Þjóðmál - 22.03.1971, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 22.03.1971, Blaðsíða 4
4 Þ J Ó Ð M Á L FAXI skrifar: • Skyldur ríkisins við Vestmannaeyjar. • Framlag Vestmannaeyja til ríkissjóðs. Það er sérstaða Vestmannaeyja, hve vel |)ær liggja við feng- sælustu fiskimiðum landsins. I'cssi sérstaða Eyjanna hcfur dreg- ið að sér þróttmikið, duglegt og athafnasamt fólk, scm leggur sig í framkróka um að nýta vel þau margvíslcgu tækifæri sem hér hjóðast þeim, scm æðrulaust bjóða náttúruöflunum byrginn. Þannig hafa Vestmannaeyingar att tiltölulega meiri hlutdcild í þjóðararðinum en íbúar nokkurs annars byggðarlags á fslandi, eða um J6% gjaldeyristeknanna, að bví cr tölur hcrma. I‘að cr því ekki óeðlilegt þótt fólk hér í bæ liafi góðar tekjur, jafn- vcl bctri en fólk viðast annars staðar á landinu. En galli er á gjöf Njarðar. Þessa aðstöðu verða Eyjabúar að gjalda nokkru verði. Neyzluvatn og vatn fyrir hinn um- fangsmikla fiskiðnað hafa þeir orðið að sækja um langan veg á land upp. Samgöngur á sjó hafa verið svo strjálar og stopul- ar að miklir vöruflutningar hafa orðið að fara fram loftleiðis, en af því leiðir hærra vöruverð cn annars staöar gerist. (Á þessu var vakin athygli á Alþingi með frumvarpi Karls Guð- jónssonar um útreikning sérstakrar vcrðlagsvísitölu fyrir Vcst- mannaeyjar, en það hefur ekki náð fram að ganga). En jafn- vel hvað flugsamgöngur snertir búa Eyjabúar við mikið örygg- isleysi og mun láta nærri að fjóröung ársins sé ekki flugfært liingaö. Sumir muna yppta öxlum og færa þetta á rcikning óumbreytanlcgra náttúrulögmála. En eru þctta náttúrulögmál, scm mannlcgur máttur fái ckki um þokað? I þcssu sambandi cr vert að ihuga örlítið framlag einstaklinga til ríkissjóðs og bæjarfélaga. Hve mikinn hluta tekna greiða cin- staklingar í opinbcr gjöld, og hvert er hlutfallið milli þcirra gjalda, sem einstaklingar greiða til ríkisins og cigin bæjarfélags. Flcstir munu sammála um að opinber gjöld launafólks séu of há, og að tekjur almennings hrökkvi vart fyrir nauðþurftum. Á liinn bóginn eru mcnn einnig' sammála um, að ríki og bæjar- félög þurfi drjúgar tckjur til að standa straum af nauðsynleg- um framkvæmdum og þjónustu við þcgnann á hverjum tíma. Hinar háu mcðaltekjur ibúa í Vestmannaeyjum og rckstur stórra fiskiðjufyrirtækja hér í bæ gera það að verkum, að út- svarstekjur bæjarsjóðs eru mjög hagstæðar miðað við önnur bæjarfélög á landinu. Spurningin um góðan bæjarrekstur og góða stjórn bæjarins byggist því ekki cinungis á því livcrsu miklum framkvæmdum er komið í verk, heldur hversu VEL það fé er nýtt, sem hæjarhúar fela fulltrúum sínum til umráða. Hér verður þó ekki fariö frckar út í stjórn Vestmannaeyjabæjar að sinni, en sérstök áherzla lögð á sanngjarnar kröfur skatt- greiöanda þess byggðarlags á hcndur ríkissjóði. Rekstur ríkis- báknsins byggist á starfi og framlciðslu þegnanna. Því meiri tekna scm við öflum, þeim mun gildari verða sjóðir rikis- ins, sem standa undir hinum margvíslega kostnaöi sem af því lilýzt að vera lítil bjóð í stóru og strjálbýlu landi. Hlutverk ríkisins er að deila þessu fé sem skynsamlegast og réttlátlegast milli þegnanna. Sú fjármálapólitík, sem rckin hcfur vcriö af stjórnmálamönn- um á undanförnum árum, hefur miöaö að því að dylja þessar staðrcyndir og rugla fólk í riminu. Opinbcr framlög hafa ekki lotið