Templar - 13.12.1923, Qupperneq 1

Templar - 13.12.1923, Qupperneq 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 13. des. 1923. 16. blaé. Til allra templara. Siðasta stórstúkuþiug samþykti með öllum atkyæðum gegn 1, svolátandi til- lögu: »Stórstúkan samþykkir að halda hátiðlegan 10. janúar næstkomandi (árið 1924) sem fertugasta afmælis- dag Reglunnar á landi hér«. Þess vegna finnur stjórn Reglunnar sér skylt að vekja athygli templara fyrir fram á þessum merkisdegi i öllum stúk- um á landinu. Pað byrjar með blænuiu. Pað byrjar með blœnum sem bylgjum slœr á rein, segir Björnson í kvæði sínu til vinstri manna, sem Matthías Joch- umson þýddi með snild, og hefir oft verið vitnað i. Það má heimfæra upp á g. t. regluna, sem hóf göngu sína fyrir 40 árum með 20 manns. Mark og mið þessara manna var að taka sér þá þraut fyrir hendur, að stinga bindindis- fánanum niður um alt landið, og svo að segja að setja hann upp á norður- heimskautinu. Pessir 20 urðu að 200, 2000, 4000 og alt að 5000 fullorðinna manna. Atkvæðagreiðslan um bann var unnin. Gengi málefnisins »braust fram í stormvind«. Alþingi samþykti bannlög- in og Friðrekur hinn VIII. undirskrif- aði þau og gerði þau að lögum. Huliðshjálmarlnu. Lá kom hik á templara; þeir köstuðu allri sinni áhyggju á landsstjórnina, nú átti hún að annast framkvæmd laganna. — Margur bindindismaðurinn áleit að nú væri nóg unnið, nú þyrfti hans ekki við lengur. Liðið riðlaðist, og maður eftir mann hvarf undir huliöshjálminn, og yfirgáfu regluna. Hún misti hvern á fætur öðrum og hverja stúkuna eftir aðra. Frá 1907 til 1918 hurfu burt úr regluöni og undir huliðshjálminn 3400 fullorðinna manna. Pótt eitthvað af þessu fólki hafi haft samúð með Reglunni, var hjálmurinn, sem þeir voru komnir und- ir, því til fyrirstöðu að templarar sæu það og yrðu þess varir. Fjörutín árin enduðu þó ekki á þennan hátt. Frá 1918 til 1923 hefir fullorðnu fólki í Reglunni fjölgað aftur um 2000 manns. Þeir hafa komið undan huliðshjálminum. Reglan er nú aftur mikið félag og máttugt. Hún er her, sem sækir fram, og hún er sönn setningin í hernaðarfræðinni, að það er betra að stjórna lítlum her, sem sækir fram, en stórum her á undanhaldi. Von- andi eiga margir þeirra manna, sem nú eru í Reglunni, að fá að sjá það, að þessir 1400 manns, sem vantar á að Reglan sé jafn mannmörg og þegar hún var mannflest, fáist aftur til að koma til vor, og að vér sigrum enn á ný alla örðugleikana, en það verður ekki gert tneð því að bera þreytuna utan á sér, eða að ganga með mæðusvip. Hátíð sem rert er að haldin sé. Fjörutíu ára afmælið er hátíð, sem vert er að haldin sé. Gott korðablað tekur sig undir eins aftur, þótt það sé sveigt í hring. Stálfjöður sprettur undir eins aftur, þó að henni sé þrýst niður. Við verðum að hrista þreytuna af herð- unum og ekki kikna undir henni, og leggja af okkur mæðusvipinn, því hann er gríma, sem engum fer vel. — Stór- stúkan óskar og vonar, að hver stúka, sem á nokkurn hátt getur komið því við, haldi 40 ára afmæli Reglunnar há- tíðlegt 10. janúar 1924, og væntir að það verði til þess að hafið verði nýtt framsóknartímabil í sögu Reglunnar. Þess er vert að minnast, að vér höfum unnið og stritað fyrir þetta mál, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, í