Templar - 09.10.1923, Qupperneq 1

Templar - 09.10.1923, Qupperneq 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 9. okt. 1923. 14. blað. iep áíeiÉlli. JVIiklar samkomur í Khöfn í sambandi við alþjóðaþingið 19,-24, ág. 1923, DR. R. HERCOD, Forstjóri aðalskrifstotu bannmanna i Lausanna. Sviss. HON. WAYNE B. WHEELER, lögraaður. DAVID OSTLUND, Fulltrúi Veraldarsambauds- ins í Norður-Evrópu. Eins og getið var mn i siðasta tbl. Temlars, voru margir bindindis- og bann- fundir haldnir í sambandi við Alþjóða- þingið gegn áfengisbölinu í Khöfn. Hinir tilkomumestu allra þessara funda voru án alls efa þeir, sem haldnir voru að tilhlutun Veraldar-sambandsins gegn á- fengisbölinu og sá br. David Östlund, fulltrúi Sambandsins í Norður-Evrópu, um þau fundarhöld ásamt Dr. R. Hercod, sem er einn hinna fjögura forseta Ver- aldar-sambandsins og forstjóri hinnar alkunnu skrifstofu í Lausanne, sem að mestu leyti er studd til starfa sinna með fé frá Veraldar-sambandinu. Alls voru þessar samkomur fjórar. Hin fyrsta þessara samkoma var hátiðar-guð- þjónusta 19. ágúst í Jerúsalems- kirkj- unni, og prédikuðu þar biskup James Connon frá Ameriku og David Östlund. Tvær aðrar samkomur voru lika haldnar í sömu kirkju og voru mjög fjölsóttar. Hin siðasta var haldin 24. ág. í Odd-Fellow höllinni sem talið er eitthvert veglegasta samkomuhúsið í Danmörku. Á þeim fundi töluðu auk Connon biskups, Andrew I. Volstead, »faðir bannlaganna«, og lögmaður Ver- aldar-sambandsins Dr. Wayne B. Whee- ler, einhver merkasti bannlagafrömuður heimsins. Veraldar-sambandið hélt einnig tvær sérstakar samkomur, fyrir sína með- limi. Fulltrúar frá 10 löndum tóku þátt í samræðum og ýmsar mikils verðar samþyktir voru þar gerðar, og skal hér greint frá hinu helsta af því: 1. Móti áfengissuiyglun var samþykt að vinna af alefli undir forustu Ver- aldar-sambandsins. 2. Til þjóðasambandsins var samþykt að senda áskorun um að sjá um, að á þeim svæðum, sem eru undir umsjá annara ríkja, verði áfengis- bann framkvæmt samkvæmt 22. gr. í lögum þjóðasambandsins. 3. Gegn ofbeldi vínlandanna gagnvart Islandi og Noregi, voru samþykt kröftug mótmæli og skorað á alla félagsmenn og eins á allar frjáls- lyndar sijórnir í heimi, að beitast gegn slíkum brotum gegn sjálf- stjórnarrétti þjóðanna með tilliti til áfengisbanns. Tillögurnar voru líka bornar undir atkvæði hins sfðasta opinbera fundar og voru þær samþyktar með öllum at- kvæðum gegn einu: H. P. Luðvig- sens, en hann er erindreki andbanninga í Danmörku. Var frammistaða hans á fundinum til mikils athlægis. Dönsk blöð íluttu ítarlegar fréltir af fundum veraldar-sambandsins. Svo mjög bar á þessum fundum, að Veraldar- sambandinu var ýmist þakkað eða þá kent um alt, sem fram fór á sjálfu Al- þjóðaþinginu. »Ekstrabladet« þ. 18. ág. Segir: »Vér viljum vara menn við því að halda, að Alþjóðaþingið sé annað en ein sterk bannhreyfing«. »Pað er Veraldar- sambandið gegn áfengisbölinu, sem vinn- ur alt hið grófara verk«. »Dagens Nyhedera, 22. ág.: »Það fer nú að verða augljóst, að hér eru haldin tvö þing: Veraldar-sambandið gegn áfengisbölinu, þar sem að eins bannvinir mæta, og því næst Alþjóðá- þingið, með fulltrúum frá ýmsum lönd- um. Bannvinirnir eru undir forustu Jam- es Connons biskup frá Washington, sem er formaður í framkvæmdarráði Ver- aldarsamhandsins. Fremsti maður hans hér er David Östlund. »National Tidendea, 24. ág.: »Á sama tíma og Álþjóðaþingið held- ur fundi sína hér, haldast Ieynifundir daglega af Veraldar-sambandinu gegn áfengisbölinu. Félag þetta er stórauðugt, nokkurs konar rannsóknarréttur og ráð- stefna«. — d. Góðar fréttir. Möguleiki til þess að komast úr klóm Spánverja. Síðan í vor hefir David Östlund, fulltrúi á Norðurlöndum fyrir Heims- sambandið gegn áfengisbölinu, unnið ótrauðiega að því að útvega fiskmark- að í öðrum löndum en Spáni, lil þess að ísland geti losað sig frá spönsku vínversluninni. Honum hefir loksins tekist að fá nokkra fésterka.bindindissinnaða Skota til þess að vilja taka að sér sölu á ís- lenskum saltfiski ef þess er óskað. — Tilboð þeirra tekur það fram, að »það sé mögulegt að selja allan þann fisk, sem er veiddur við ísland«. Verðið á að verða jafngott o^ Spánverjar gefa. Sumir útgerðarmenn hafa byrjað á frekari samningum við Skotana, og ætla má, að hér sé komist niður á þann rekspöl, sem ef til vill geti Jeitt til heppilegrar úrlausnar á þessu mikla vandamáli. Eftir þessu er augljóst, að það er afaráriðandi að þeir einir nú verði

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.