Þjóðmál - 22.03.1971, Síða 1

Þjóðmál - 22.03.1971, Síða 1
t \ # Viðræðum Samtakanna við SUF lokið. \ #10 p.unktar um sjávarútvegsmól. \ # Landhelgismálið þarf lausn. \ # FAXI skrifar um skyldur ríkisins við Vestmannaeyjar. * 1. árgangur Vestmannaeyjum, 22. marz 1971. Á. Iu.UJ.UJ Sjálfstæður maður eða bara „Sjálfstæðismaður" „Sjálfstæði einstaklingsins“ er vígorð, sem lengi hefur borið hátt í íslenzkri pólitík, og hefur raunar heill stjórnmálaflokkur reynt að eigna sér þessa hugsjón og telja alþjóð trú um, að allir aðrir flokkar vildu þræða einstaklingana í kippur upp á spyrðuband opin- berrar einokunar, þar sem enginn einstaklingur skæri sig úr, fremur en einn skreiðarverkaður fiskur frá öðrum. En við hvað er átt með vígorði sem þessu? Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum reynt að læða þeirri merkingu í orðið, að með því sé átt við „efnalegt sjálfstæði", og að hann stefni að þvi, að sem flestir nái því markmiði. Hvort tyeggja er rangt. Andlegt sjálfstæði. I fyrsta lagi er það ekki nóg að einstaklingurinn sé ,efnalega sjálf- stæður". Hann verður að búa við hugsanafrelsi skoðanafrelsi tján- ingarfrelsi og samkomufrelsi. Það getur hjálpað að hann sé efnahags- lega sjálfstæður þ. e. ekki sé hægt að beita hann og fjölskyldu hans þvingunum með því t.d. að taka frá honum lifibrauðið eða varna honum þess að ná því á eðlilegan hátt. En fleira verður að koma til. Hann verður t. d. að hafa svo víð- tæka og raumhæfa menntun að hann geti myndað sér skoðanir á sem flestum sviðum og treyst eig- in þekkingu og kunnáttu jafn vel eða betur en annarra. Hér þarf samstarf einstakling- anna þ. e. samfélagið að koma til með almennt skóla- og fræðslu- kerfi. Þannig sjáum við að það er í verkahring ríkisvaldsins að sjá um að leggja einn hornsteininn að andlegu sjálfstæði einstaklingsins. Efnalegt sjálfstæði er nefniega ekki takmark í sjáfu sér heldur leið að andlegu sjálfstæði. Ríkið og opinberar stofnanir þurfa ekki alltaf að vera hindrun í vegi frjálsrar hugsunar og aðgerða, þótt svo geti í fljótu bragði litið út, þegar litið er til alræðisríkja s. s. í A-Evrópu eða S-Evrópu, hedur fer það eftir því hvernig því er beitt: sem tæki er leitast við að taka einstaklinginn í sína þjón- ustu, eða sem tæki í þjónustu ein- stakiingsins. Hvernig er þessu tæki beitt hér á landi, þar sem flokkur ,einstaklingsframtaks“ og einstaklingsfrelsis“ hefur verið við völd nær óslitið nú í aldarfjórð- ung? í skrúfstykki valdsins. 1 skólakerfinu er engin rækt lögð við það að örva menn til sjálf- stæðrar skoðanamyndunar, auð- velda þeim að tjá sig í ræðu og riti, temja sér sjálfstæð og heið- arleg vinnubrögð, ýta undir frum- lega hugsun, ganga ótroðnar slóðir. M. ö. o. að reyna að ala upp sem hæfasta borgara í lýðræðisþjóðfé- lagi. Þvert á móti, þar er mönnum innrættur andi þýlyndis, kapp lagt á að menn innbyrði tiltekna skammta af fyrirfram tilreiddum skoðunum á tilteknum tíma. Út- koman verður fólk, sem er ánægt með að fela málefni sín í hendur „sérfræðingum” sem vel þekkja til smáatriða á þröngum sérsviðum en skortir oft almenan yfirsýn á sam- hengi mála. Þanig fólk verður seint andlega sjálfstæðir einstakl- ingar, hedur hugsunarlítill múgur, tilvalið fórnarlamb, þeirra