Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 4

Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 4
2 SUMARBLAÐIÐ Og svona klífa þeir nú fót fyrir fót upp á við, þangað til komið er alla leið úpp á tindinn. En þar eru þeir ofar öllum skýjum og hafa látið alla smámuni að baki sér. Og af tindinum sjá þeir ef til vill inn i hið fyrirheitna land kom- andi kynslóða. En hinir, sem verða eftir undir skýjabeltinu, færa dalbúun- Um fregnir af þeim: — Þarna fóru þeir, þar hurfu þeir, og þessi var fyrirliði þeirra! —- Og fyrir getur það komið, að einhver dalbúanna þykist sjá for- ingjann í hillingum af tindinum eða í skýjum himinsins. Hann verður þá að átrúnaðargoði dalbúanna og fyrirmynd komandi kynslóða*. — »Það verða þá að vera öllu hærri tindar og brattari en Scildhorn«, sagði systir mín og brosti. »En eg veit hvað þú átt við, og ógn eru þeir fáir sem komast upp á tindinn, þrátt fyrir ötul- leik sinn og áræði. Og — margir hrapa, því er ver og miður. Þeir ættu betra skilið, sumir hverjir«. »Já, en skemtilegt er það samt að að finna til þess, að maður er að hækka og hækka, sjóndeildarliringurinn að breikka og stækka og útsýnið að verða meira og meira. Þegar eg var yngri óskaði eg mér oft vængja, til þess að komast upp á tindana, en nú kysi eg heldur að fara það fót fyrir fót, þótt eg jafn vel þyrfti að höggva spor í bergið og krækja fingrunum á klettabrúnirnar«. »Þú öfundar þá ekki örninn þarna«? »öfunda og öfunda ekki. Hann sér ekki sumt af því sem eg sé, þegar eg geng, og eg ekki sumt af því sem hann sér, þegar hann flýgur. Og eg efast um, að hann finni til jafn-mikillar kæti. og við, þegar við erum komin upp á háhnjúkinn á morgun«. — Um hádegÍBbilið daginn eftir vorum Við komin upp fyrir skógarhvöríin, upp i afrétti, upp að seljum. »En að selin skuli hafa lagst niður heima«, varð mér að orði, er við fórum framhjá siðasta selinu. »Hvað verður úr vesalings þjóðinni okkar?« »Og hún bjargar sér«, sagði systir mín. »Hún er eins og milli svefns og vöku enn eftir allan miðaldasvefninn, en hún " er nú að vakna og fer vonaudi að hafa sig á fætur. En — hvað er annars langt eftir upp á tindinn?« »Og það getur nú varla verið langt. Sérðu þúfuna þarna? Eg hugsa að það sé hæsta þúfan. Við skulum reyna að keifa það enn stundarkorn. Og svo fá- um við okkur duglegan snæðing, þegar við erum búin að njóta útsýnisins«. Að hálfri stundu liðinni vorum við komin upp á hæsta tindinn og sáum nú víða vega, allan fjallaklasann hringinn í kring. Eigur, Munkur og Ungfrú blöstu beint við okkur i norður, í vestur- suðvestur sást á kúfinn á Mont Blanc og i hásuður sást alla léið suður á Ítalíu. A Þessu dýrðar-útsýni verður alls ekki með orðum lýst; en okkur fanst eins og við værum lcomin upp í einliverja æðri og voldugri heima en þá, sem við höfðum átt við að búa hversdagslega. Oghærra varð ekki komist þar. Ekkert nema heiður himinninn uppi yfir okkur. Jú, þarna flaug dökkur örn. »Já, hann flýgur,« sagði systir mín og leit um leið hálf-ertnislega til mín. »Það er ekki að marka! En anzi íiýgur hann þó knátt og fallega«. »Víst fiýgur hann. Og heyrirðu hvern- ig hann dregur súginn í fluginu? Og fallegur or hann. — En finst þér samt ekki gaman að því að liafa stjáklað þetta með mér?« M »Jú, víst«, sagði hún og leit snögg- lega til min. Fleira varð okkur ekki að orði þarna á tindinum, heldur sulgum viö þegjandi í okkur alla háfjalladýrðina. Svo fund- um við okkur mosabreiðu, hreiðruðum okkur þar og fórum að snæða. — Þegar við vorum búin að tína matarleif*

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.