Templar - 30.01.1924, Blaðsíða 2

Templar - 30.01.1924, Blaðsíða 2
60 TEMPLAR. héraðssamþyktabann, og hafa 30 sveitir bannað alt áfengi hjá sér. t*ar eru gömul lög er mæla svo fyrir, ekki megi reka þá starfsemi er geri andlegan eða efna- legan skaða. Petta hefir orðið til þess að mörgum veitingahúsum hefir verið lokað með dómi. Spánn. í Barcelona, Valencia og Port Real hefir verið bannað að hafa veit- ingahús opin á laugardögum eða sunnu- dögum. Samvinnan. Vínræktunarlöndin gera hvað þau geta, til þess að þvinga aðrar þjóðir til að kaupa af sér áfengið. Alkunnugt er um framkomu Spánar við okkur, og að Norðmenn voru neyddir til að láta af bannlögum sínum, það voru Spánverjar, Frakkar og Portugalsmenn sem það það gerðu. Auk þess hafa Portugals- menn þvingað Þjóðverja til þess að kaupa af sér 6000 litra af portvíni á hverjuin mánuði. Portugal að þvinga Pjóðverja — það er alt orðið öfugt! — en svona er það samt. En jafnframt og þessa ófriðarbliku dróg upp, jafnframt rofaði til á öðrum stöðum. Samvinnan miili þjóðanna varð meiri en hún hafði verið áður. Stjórnir alira Norðurlanda og Pýskalands héldu sameiginlegan fund í Kristjaníu í sumar til að reyna að koma í veg fyrir áfeng- issmyglun. Og þær komu sér saman um ýms atriði er miklu máli skifta, og samskonar fundur er nú ákveðinn í Helsingfors meðal landanna meðfram Eystrasalti. Bandarikin og England hafa gert samning sín á milli um strangara eftir- lit með skipum þeim er fara til Banda- ríkjanna frá Englandi, og í Mexico hefir öll áfengissala eða tilbúningur verið bannaður fyrstu 50 mílurnar frá landa- mærum Bandarikjanna, og Canada og Baudaríkin hafa og samið um að að- stoða hvert annað til að koma í veg fyrir smyglun. Stjórnin í Panama hefir skorað á ríkisstjórnir í »blautum« löndum að reyna hvað þær geti að koma í veg fyrir áfengisflutning til þurru landanna. Alt þetta hendir á nýar leiðir, bendir á, að það sé að koma á fót ný sam- vinna milli allra góðra landa um að reka Bakkus gamla á burtu, þó margir skilji ekki enn hve feikna mikla þýð- ingu það hefir fyrir mannkynið að losna við áfengið. Alþjóðaþing þau er haldin voru í London og Kaupmannahöfn siðasta ár hafa og stuðlað að þessu. Hástúkuþingið verður lengi í minnum haft vegna samein- ingarinnar við Óháðu regluna, en jafn- framt hafa bannféndur (Ligue internation- ale des adversaires des prohibition) haldið þing bæði í París og London, og boða að þeir ætli af öllum mætti að vinna gegn bannhugsjóninni, einkum ætla þeir þó að beina áhrifum sínum í Þýska- landi og Austurríki, því margir telja, að ekki verði þess langt að bíða að nýr dagur renni upp — bannið verði samþykt. Pegar litið er yfir árið, þá er það ljóst, að mál vort hefi þokast nær sigri, > og það hlýtur að sigra áður en lýkur. Peir eru altaf að verða fleiri og fleiri er skilja þýðingu þess. Fregnir eins og þær, sem hér eru, hefðu t. d. verið ó- hugsandi fyrir 10 árum, bæði frá Eng- landi og Þýskalandi. Leiðandi menn- irnir og mentamennirnir — ef þeir eru ekki eigendur brugghúsa — eru farnir að sjá það, hversu mikils er um það vert, að þjóðirnar losni undan fargi áfengisins. Og það boðar oss hér norður í höfum þá fregn — að þess verði ekki mjög langt að bíða að við getum aftur sett á fót fullkomin bannlög með góðri gæslu. Bréf frá Þýskalaodi. Kæri reglubróðir! Hér í Pýzkalandi hafa nokkrir ungir góð-templarar tekið sig saman um að hvetja til bréfaskrifta, milli ýmsra þjóða í reglunni. Með því viljum vér fá af stað, að menn láti hugsanir sínar í ljósi, hver stúkan við aðra og erlendar stúkur við Pýzkaland. Vér biðjum yður að kunngera þessa fyrirætlun vora í einstökum stúkum, og í blaði reglunnar. Templarar, er málinu vildu sinna, gætu snúið sér til Erich Bahr, Lulticher- strazse 7. Berlin N 65, og sagt til þess á hverju máli þeir vilja skrifa, en það má ekki vera á Spönsku). Vér biðjum yður virðingarfylst, að styðja þessa málaleitun vora. Með hjartanlegri kveðju Erich Bahr, Fritz Matthesins. Frá borði stórg.