Nýja Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 10

Nýja Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 10
6 til Eyrarsunds mót Emmu Gad vér okkar stýrðum trönum. Nú minnist Tyrkjann enginn á né Englendinga’ og Búa, því Krúger gamli’ er fallinn frá, hann fórst af gigt og lúa. Og spakir eru Spánverjar; . þeir spyrða’ upp fisk um göturnar; í vetur lærði’ ’ann Þorsteinn þar um þorskinn rétt að búa. Aðsent. „Döpur situr smámoyja Uppsölum í“. Það var kvöld, og það var nótt — í Bár- unni. Skilnaðarstundin var komin. Þá stóð liann upp, með hið mikla hár, strokið upp, fríður og föngulegur, eins og sóma mundi einum tignum ráðherra, og smá- meyjarnar litu allai upp til hans. Hann tók þá svo til máls: „Mínar elskuðu, því eg elska ykkur allar, — hjarta mitt er eins rúmgott og „pensionat"; í því eru ótal vist- arverur, og þið eigið aliar ykkar klefa í því, og aldrei skortir mig rúm, þvi þegar fer að þrengja að, þá skifti ég bara klefunum i tvent eða þrent. Já, mínar elskuðu, nú á ég að hverfa frá ykkur, og það eru engin líkindi til, að ég geti horfið strax aftur tii ykkar, því nú er ferðinni heitið sjóveg, og ég hefi auk þess fastlega ásett mér að verða ekkert hræddur við gamla skjalaböggla frá öldinni, sem leið (almenn gleði). Þessi minn fasti ásetningur er það, sem heldur mér uppi nú á hinni sáru og viðkvæmu skilnaðarstund; en það segi ég ykkur, oft mun hugur minn hvarfla til ykknr, og t.ii hins ágæta hælis, sem við höfum gegn herkastalanum, þar er okkar hús, mitt, hús og minn kastali (heyr, bravo). Já, oft, mun hugur minn hvarfia upp til okkar sala, og þá mun mitt rúmgóða hjarta titra og kornast við af viðkvæmnis-tilfinn- ingu, þegar ég hugsa til þess, að þið sitjið þar, og drekkið súkkulaði með kleinum, og það án mín (táraflóð). Mínar elskuðu, grátið ekki, því vitið, þér eigið huggun i vændum: í vor kem ég aftur, ríkulega útbúinn með peningum, og þá skulu kleinurnar ekki sparaðar, og þá skuiu sukkulaði og kaffl- bollarnir bornir fram í ríkulegum mæli (skinandi gleði), og ég fylgi sjálfur með i kaupið (ofsagleði). Ég hefi oft skemt, ykkur með mínum yndislegu „stemningum", en í kvöid er óg ekki í „stemningu" til þess að tala meira, en ég bið ykkur að endingu um eitt: gleymið mór ekki nú, þegar hinir dönsku sjómenn koma með axlarskúfana gyltu og daðurbrosið á vörunum; munið eftir, að það eru þeir menn, sem ætla að setja okkur á bekk með Blámönnum og Skrælingjum, (við lof......), nei, nei, lofið engu, því „Loven er æi'lig, men Holden besværlig", segir Danskurinn; hann veit það af eigin reynslu. Og nú enn þá einu sinni, verið sælar; ég þakka ykkur fyrir allar blíðar og fagrar stundir, sem þið hafið veitt mór. (Alment táraflóð um ailan salinn). Örvar- Oddur.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.