Templar - 09.10.1923, Side 3

Templar - 09.10.1923, Side 3
TEMPLAR 47 til fæðiskaupa eða húsnæðisgreiðslu. — Peir hafa fátt, sem þeir geta sparað. En þó svo sé, þá mun það vera rétt, að allir, ekki bændur síður en aðrir, geta gert meira að sparnaði en nú er. En þótt við spörum, þá er það ekki allra meina bót. Við verðum líka að framleiða, við verðum að vinna og auka framleiðslu vora eftir mætti. Pað er t. d. til mink- unar að flytja inn mikið af kartöílúm sem hægt er að rækta nóg af í landinu. En við verðum líka að auka framleiðsl- una til útflutnings og þá um leið gera hvað unt er, til að bæta markaði vora. Allar þjóðir gera nú hvað þær geta til að bæta markaði sína og útvega sér nýa. Sendimenn eru sendir í því skyni að kynna sér markaðshorfur, sýningar haldnar og yfirleitt ekkert ógert látið, sem verða mætti til að bæta söluhorfur milli landanna. Morgunblaðið hefir flutt hverja greinina á fætur annari, þar sem skýrt hefir verið frá starfi Bandaríkj- anna, Englands o. fl. landa um þetta. En hvað gerum við? Pétur konsúll Ólafsson hefir verið sendur af landsstjórninni til að kynna sér fiskmarkaði ytra, en þótt hann hafi sýnt fram á, að von væri góðs markaðs í Suður-Ameríku, þá hefir ekkert verið gert til að reyna hann eða festa. IJetta er stakt hirðuleysi. Við eigum nú að búa við lágt gengi á krónunni. Pað verður að bæta. En ekki verður það gert með öðru betur en auka framleiðsluna og afla nýrra, góðra markaða. Þetta má öllum vera ljóst, auk þess, sem þjóðin má ekki vera svo sett, að hún sé að öllu háð markaði hjá ein- hverri einni þjóð, hvort sem hún heitir Spánverjar eða annað. Frá hverju sjónarmiði sem það er skoðað, er það því fyrsta skylda hvers þingmannsefnis að vinna ekki eingöngu að sparnaði, heldur og að því að auka framleiðsluna og bæta markaðina ytra — fá nýa. Ef vel er unnið að þessu, þá líður ekki langt þar til gengið hækk- ar og þjóðin verður svo efnalega sjálf- stæð að hún getur ráðið sjálf málum sínum. Og þá fyrst — þá fyrst getum við litið upp með heiðri og sóma. Pétar Zophóníasson. Frá Færeyum. Br. Davíð Östlund heimsótti ýmsa af bindindismönnunum í Færeyum, með- an hann var á leið hingað. Sérstaklega átti hann langt samtal við P. Niclasen, sem er meðlimur hins fær- eyiska lagtings og ritstj. »Dimmalætt- ingar« og bindindisblaðsins »Dugvan«. Br. Östlund spurði, hvort hin færeysku vínsölubannslög hefðu reynst gagnleg, og hr. Niclasen svaraði: »— Já. Við höfum nú haft bannið í 15 ár. Svo almennt er fylgið með bann- j lögunum, að þegar þau árin 1913, 1918 og nú 1923 hafa verið á ný borin undir atkvæði lagtingsins, hafa lögin í hvert skifti verið samþykt í einu hljóði«. »Óskið þið Færeyingar þá alls ekki, að lögleilt verði aðflutningsbann?« »Jú. Við höfum haft það mál uppi í lagtinginu. En vegua erfiðleika þeirra, sem ísland nú er í út af aðflutnings- banni sínu, álítum við að það sé ótíma- bært nú, en enginn efi er á því, að að- flutningsbann verði samþykt undir eins á Færeyum — ef ísland geti ráðið fram úr Spánarvandræðunum«. Til br. Östlunds hefir nýskeð komið símskeyti frá hr. Niclasen, þar sem skýrt er frá, að ráðuneytið danska hafi nýskeð gefið úrskurð með tilliti til á- fengislöggjafar Færeyinga. Það er með með þessum úrskurði bannað, að klúbb- ar fái að hafa um hönd nokkra vín- sölu eða vínveitingar handa meðlimum sínum. — íslenzkir bindindis- og bannvinir samfagna liðsbræðrum sinum á Fær- eyum og óska þeim allra heilla í starf- inu. Konurnar og bannmálið. i. Árið 1916 sáust eftirfarandi orð í einu málgagni vinsala í Philadelphia í Banda- ríkjunum: »Guð miskuni vínsölunni, — ef kosn- ingarréttur kvenna nær fram að ganga«. — Engir menn voru eins mótfallnir jafnréttiskröfum kvenna eins og áfengis- salarnir í Ameríku. Og orsakir liggja til alls: Engir hafa liðið eins af áfengis- bölvuninni eins og kvenfólkið. Engir hafa eins og þær ástæðu til að vinna á móti henni. 