Templar - 30.01.1924, Side 1

Templar - 30.01.1924, Side 1
TFMPI AR 1 JL/IVl 1 JL/jfflL Iv® XXXVI. Reykjavik, 30. jan. 1924. 17. blað. Yfirlit yfir árið 1923. Það er alltaf rétt, að staldra ofurlítið við, og gæta að því hvernig sakir standa, hvert málstað vorum hefir þok- að nokkuð á leið, eða hvert um tap sé að ræða. Það má roargt af því læra. Það má sjá hversu bannmálið vinnur alltaf fleiri og fleiri fylgismenn, og það er bersýnilegt, að það er ekki annað en áraspursmál, hvenær alþjóð vitkast svo að hún hrindir Bakkus kongi af stóli. Og þó kyrt hafi verið um bannmálið yfirleitt, þá er þó bersýnilegt, að það rofar til og birtir betur og betur með ári hverju. Ámerfka. Bandaríkin. Fjárhagur þeirra er með afbrigðum góður. Tekjuafgangur þeirra er um 300 milj. dollara, og er þvi fjöldi af tollum lækkaðir að miklum mun og lagt til að lækka beina skatta um 25°/o. Þessa velgengni sína, þakka Bandamenn m. a. bannlögum sinum. Eftirlitið með bannlögunum hefir reynst örðugt, einkum eru það smygl- arnir sem þarf, sem víðar, að glíma við. Til þess að hægra sé um vik með gæsluna, hefir landhelgislínan verið færð úr 7 milum upp í 12, og ákveðið að nota kafbáta við eftirlitið. 19 ríki hafa samþykt viðbótarlög við bannlögin til að herða á þeim, en eitt ríkið (New- York) feldi viðbótina. Nýlega héldu rikisstjórnir þar fund, til þess að ræða og álykta, á hvern veg þeir gætu best unnið á lögbrotunum. Harding forseti, er lést á árinu, var eindreginn og gall- harður bannmaður, og eins er um nýa forsetann Coolidge að segja. í Kanada hafa farið fram þjóöarat- kvæðagreiðsla á þremur stöðum. í Manitoba og Alberta var samþykt ríkisverslun í stað bannlaga, er voru þar, en á Prins-Edwards-eyu voru sam- þykt bannlög í stað sölubanns, er þar var. I Columbiu hefir verið sett á fót rík- isverslun og í Paraguag hafa mörg héruð bannað alla vínsölu. Afríka. Suður-Afrika. Par voru borin upp á þinginu lög um héraðabann, en þau voru feld með 50 atkv. móti 41. 1 Angola hafa verið sett bannlög. Tagoland, hið franska, þar hafa sterk- ir drykkir verið bannaðir. Egyptaland. Þar skoruðu 6000 kvenn- menn á stjórnina, að setja bannlög á fót, þetta varð til þess, að ekkert nýtt vínveitinga- eða vínsöluleyfi hefir verið veitt. í löndum þeim, er þjóðverjar áttu þar áður, hafa verið gerðar meiri og minni takmarkanir á vinsölunni. Istralía. Viktoria. Pað hefir verið ákveðið, að 8. hvert ár skuli fara fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um alger bannlög. Nga Suður-Wales. Par hefir verið ákveðið, að alþjóðaratkvæðagreiðsla um bannlög, skuli fara fram 1928 og siðan altaf 5. hvert ár. Queensland. Þar fór fram atkvæða- greiðsla i október í haust: með bannlögum voru 122 þús. atkv. — óbreyttu fyrirkomul. 194 — — — rikissölu .... 