Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 5

Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 5
SUMARBLAÐIÐ 11 Sunö og lífgunaraöferö Árið 1891 gaf Björn heitinn Jónsson ritstjóri út >Sundreglur«. Getur hann þess í formála kversins að það sé varla ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum (þ. e. 1876—1877) hafi ekki verið íieiri en svo sem sex menn á öllu laudinu, sem væru sjálfbjarga ef þeir lentu í polli, sem þeir næðu ekki niðri í. Þá höfðu menn svo gersamlega gleymt öllu sundi, að ofurhugar báru grjót á sig og skriðu svo á botninum yfir ár og síki, sem ekki voru um of breið, en engi maður bar við að neyta léttleikans og fara samkvæmt eðli sinu ofan vatns, þótt það væri þúsund sinnum hægra. Sem betur fer heflr sund-íþróttinni farið mikið fram síðan þessi bæklingur var gefinn út. Þótt sundkunnáttan sé komin nokkuð á veg hér, ætti hún að værða miklu almennari en hún er nú. En eitt brestur mjög og það er að sund- menn þekki til hlítar allar björgunar- reglur og lífgunaraðferðir. Jafnframt því sem menn æfa sig í að bjarga öðr- um mönnum verða þeir að æfa sig í að synda alklœddir. Því það stendur sjaldan svo á að sundmaðurinn sé í sundbolnum einum þegar óliapp ber að höndum og menn þarfnast liðveizlu hans. Hér fer á eftii; ein af beztu lífgunar- aðferðunum, eftir frægan prófessor, að nafni Scháfer: Liífgunaraðferð. Þegar menn hafa fallið í vatn eða sjó og eru lifvana fluttir i land, verður fyrst að reyna að endurlífga þá. Bið á því getur reynst banvæn. Takið strax til starfa, gerið það með varúð, þolin- mæði og óskertu áframhaldi. Menn hafa oft orðið endurlífgaðir þannig, eftir margra stunda látlaust erfiði. Iivernig sem atvikast, er sjálfsagt að sækja lækni hið allra fyrsta. Á meðan á að reyna að ná vatninu úr lungum mannsins: Látið manninn á grúfu og beygið liöfuðið niður svo að vatnið geti runnið niður úr munni hans, togið tung- una út úr honum. Þegar vatninu hefir verið náð upp úr manninum á að leggja hann á liliðina og láta tunguna hanga út úr munninum. Ef hann dregur and- ann, þá látið hann hvílast. Ef hann andar ekki, verður strax að reyna að koma honum til að anda með einhverju móti. Hér fara á eftir ráð þau, sem prófessor Scháfer býður: 1. Leggið sjúklinginn á grúfu með útrétta handleggi, en andlitið snúi til hliðar. Leggið ekki sessu, eða neitt þess háttar undir brjóst honum. Krjúpið við hlið hans, eða klofvegið yfir hann, og snúið í sömu átt sem hann. 2. Leggið hendurnar á mjóhrygg honum, sína á hvora lilið, þannig að þumalfingurnir nái nærri saman. 3. Beygið yður áfram með beinum liandleggjum til þess að allur þungi geti lagst á úlnliðinn, þrýstið síðan fast og stöðugt á lendar sjúklingsins meðan hægt er talið »einn, tveir, þrír« 4. Réttið síðan úr yður til þess að lina á þrýstingnum meðan hægt er tal- ið »einn, tveir.« Haldið áfrarn þessum hreyfingum fram og aftur: á vixl að lina á og þrýsta maga sjúklingsins að jörðunni, til þess að þvinga loftið úr lungum hans og munni, og lofa því að sogast inn aftur, þangað til sjúklingurina getur gert þetta sjálfur. Er mátulega að farið með því, að þrýsta tólf sinnum á mínútu. Strax og sjúklingurinn byrjar að anda má hætta þessum hreyfingum. En vandlega verð- ur að gæta þess, ef andardrátturinn mistekst, það er hættir aftur, að hefja tafarlaust hreyfingarnar aftur og halda

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.