ncinum skynsamlegum Iögmálum, hcldur farið eftir sið- lausri hitlingapólitík og hrossakaupum, sem mun jafnast á við það sem verzt þckkist í heiminum. Fólki er ætlað að trúa því, að hlutdcild þcirra í samciginlegum sjóði þcgnanna fari og cigi að fara eftir geðþótta landsfcðranna, náð og miskunn. Það alvarlegasta við þetta er að fólk er almcnnt farið að trúa því, að þannig hljóti þetta að vcrða, því verði ekki breytt, að öll opinbcr fjármálastjórn sé rotin og siðlaus. Það lætur því undir höfuð leggjast, að krefjast einarðlega skýlauss og ótvíræðs réttar síns. Og kjörnir fulltrúar fólksins lcita ckki eftir stuðn- ingi þess við kröfur sínar, licldur miklast af því, að þeim hafi tekist að kría hcssar og hinar hundsbæturnar úr hendi ríkis- valdsins, eins og um óforséða sendingu af himnum ofan sé að ræða. Eða hvcrnig skyldi standa á því aö ríkisvaldið skuli þverskallast við að veita lágmarksþjónustu tli byggðarlaga, sem hvað drýgstan skerf leggja af mörkum í sameiginlegan sjóð landsmanna? l»að eru ekki óuinbrcytanlcg náttúrulögmál, sem hindra Vcstmannacyinga í að njóta svipaðra samgönguaðstæöna og aörir íhúar þessa kjördæmis. Það eru ekki óumbreytanlcg náttúrulögmál, að fjármálastjórn sé siðlaus og spillt og út úr hcnni verði að krcista sjálfsagða fyrirgreiðslu eins og bctlarar biðji um ölmusu. Við Vestmannaeyingar förum ekki fram á hitlinga eða ölmusuúthlutun. Við tcljum, að við leggjum fylli- lega okkar skerf til þjóöarhúsins, og því eigum við fullan RÉTT til þess aö þjóöfélagið beri þann kostnað, sem af því hlýtur að Ieiða að jafna aðstöðu okkar við aðra landsmcnn. Við hljótum því aö ætlast til að fulltrúar okkar á Alþingi krefjist þessa sjálf- sagða réttar af fullri cinurö í stað þess að knékrjúpa við fót- skör valdsins eins og beiningamcnn og þiggja bljúgum og þakk- látum liuga þær lcifar, sem í þá kann að vera fleygt, þegar aðrir eru staðnir upp frá boröum mcð mettan kvið. Höfum við öllu lengur skap til þess að sitja uppi með slíkar rolur sem fulltrúa okkar ■ sölum Alþingis? I»að veröur varla sagt, að ástandið í samgöngumálum Eyjanna beri vott um, að fulltrúum þcirra sé ljós þessi skýlausa réttarkrafa, eða sýni manndóm þeirra og reisn. Það verður að tcljast meðal furðuverka 20. aldarinnar, að enn á því herrans ári J971, skulum við ekki hafa fcngið hcntugt og hraöskrcitt skip til að annast daglega, farþcga-, vöru- og bílaflutninga milli Vestmannaeyja og I»orlákshafnar og Rcykja- víkur. Hér er ekki um að ræöa ncina góðgeröarstarfsemi fyrir okkur Vestmannacyinga. Hér er cinungis um aö ræða almcnnt réttindamál fyrir íbúa þróttmikils byggðarlags, þar sem sam- gönguaöstaða er slík að til verulegs óhagræðis er í atvinnu-, efnahags- og menningarmálum .Þetta cr því ekki cinungis hagsmunamál okkar Vcstmannaeyinga. Það er hagsmunamál al- þjóðar að Vestmannaeyingum sé sköpuð sem bezt aðstaða til þeirrar sjósóknar, sem er þjóöarbúinu svo mikil vog, cn ekki settir skör lægra en aðrir þegnar þjóðfélagsins. TIMBURSALAN Vestmannaeyjum AUGLÝSIR NÝKOMIÐ: SPÓNAPLO'TUR TIMBUR HARÐVIÐUR ÞAKJÁRN STEYPUSTYRKTARJÁRN Kaupfélag Vestmannaeyja SAFNAHÚSIÐ í EYJUM — Framhald af forsíðu. þeirra og halda heiðri þessa fólks á loft? I»að viljum við gera, þá tímar líða, eftir því sem tök verða á því. Safna- byggingin er veigamikill þátt- ur í hugsjón þeirri og starfi. Og enn er ekki talið allt