Templar - 09.10.1923, Blaðsíða 2

Templar - 09.10.1923, Blaðsíða 2
46 TEMPLAR, kosnir til þings, sem treystandi er til þess að vinna að fljótri og góðri lausn á hinum »vonda sáttmála« milli Is- lands og Spánar. Alþingiskosningarnar. Hiun fyrsta vetrardag næstkomandi á að kjósa alþingismenn fyrir næstkom- andi fjögur ár. Það er mikilsvarðandi fyrir íslenska bannmenn, að kosningar þessar takist vel. Undir því er það komið, hvert bannleyfarnar verða bættar svo að vín- salar og smyglarar græði ekki stórfé á því að brjóta lögin og undir því er það komið, hversu vel er unnið að því að útvega þjóðinni nýa og góða markaði. Það er því eðlilegt, að margir hugsi og tali um kosningarnar. Það er eðli- Iegt, þar sem um jafnþýðingarmikið mál er að ræða. Um land alt hafa verið gerðar fyrir- spurnir til þingmannaefnanna um af- stöðu þeirra til bannmálsins, og það er engum efa undirorpið, að svör þeirra hafa áhrif á mörg atkvæði. Á hvern veg svör þeirra falla, er enn óvist, en líklegt er þó, að þau falli banniögunum og bannmálinu í vil. En þótt svo sé, þá eru horfurnar fremur slæmar. Síðasta þing var stefnu- lítið um bannmálið, þó það væri yfir- leitt velviljað banni, þá hafði það þó ekki orku til að bæta stærstu misfell- urnar átbannlögunum eða ýta undir að framkvæmd laganna yrði betri en verið hefir. Og það eru litlar líkur til þess að þetta breytist. Kröfur þær, sem bannmenn gera nú, eru heldur ekki nein stórfeld breyting frá því sem nú er. €d þótt svo sé, þá er það víst, að hver góður bannmaður gerir sitt til að þoka máli voru áfram til sigurs. Á nokkrum stöðum eru templarar í kjöri, t. d. Seyðisfirði, ísafirði, Suður- Múlasýslu, Gullbringusýslu og víðar. Þaö er alveg ljóst, að þar sem svo hag- ar til, þá ættu templarar að styðja sam- herja sína og skoðanabræður svo að þeir næðu kosningu. Eg veit það, að margir munu svara því, að þeir geti ekki greitt andstæðing sinum í stjórn- málum atkvæði, og Reglan gerir heldur engar kröfur til þess, en þá ber þeim gagnvart málstað vorum, að sjá um að þingmannaefni þeirra fylgi fram máli voru. í Gullbringusýslu býður sig fram hr. alþm. Björn Kristjánsson. Hann hefir mörg ár átt sæti á Alþingi íslendinga, og hefir altaf fylgt fast fram málstað Reglunnar í hvívetna. Það er því sjálf- gefið fyrir templara að fylgja honum til kosninga. Þeir vila að þar er maður, sem jafnan hefir veitt þeim lið, jafnt innan þings sem utan. í Mýrasýslu býður Pélur Pórðarson í Hjörsey sig fram. Pétur er góður bann- maður, laus við ofsa og hávaða, traust- ur og ábyggilegur. 1 Strandasýslu býður sig fram Tryggvi Pórhallsson ritstjóri, ungur maður og efnilegur,. og ættu Strandabúar ekki að þurfa að hugsa sig lengi um þegar þeir eiga að velja á milli hans og Magnús- ar. Um það blandast víst engum hugur. Aðalerindi það, sem hr. M. P. virðist hafa haft á þinginu, er að auka drykkju- skap og óreglu, og væri undarlegt ef Strandamenn lofuðu»honum ekki að hýrast heima. Það væri áreiðanlega heppilegast fyrir land og lýð. í Skagafjarðarsýslu býður fyrv. alþm. Jósef Björnsson sig fram. J. B. var einn af fremstu og bestu þingmönnum vor- um, enda naut hann óskorið trausts þingsins. Hann átti sæti í milliþinga- nefnd þeirri, er sett" var til að gera til- lögur um laun starfsmanna ríkisins. Það bæri vott um óhyggindi Skagfirð- inga ef þeir létu Jósef sitia heima, úr því hann vill gefa kost á sér. Margir eru þeir, sem hafa farið á flot i Eyafjarðarsýslu, en þótt svo sé, þá hafa Eyfirðingar enga ástæðu til að breyta um þingmenn. Þeir Stefán og Einar hafa reynst góðir, og enginn raaður hefir gert meira íyrir Eyfirðinga en Stefán í Fagraskógi. Og báðir eru góðir og tryggir bannmenn. í Rangárvallasýstu býður sr. Eggert Pálsson prófastur sig fram. Hann