14 — — Þar eru nú béraðssamþyktabann. Tasmania. Þar er komin fram tillaga í þinginu um alþjóðaatkvæðagreiðrlu. Vestur-Ástralia. Þar hefir verið ákveð- ið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram 4. hvert ár. Fijieyar. Þar má ekki selja neitt á- fengi á helgidögum, og þær hafa beðið ensku stjórnina um að setja þar full- komin bannlög. Asía. Japan. Þar er bannað að selja yngri mönnum en 21 árs, áfengi. Indland. Bann og bindindismálinu hefir mjög aukist fylgi þar siðustu ár. í Bhopal eru bannlög, í Bombay hefir verið ákveðið að minka áfengissöluna, þannig að minna sé selt hvern mánuð eftir annann. í Bihar og Orissa verið settar nefndir til að athuga málið og i Punjab á að fara fram atkvæðagreiðsla. Errðpa. England. Enska þingið hefir bannað að selja þeim áfengi sem eru yngri en 18 ára. Bannlögin vorn borin fram f þinginu, en voru feld með 236 atkv. móti 14. Talið er víst að fleiri séu með þeim nú, því bannmenn unnu á í kosn- ingunum. Á Man er og bannað að selja yngri mönnum en 18 ára áfengi, og þar mega veitingarhús ekki vera opin meir en 9 tíma á dag að vetri til og 11 tima að sumri. Á Skotlandi fóru fram miklar at- kvæðagreiðslur um vínsöluna í nóvqm- ber rnánuði. Brennivínsdýrkendur unnu 12 sveitir en bannmenn 5. Annars féllu atkvæði svo, að 434,745 vildu enga breytingu, 622,751 viidu auka söluna, 7212 vildu minka hana og 300.251 vildu hafa bannlóg. Þetta er, eins og allir sjá, stórfeld breyting á því sem var fyrir fáum árum. Noregur varð, eins og við, að afnema bannlögin, af því að vínræktunarlöndin þvinguðu hann til þess. Norðm. hafa samt ekki lagt árar i bát, þeir hafa hert mjög mikið lög þau er lúta að lækna- víninu, og nú situr á rökstólum nefnd til að herða vinsölulög þeirra, einkum sektirnar. Það eru jafnaðarmenn er gangast íyrir því. Svíþjóð. Þar er að mestu kyrð um málið, báðir flokkar vita það ofurvel að það líður að eins stuttur tími þar til næsta atkvæðagreiðsla fer þar fram °g týgja »g því til orustunnar. Vinstri- menn hafa tekið þar bannmálið á stefnuskrá sína. Finnland. Þar er ágætur fjárhagur. Tekjuafgangur rikisins nam 150 milj. rnarka, og hefir þvi stjórnin lagt til að ýmsir skattar væru lækkaðir. Þetta er einsdæmi nú í allri Evrópu. — Finn- land er eina bannlandið. Þingið heldur fast um bannlögin og stjórn og þing gerir hvað unt er til að sjá um að þeim sé hlýtt. Letland. Þar hefir verið samþykt að taka upp kenslu í áfengisfræði i öllum skólum er hafa rikisstyrk. Pgskaland. Þar hefir absint verið gert útlægt. Þar hefir og verið bannað að selja þeim sem eru yngri en 18 ára nokkurt áfengi. Stjórnin hefir lagt fyrir þingið lög um héraðssamþyktabann, og kvatt öll sambandsrikin til að vinna af alefli á móti áfenginu. Ungarn. Þar hafa jafnaðarmenn lagt til að öll áfengissala sé bönnuð á helgi- og tyllidögum (kosningadögum, mark- aðsdögum) og á vinnustöðum. Tsjekoslovakia. Þar hafa farið fram margar atkvæðagreiðslur, og allar ein- dregið í þá átt að krefja bannlaga. Pólland. Þar var tölu áfengissölustaða fækkað mjög mikið 1920, en stjórnin vill láta fjölga þeim aftur, vegna þess að landssjóðurinn er tómur. Fræðslumála- stjórnin þar, befir hinsvegar hvatt alla skóla til að taka upp kenslu um áfengið og áhrif þess, og vill láta foreldra barn- anna taka þátt i henni. Ítalía. Þar er á gangi nú til undir- skrifta áskorun til stjórnarinnar um að banna alla sterka drykki. Mussolini hefir látið gera þar ýmsar endurbætur, fækk- að útsölustöðum áfengisins um helming bannað að hafa þá opna eftir kl. 10. að sumri og 11. að vetri til, og það má ekki opna þá fyrir kl. 10 árdegis. Jugoslavia. Þar hefir rikisverslun verið sett á fót. Bulgaria. Þar hefir verið sett á fót

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.