hlut- verk Safnahússins okkar. Kaup- staðurinn á nú þegar töluvert listasafn, bæði að vöxtum og gæðum. Þar með 30—40 lista- verk eftir hinn fræga, íslenzka Kjarval. Listaverkin verða að öllum líkindum látin prýða sal- arkynni byggingarinnar á öll- um hæðum. Þó hefur ekkert verið um það afráðið, að ég bezt veit. Með tíð og tíma er svo ætlun- in, að í samhengi við þessa að- albyggingu verði byggður salur vestan við hana og sunnanvert. Hann er ætlaður til fræðslu- starfsemi í kaupstaðnum, svo sem til fyrirlestrahalds, lista- verkasýninga og sýninga á fræðslukvikmyndum. Þannig viljum við öll, að Safnahúsið okkar geti orðið á- þreifanleg menningarstofnun í Sjólfstæður maður — Framhald af bls. 3 Að berja í borðið. Þetta mál er einfalt og ljóst. Sé þingmaður ekki eign „Flokks- ins“, sem hann getur farið með að geðþótta, heldur sjálfstæður ein- staklingur er ekkert óheiðarlegt við það, að hann setji ákveðin skil- yrði við stuðningi við ríkisstjórn. Hafa nú einhver mál komið upp, sem réttlæta t. d. að þingmaður Vestmannaeyja gerði slíkan fyrir- vara á um stuöning sinn við ein- hverjar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar? Vissulega hafa þau mál verið á undanförnum árum og má t.d. nefna Vatnsveituframkvæmdirnar. Af málum sem nú eru efst á baugi ber hiklaust að nefna samgöngu- mál Eyjabúa. Það er þjóðarskömm og þjóðarvanzi að stórvirkasta framleiðslustöð þjóðarinnar, Vest- mannaeyjar, skuli búa við slíkt ör- yggisleysi og óvissu í samgöng- um og raun ber vitni. Allt að fjórða hvern dag á ári getur ver- ið óflugfært. Herjólfur er óhent- ugt og raunar óboðlegt skip, auk bess sem hann hefur fleiri stöð- um að sinna en Eyjum. En þetta er ekkert einkamál Eyjabúa. Þeir eiga ekki að þurfa að gjalda sér- stöðu sinnar heldur verður sam- félag þegnanna, ríkisvaldið, að leggja sitt af mörkum til að jafna þann mun sem er á aðstöðu þeirra og annarra landsmanna. f>að er þjóðarhagur að hlúð verði að þessari tekjudrýgstu veiði- stöð þjóðarinnar. Hér var því tvímælalaust tilefni til fyrir þingmann Vestmanna- eyja að sýna þann kjark og mann- dóm að slá í borðið og segja: „Þessi ríkisstjórn á ekki fyrirfram vísan stuðning minn, fyrr en úr bessu hefur verið bætt“. En kjark- inn, manndóminn og sjálfstæðið skorti. Það var flutt þingsályktun- artillaga um nefnd til að hagræða ferðaáætlun Herjólfs. Þetta á að duga til að tryggja „atkvæðin“. Nei, Sjálfstæðisflokkurinn leyfir ekki fremur en aðrir íslenzkir flokkar „sjálfstæði einstaklings- ins“ í sínum röðum. Og Guðlaug- ur Gíslason er ekki sjálfstæður maður. Hann er bara „Sjálfstæðis- maður“. kaupstaðnum. Allt tekst okkur þetta, ef við skiljum eða viljum skilja hvert annað, sem hér byggjum bólið, og starfa sam- an að þessari göfugu hugsjón. Með þeirri ætlan og þeim vilja getum við lyft Grettistaki, þó að við séum ekki mörg. Fyrir traust og velvilja Eyja- búa og trú á þessa sameigin- legu hugsjón okkar allra, hafa þeir gert Sparisjóð Vestmanna- eyja því vaxinn að lyfta eilítið undir þessar byggingarfram- kvæmdir með ýmiskonar fyrir- greiðslum. Við vonum, að sú samvinna megi halda áfram sem lengst. Við vitum, að fleiri stofnanir í Eyju, sem búa yf- ir afli þeirra hluta, sem gera skal, koma okkur til stuðnings og hjálpar með máttinn sinn, þegar fram líða stundir. Þ. Þ, V.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.