-ungt. Um undanfarin nokkur ár, hefir ver- ið kyrstaða í reglunni yfirleitt, og þá hefir auðvitað unglingareglan ekki farið þar fremri þeira eldri í starfseminni. Pví að mestu eða öllu, er líf unglinga- reglunnar komið undir starfsemi hinna eldri. í alla starfsemina er nú aftur að koma líf og fjör, menn sjá það, að svefn og doði er aldrei fær til fram- kvæmda. í vesturumdæminu, eða vest- fjörðum, hafa verið stofnaðar þrjár ung- lingastúkur. frá því síðastliðið vor. í Hnífsdal stúkan Vorblóm, nr. 69, með 63' félögum, Patreksfirði, Björg nr. 70, með 44 félögum. Á Suðureyri, Vísir nr. 71, með 32 félögum. Þeir menn sem þarna hafa starfað að, hafa sýnt lofsverðan áhuga fyrir málefnum reglunnar. Pað mun vera mest starf Haraldar Guðmundssonar u. æt. og Guðm. frá Mosdal. Ef annað eins væri starfað frá hin- um umdæmisstúk., þá mundi koma góð viðbót við unglingaregluna. AUir templarar ætfu að sjá, að á engu ríður oss meir, en að efla og styrkja unglingaregluna, því þaðan eigum vér að fá bestu kraftaua til að starfa fyrir málefni vort. Og það er áreiðanlegt, að sé unglingareglustarfsemin í góðu lagi, þá fáum vér þaðan ötula og ótrauða liðsmenn, sem óþreytandi munu halda uppi merki voru og bera það fram til sigurs. Störfum af alhug fyrir ungling- ana. Hver verður næstur að tilkynna stofnun unglingastúku. Ég bíð með óþreyju. Bróðurlegast Isleifur Jónsson. Frá stúkunum. Umdæmisstúkan nr. 1 hélt fyrri að- alfund sinn í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sunnudaginn 25. nóv. s. 1. Fundinn sátu 61 fulltrúar frá undir- stúkunum. í framkvæmdarnefnd voru kosnir: u. æt. Pétur Zophóníasson, fulltrúi. u. kansl. Flosi Sigurðsson, trésm. u. v. t. Kristjana Benediktsdóttir, frú. u. g. u. t. Sigvaldi Bjarnason, tréstn. u. kap. Ágúst Jónsson, f. hreppstjóri. f. u. æt. Ingólfur Jónsson, stut. jur. Allir endurkosnir. u. g. k. Sigurður Jónsson, skólastjóri. u. g. b. Stefán H. Stefánsson, versl.m. u. rit. Pórður Ólafsson, kaupm. u. gjk. Guðm. Sigurjónsson, glímum. u. org. Gisli Sigurgeirsson, Hafnarfirði. Fjöldi innanfélagsmála voru rædd og afgreidd. Um Spánarlegátann var í einu hljóði samþykt svofeld tillaga: Umdœmisstúkan nr. 1 lýsir megnri óánœgju sinni á þvi að Gunnar Egilson skgtdi í annað sinn valinn sendimaður landsins til Spánar og mótmœlir útnefn- ingunni harðlega. Mjög var rætt um mál þetta og ó- hæfugrein þá er hr. G. E. reit í Morg- unblaðið, í tilefni af henni var samþykt svofeld tillaga með 27 atkv. gegn 1.: »Umdæmisstúkuþingið þakkar hr. rit- stjóra Tryggva Þórhallssyni fyrir hans ágætu framkomu við málstað templara í deilunni móti Gunnari Egilsen« — en tillaga þessi snerti — að sögn allra er töluðu — á engan hátt deilu þá er leiddi síðar af greinum þessum, um þær var ekkert rætt. rVÝPRENTUÐ eru Stjórnarskrá og ankalög fyrir undirstúkur og fást hjá slór-ritara. Kosta 0.50 aura. TJE MPLAR blað Stórstúku íslands, kemur út fyrsta fimtudag í hverjum mánuði. Verð árgangsins 3 kr. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesseu Vesturgötu 29. Ábyrgðarmaður: Pétnr Zóphóníasson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.