hefir áður átt sæti á mörgum þingum, og jafnan getið sér góðan orðstýr. Má því telja vafalítið, að hann verði kosinn. Olafar Friðrik.sson býður sig fram í Vestmannaeyum. Hvar sem Ó. F. fer, leikur stormur í kringum hann. Hann heldur skoðunum sinum fast fram, hver sem hlut á að máli. Ól. F. á því vísa fylgismenn og andstæðinga hvar sem hann fer, en línurnar kringum hann eru svo, að mótstöðumenn hans í almenn- um málum, hafa ekki geð í sér til að kjósa hann vegna einhvers einstaks máls. En bannmálið á heilan og hrein- ræktaðan fylgismann þar sém Óiafur er, og ætti það að styrkja Ólaf í baráttu sinni í Eyunum. Bannmenn hafa því miður ekki gætt þess sem skyldi að hafa alstaðar gall- harða bannmenn í kjöri, en þótt tals- vert skorti á það, þá er von mín og trú sú, að kjósendurnir kunni skil á skoð- unum þingmannaefnanna um þetta mál og að þeir kunni að greina satiðina frá höfrunum. Við íslendingar verðum að bíða, — bíða eftir fullnaðarsigri. Það er eitt hið vandamesta í stjórnmálalifinu að kunna að biða, kunna að safna liði meðan hvíldin er, og kunna að leggja til höf- uðorustu á réttum tíma. Eg efa ekki að við lærum þetta. Eg efa ekki að alt það, sem fram hefir komið í bannmálinu hér á landi verði því að lokum til góðs, og að við fáum bráðlega fullkomin og vel framkvæmd bannlög. Pétur Zóphóniasson. Br. David 0stlund og kona hans s. Inger Östlund komu hingað með fslandi 25. f. m. Ætlar Östlund að ferðast hér um og flytja hér fyrirlestra um bannmálið, og dvelja þau hér þangað til um mánaðarmótin. Þau hjón eru vel kunnug hér, og eiga marga vini er fagna komu þeirra af öllu hjarta' og vildu gjarnan að dvöl þeirra yrði lengri, en br. D. Ö. á að fara héðan til Finnlands fyrir Veraldar- sambandið og getur því ekki dvalið hér lengur. Br. Östlund hefir haldið fyrirlestra á þessum stöðum, Stokkseyri, Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi, Akranesi, og auk þess bannprédikanir í þjóðkirkjunum f Hafnarfirði, Kálfatjörn, Keflavík, Útskál- um og Grindavík og nær allstaðar fyrir fullu húsi af fólki. Á þriðjudagskveldið kl. 77« síðd. flytur hann bannprédikun hér í dómkirkjunni. Enginn efi er á pví að Reykvíkingar munu fjölmenna þar. Af jafngóðum gestum og þeim D. Ö. og L. L. getur ekki leitt annað en gott. Hið góða fylgir þeim eins og skugg- inn fylgir manninum. Því þökkum við komu þeirra og ósk- um þeim og þeirra alls hins besta. Horfur. Sá, sem kemur á þingmálafundina nú, verður fyrst og fremst var við eitt orð, sem bergmálar í ræðum allra hátt- virtra þingmannaefna, það er orðið að spara. Ef menn spara við sig, þó ekki sé nema einn mjólkurbolli á dag, og ýmsir eru því miður svo settir, að það yrði helst að koma niður á fæðinu, þá ætti það að bjarga þjóðinni frá glötun og^ tortýmingu. Það efast enginn um það, að sparn- aðurinn sé mikils virði, og 'að margt sé flutt hingað til lands er niður mætti falla á leiðinni hingað. En ætli þeim fari ekki sumum eins og einu þing- mannsefninu á Skeiðunum, sem sagði, »það þýðir ekki að tala um sparnað við okkur sveitabændurna, við eyðum engu í óþarfa, það eru Reykvikingar og aðrir kaupstaðarbúar, sem »eyða og spenna«. Það er kenningin um að aðrir eigi að spara, en sá er boðskapinn flytur, og höfuðpaurar hans, þeir mega láta það vera. Og hvernig er svo sparnaðurinn í framkvæmdinni? Er Spánarólyfjanin flutt hingað í sparnaðarskyni, eða eru sígarettusala, tóbakssala landsins þarfa- varningur. Ekki geri eg ráð fyrir að neinn leyfi sér að svara því játandi. Og það er alveg víst, að minsta kosti í kaupstöðunum, að þar er kaup manna svo lítið, að flestir fátækir verkamenn verða að velta hverjum eyri margoft í höndum sér áður en þeir nota hann

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.