sólskini, í regni og við lampa- ljós, án þess að hafa látið okkur koma það til hugar að gefast upp. Bróðurlegast. Einar H. Koaran, stór-templar. Jóh. Ögm. Oddsson, stór-ritari. Spánarlegátinn Fyrir tæpum tveimur árum síðan, þegar íslendingar urðu að hröklast und- an Spánverjum um áfengislöggjöfina, sendu templarar hér í Reykjavík og grend, að tilhlutun Umdæmisstúkunnar nr. 1, ávarp til Alþingis, þar sem þeir gerðu grein fyrir kröfum sínum um málið. ()nnur krafa þeirra var sú, að trú- verðugir menn væru sendir suður til Spánar til að reyna frekari samninga við Spánverja, en þriðja krafa þeirra var sú, að hr. Gunnar Egilsson, sem stjórnin illu heilli hafði látið vera þar syðra sem sendisvein sinn, væri kallað- ur tafarlaust heim. Kröfur þessar voru vitanlega sjálfsagð- ar og réttmætar. Hr. G. E. heflr eitthvað eymst af ávarpi þessu, og vil eg því ofurlítið athuga kröfuna um heimköllun hans, einkum og sérstaklega af því að landsstjómm hefir verið svo óskammfeilin að senda hann aftur þangað suður. Það er ekki minsti vafi um það, að af öllu því, sem fundið var að stjóm Jóns Magnússonar, þá var sú aðfinslan almennust og þýngst á metunum, að stjórnin skildi láta hr. G. E. vera þar fyrir sína hönd. Hr. G. E. hafði margoft haidið þvi fram á prenti, að það væri skylda manna að brjóta landslög — bannlög- in, um það eru mörg ljós dæmi í »Ing- ólfi« sáluga. En hverju ríki er það nauðsyn að borgarar þess haldi lögin í heiðri, og það er bein skylda stjórnar- innar að stuðla að því að svo sé. Því ber henni að refsa þeim mönnum, sexn opinberlega prédika að lagabrol séu sjálfsögð, en ekki heiðra þá með því að gera þá að »sinum mönnum«. Bannfjandskapur hr. G. E. var því þjóðkunnur og var gerð góð grein um það í ávarpinu, og því litu þeir, sem það rituðu, svo á, sem þjóðínni vœri skylt að tortryggja hann, þó að þeir vildu ekki fella neinn dóm um gjörðir hans. Ávarpið fór til þingsins, og þlngið viðurkendi kröfuna um hr. G. E. á þanm hátt, að það sendi tvo trúverðuga og á- gæta menn til að reyna samninga við Spánverjana. Sú sendiför var vitanlega óþörf ef góður og trúverðugur sendi- maður hefði verið þar áður, en jafn- framt lýsti þingið því vfir, að stjórnin hefði rekið málið vel. Sendimennirnir fóru, en líklega fyrir tilverknað stjórnarinnar, var hr. G. E, skósveinn þeirra þar syðra. Árangurinn af förinni er kunnur. Br. Einar H. Kvar- an hefir tekið það fram í grein í Morg- unblaðinu, að hr. G. E. hafi komið þar vel fram. Eg efa það alls ekki, að þeir br. Einar H. Kvaijan og Sveinn sendi- herra Björnsson hali rekið erindi sín vel og unnið landi sinu og þjóð það gagn, er þeir máttu. En þótt hr. G. E. hafi, að svo miklu leyti sem þelr þekkja starfsemi hans hegðað sér eins og þeir lögðu fyrir, þá hnekkir það á engan hátt ummælunum um, að skylt væri að tortryggja hann. Landsstjórnin, hver sem hún er, má aldrei nota þá menn í þjónustu sina, sem hvetja aðra til lög- brota. Sumir kunua nú að halda að hr. G. E. hafi séð að sér, séð að sjálfsagt var að vinna trúlega að þeim málum, sem þjóðin hans — þessi þjóð, sem hafði sent hann — hafði með höndum. Og það væri ekki nema virðingarvert og gott ef svo væri. Enn eru þeir óneitars-

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.