari i Giivle, ritari Tom Honeyman Glasgow, án starfs Heinrich Steiger kennari í Ziirich Sviss. f.hát. Edv. Wavrinsky þingmaðuriStokk- hólmi. pal.templar Joseph Malins Birmingham. Skipaðir embættismenn eru: lektor (fyr kap.) Einar Kvaran stór- templar Reykjavík. dr. Uzuret í Amsterdam. a.dr. Gertrud Holmes stórritari í New- Hampshire, a.rit. Finlayson stórtemplar i Ástralíu, i.vörður Edvard Jones stórtemplar Col- wyn Bay, Wales. út.vörður Arinbjörn Bardal stórtemplar Winnipeg, sendiboði Mrs. Plymen frá Suðaustur- Afríku. Alþ.gjaldkerastarfinn var lagður nið- ur, sameinaður við ritara, en g.fræðsl. var kosinn og á sæti í henni, en var áður skipaður, svo var einum fulltrúa frá Óháðu Reglunni bætt við, án slarfs. I Sameiningin. D. G. T. skýrir lrá pví, að pegar hátempl- ar liafði lýsl pvi yfir í hástúkunni, að ó- háða góðtemplarareglan væri lögð niður, og pað væri einungis ein I. 0. G. T. regla, pá liafi br. Sleiger afhent eignir óháðu reglunnar og bætt síðan við: Má eg, til viðbótar við pað, sem sagt hefir verið um prófessor Forel, bæta pví við, að hann gekk fram af okkur öllum i Haag. Hann er orðinn gamall og sjúkur, en pó hafði hann ferðasl pessa löngu leið, aðeins til að greiða atkvæöi með sam- einingunni. Hann á orðíð mjög erfitt með að tala, en pó hélt hann snjalla ræðu pegar simboðið kom frá ylckur. Hátemplar. Við eigum enn eitt skyldustarf eftir, pað er að pakka peim manni er fyrst- ur lióf samkomulagstilraunirnar og fór að vinna að peim á undan öllum öðrum, pað er fyrverandi yfirmaöur vor br. Wavrinsky. (Menn stóðu upp og klöppuðu í lengri tíma). Wavrinslcy. Enginn er meira snortinn en eg. í mörg ár hefi eg beðið pessa dags. Ög pað eitt hryggir mig, að minn góði og gamli vinur Forel gat ekki verið hérna. Eg átti örðugt með að koma hingað, læknirinn minn bannaði mér pað, en eg gat ekki látið pað vera. Eg er gamall og veikur, og pið sjáið mig ekki framar. Látið petta vera kveðju mina. Pakkir fyrir alla vinátta sem pér hafið sýnt mér. Eg elska góðtemplarregluna og eg mun gera pað til liinstu stundar minnar. Með pessu endaði athöfnin. Það er ekki ofmælt, að segja, að allir viðstaddir hafi verið mjög snortnir, og að peir muni minn- ast pessarar stundar meðan peir lifa. Endurminningar. Fyrir 18 árum skrifaði eg í »Templ- ar« spádóma, er gerðu ráð fyrir því, að frá þeim tíma mundi herferðin móti Bacchusi taka 50 ár, þar til hann yrði útlægur ger; skal það þó ekki endur- tekið hér að það muni takast á þeim tíma, en að líkindum ræður, að það muni þó hepnast; til þess liggja hinir sömu vegir og þá blöstu við; til þess úlheimtist hið sama og til annara þjóð- þrifa, nefnilega að fólkið vitkist og læri að þekkja sinn vitjunartíma; skal það nánar athugað. Orsakir þess hve hörmulega seint og slysalega hefir gengið að bjarga þjóð- inni frá áfengisfýsninni er sönnun þess sem Bjarni Jónsson sagði í þingræðu: Að einn götustrákur getur haft meiri á- hrif á uppeldið en 10 kennarar. Með tiltölulega örfáum leiðandi mönnum byrjaði endurbótastarfsemi Goodtempl- ara hér á landi, sannir hugsjónamenn, og til liðs við sig fengu þeir mest — undir merki Reglunnar — 15. hvern mann af þjóðinni, flest atkvæðalitlar konur, sem ýmist hafa drekt þar sorg- um sínum eða sýnt lofsverðan áhuga í því að bjarga heimilunum, og svo auk þess ýmislegt fólk, sem eigi bar uppi hina ytri menningu heildarinnar; var hér lengi eins ástatt með Regluna og Hjálpræðisherinn, að hvorugt naut sam- úðar fjöldans, jafnvel gert gys að báð- um af sálarblindum andstæðingum. Fjöldi mentamanna og þeirra, sem ineð völdin fóru, sátu ýmist þegjandi hjá, veittu athafnalausan mótþróa og þrjósku eða gerðu beinlínis árásir á Reglustarfið. Svo þegar undirbúningur var hafinn með atkvæðagreiðslu til að knýja fram banulögin, kom sama nafna- kallið út, auðvitað yfirgnæfandi meiri hluta, en vantaði toppfigururnar; enda sýndi það sig þegar til lagasetninganna kom, að þá skorti ekki rangvefjur og dragmöskva til friðunar stórfiskunum; í þvi sambandi má fyrst minnast á sendi- herravökvann, sýnir það dæmi svo vel, en um leið sorglega þá djúpu heimsku og mannleysuhátt, að veita einstöku mönnum sem réttindi bein það, sem flestar þjóðir eru að kasta á milli sín. Kemur mér í hug gömul saga af tveim- ur drykkjurútum og slagsmálamönnum, »að þeir kröfðust þess af réttarstjóra, að innanhreppsmenn gengu fyrir, að fljúgast á«. Þarna var það bara öfugt, en mjög svipuð réttindi, en hafði þó sömu þýðingu sem aðrar undanþágur, að eitra fyrir bannlögin, og þótt undar- legt megi virðast, óefað verið einn þátt- urinn í því, að vekja Spánverja til at- hugunar um ákvörðunarrétt okkar. Þá hófu læknarnir raust sfna og köll- uðu á hjálp, og þingið heyrði. Illa stödd þjóð, sem hefir jafn andlega aumingja . fyrir leiðtoga; enda hefir sú stétt haft fleira upp úr þvi en hneixlið og laga- brotin, afsetningu og dauða, dauða og afsetningu. Þar eru einnig mjög heiðar-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.