aðila, sem frameiða skoðanir og áróðurs- tæki þeirra. Og hvar eru allir „efnalegu sjálfstæðu“ einstakling- arnir? Sannleikurinn er sá, að jafnvel þeir sem komast í þá að- stöðu að eignast og reka fyrirtæki eru engu lausari við utanaðkom- andi þvinganir en launamaðurinn. Verðbólgan og skattakerfið gera það að verkum að ekkert fyrirtæki þorir eða getur safnað eigin fjár- magni. Þar af leiðir að öll fyrir- tæki eru í skrúfstykki bankavalds- ins. Og allir vita að í bönkunum hafa allir flokkar hreiðrað um sig sameiginlega og í mesta bróðemi. Lánveitingar fara ekki fram eins o ghjá alvörubönkum eftir trausti og áliti fyrirtækisins eftir mati bankans á því hvort um arðbæra framkvæmd er að ræða eða heilla- vænlega fyrir byggðarlagið eða þjóðfélagið heldur meira eða minna eftir kunningsskap, ættar- tengsum og flokkspólitískum lit. Þeir „stóru“ þurfa ekki síður að skríða, flaðra og smjaðra fyrir Valdinu, heldur en lítilmagninn, sem ætlar að kría út lán til að byggja yfir sig, kaupa sér bíltík, eða fá sér húsgögn. Innsti koppur í búri í þessu valdakerfi er Sjálfstæðisflokkur- inn, með slagorð sín um „frelsi og sjálfstæði einstaklingsins" á vör- unum. Hann er í senn hönnuður þess, húsameistari og yfirsmiður. Flokkarnir og frelsið. Stjórnmálaflokkarnir eiga, í þjóðfélagi fulltrúalýðræðis, að vera tæki almennings til að koma hagsmunamálum á framfæri, hug- myndum í framkvæmd. Þar fylkja liði saman þeir, sem sammála kunna að vera um viss grundvall- aratriði. Að þeim fráskildum hef- ur hver og einn rétt til eigin sann- Framhald á bls. 3. Á Alþingi hefur verið minnzt á þá staðreynd og um hana rætt nokkuð, að okkur íslend- ingum beri að minnast 1100 ára byggðar landsins á mynd- arlegan hátt árið 1974. I þess- um efnum viljum við Eyjabúar ekki verða eftirbátar annarra landsmanna fremur en á öðrum sviðum menningar og framtaks. Við höfum því afráðið að gefa sjálfum okkur og svo komandi kynslóðum fullkomið og glæsi- legt safnahús til minningar m. a. um búsetuna í landinu. Þetta er vissulega göfug og glæsileg hugsjón, sem gagnast komandi kynslóðum langt fram í tímann. Já, við höfum þegar hafizt handa um framkvæmdirnar. — Aðalbyggingin er um 600 fer- metrar að grunnfleti, kjallari og tvær hæðir. Bókasafni kaup- * staðarins er ætluð aðalhæð hússins og meginið af kjallar- anum. 1 þessu húsnæði verða bókageymslur, útlánarúm og lestrarsalir. Þarna er heldur ekki æskulýðnum okkar gleymt. Þarna fær hann fullkomna að- stöðu til að njóta góðra bóka og una lífinu við iðkun fræða á ýmsa lund við sitt hæfi. Á efri aðalhæð verður síðan Safnahúsið / íyjum Byggðarsafn Vestmannaeyja geymt og haft til sýnis almenn- ingi, honum til fræðslu og á- nægju. Byggðasafnið er nú þeg- ar töluvert að vöxtum og á í fórum sínum ýmsa sögulega gimsteina, sem eiga markverða sögu eins og Vestmannaeyja- byggð í heild. Fjölmargir ein- staklingar, konur og karlar, hafa lifað hér og starfað á liðn- um öldum til þessa dags, — einstaklingar, sem hafa skapað hina mörgu þætti sögunnar. Hví skyldum við ekki reyna eftir mætti að vemda orðstír Uramhald á bls. 4. Teikning af hinu fyrirhugaða Safnahúsi, sem verða mun ein veglegasta menningarstofnun bæjarins.

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.