Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 13

Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 13
SUMARBLAÐIÐ 15 ar ekki löngu lífi. — Fáir átu mikið af kjöti, fiestir sparlega. Sumir átu það alls ekki. Allir drukku mikið vatn. Ogallir höfðu þeir eitthvert »IIobby«, eins og' Ameríkumenn kalla uppáhalds skemti- starf manna. Knattspyrnulögin. Önnur handbók í. S. í., »Knattspyrnu- lög« er nýútkomin á kostnað sambands- ins. Síðan knattspyrnulög þau, er Iþrótta- félag Reykjavíkur gaf út fyrir nokkr- um árum urðu ónothæf, hafa engin slik lög verið til á íslenzku, og hafa menn því notast við lög skrifuð á erlend tungumál,- og hvað sérstaklega dönsku. Þetta hefir haft þann ókost í för með sér, að íslenzkunni hafa bæzt mörg orðskrípi, sem menn hafa myndað með því, að afbaka erlendu orðin. Nú hefir I. S. I. jafnframt samningu bókar þess- arar iátið skapa ýms nýyrði, um knatt- spyrnu, og eru þau öll prentuð aftan við sjálf lögin. Rétt8töðu- og rangstöðu-reglurnar, sem altof fáir þekkja nægilega, eru skýrðar rnjög vel með mörgum, góðum mynd- um. Enn eru myndir af möi'kum svæðis- ins, og hvernig leikmönnum skal fylkt. Þar munu menn taka eftir dálítilli breyt- ingu frá því, sem tíðkast hefir hér. I stað cm. og lcg. notar höf. slcor og tvípund. Að vísu er ekki liægt að telja það rangt, en óviðkunnanlegt er að eigi skuli lieldur vera notuð þau, er allir kannast við og ávalt eru notuð. — Höf. virðist líka sjá þetta, þvi að til skýringar á eftir »íslenzku« orðunum setur liann i svigum »cm. og »kg.« Prentvillur eru nokkrar í bókinni, eins og tíðkast, en flestar meinlausar. Þessar ættu menn að leiðrétta lijá sér: bls. 44. Tcnattspyrumál f. knattspymumdl, bls. 45. fancard f. forward. Aðrar eru leiðréttar aftast í bókinni. Sum hinna nýju orða eru ekki sem ákjósanlegust, en við það verður að sitja fyrst um sinn. Að líkindum verð- ur það athugað áður en önnur útgáfa kemur út. Annars er bezti frágangur á bókinni, bæði af hálfu þýðanda og útgefanda. Bandið er mjúkt og fer bókin mjög vel i vasa. Á íþróttasambandið miklar þakkir skildar fyrir útgáfu þessarar bókar, sem eflaust mun vekja fögnuð meðal allra íslenzkra knattspyrnumanna. Islenzku íþróttainennina vantar tilfinnan- lega leiðbeinandi bækur til að fara eftir við æfingar, og er vonandi að Iþrótta- sambandið láti eigi staðar numið hér, heldur láta liverja íþrótta-handbókina reka aðra. En íþróttamennirnir mega heldur ekki gleyma að gera skyldu sína í þessu. Þeir eiga að létta undir með sambandinu með útgáfu bókannna, og þá fyrst og fremst með því að kaupa þær. Ilvert knattspyrnufélag landsius ætti að setja í lög sín ákvæði, sem skyldaði livern félaga til að eiga eitt eintak af gildandi íslenzkum knatt- spyrnulögum — og auðvitað að kynna sér þau. En lögin eru ekki eingöngu fyrir þá, sem íþróttina iðka, heldur engu síður fyrir þá, er áhorfa. Til þes8 að geta fylgst með í leik, verða menn að geta fylgst með í þvi sem gerist og þekkja leikinn vel. Ættu því allir þeir, er knattspyrnu iðka að ná sér i lög þessi áður en upplagið þrýtur; þau kosta að eins 50 aura. Anthropos. Spellvirki. Einhverjir spellfúsir sveinai', sem lítt vii'ða eignir náungans, gera sér mjög títt um að þreifa alt sem lauslegt er og

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.