1 mörgum fylkjum í Bandarikjunum fengu konur fyrir löngu jafnrétti við karlmenn, og notuöu það til sigurs í striðinu. Og — guð »miskunaði« vín- sölunni: gaf þessari svívirðingu farar- leyfi á leiðina til tortýningar. Þegar kosningarréttur kvenna árið 1920 hafði loks náð fullum sigri í U. S. A. með því að verða samþyktur sem einn þáttur grundvallarlaga hins mikla þjóðveldis, — og konur í öllum fylkj- um Bandaríkjanna tóku þátt í kosning- unum það ár, þá sýndi það sig þegar, að tull trygging var fengin fyrir framtíð ^bannlaganna: þrátt fyrir mestu mót- spyrnu af hendi vínsala og annara bann- fénda var mikill meiri hluti bannvina kosinn á allsherjarþingið og forsetaefni bannvina, Warren G. Harding, náði kosn- ingu með s/ö miljóna atkvœðamun fram yfir aðal keppinaut sinn, öl- og vín- manninn, mr. Cox. Ein mikilvægasta ástæðan fyrir því, að áfengisbannið stendur stöðugt í Ame- ríkn, er hinn heilagi fjandskapur á milli kvenfólksins og þess höggormavalds, sem áfengisverslunin er. íjanðbók 6æs!umanna. Leiðarvisir um stjórn Unglingastúkna Good-T emplarreglunni. fæst hjá undirrituðum og kostar hvert eintak 1 krónu. ísleifnr Jónsson, Simi 713 Rvik. S.U.T.G Zemplar kostar 3 ‘mmr á ári. Gjalddagi er 1. maí fyrir útsölu- menn og einstaklinga. Stúkur greiði andvirði blaðsins árs- fjórðungslega. II. Bannlög íslands voru samþykt án þess að konur landsins hefðu atkvæði um það. Atkvæðismagn karlmanna reynd- ist nægilegt til þess að koma þessari mikilvægu umbót í framkvæmd. En — erfiðasti þátturinn í bannstarf- inu er ekki að fá bannlög samþykt, heldur miklu fremur að halda þeim og láta framkvæma þau sæmilega. Bannlög íslands eru nú fótum troðin — vegna ofurvalds erlends ríkis og vegna veik- leika margra landsmanna. Spánarvínin, sem aldrei ættu að hafa einn einasta kaupanda hér á landi, eru nú keypt af mörgum, og bannlögin eru líka fótum troðin með leynisölu. Heimilin eru í voða. Útlitið er stæmt. Konur Islands! þér getið bjargað úr ógöngum þessum! Ef allar bindindis-sinnaðar konur hér landi væru samtaka í kosningunum, sem nú fara í hönd, er engin efi á því, að áreiðanlegir fulltrúar yrðu kosnir, full- trúar, sem myndu aftur lögfesta átengis- bann og sjá um, að bannið yrði fram- kvæmt. — En hvað um Spán? — Nú má óhætt fullyrða, að góðir fiskimarkaðir munu áreiðanlega finnast, bæði í Ame- ríku og Európu, svo að hættan er í rauninni engin. Og kjör þau, sem Is- landi hafa verið boðin frá Spáni, eftir að löggjafarþing landsins hafði látist kúgast til að veita undanþágu frá bann- lögunum — þau kjör hafa alls eigi verið þess virði, sem fyrir þau var fórnað. — Það, sem nú liggur beinast við, er að kjósa að eins þá á þing, sem vilja losa landið undan Spáni, að eins þá menn, sem vilja hlutast til um, að allir þeir peningar, sem landið græðir á vín- versluninni, verði jafnharðan notaðir til þess að útvega góða markaði handa þjóðinni og þar með losa hana undan vínvaldi Spánverja. íslenskar konur! Nú er tíminn kom- inn til að koma landinu til hjálpar. Takið alment þátt í kosningunum og kjósið að eins örugga stuðningsmenn þessa máls. David Östlund.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.