Þjóðmál - 29.03.1971, Page 1

Þjóðmál - 29.03.1971, Page 1
Menningarieg og efnahagsleg staða Vestmannaeyinga Þeir, sem lítið þekkja til hér í Eyjum, hafa stundum látið í ljós þá skoðun, að hér hugsi menn um lítið annað en fisk. Þessi skoðun ber einstaklega góðan vott um þá yfirborðsmennsku er einkennir af- stöðu fjölda fólks til verklegrar vinnu. Vestmannaeyingar hafa aldrei skammast sín fyrir fiskinn og síður en svo litið niður á það fólk, sem ræðst á fiskibátana, vinn- ur í frystihúsunum eða almenna verkamannavinnu. Þeir, sem koma til Vestmannaeyja sjá fljótlega að hér í bæ er mjög almennur áhugi fyrir menningarmálum og ýmis- konar listum. Byggðasafnið eitt saman, mun vera eitt hið merkasta á öllu landinu. Leiklistarstarfsemi, tónlistarlíf og myndlist hafa sett sterkan svip á menningarlíf Eyj- anna, svo nokkuð sé nefnt. Af öll- um þeim fróðleik, sem skrifaður hefur verið um Vestmannaeyjar og íbúa þessa byggðarlags, má einnig vera ljóst, að hér hafa lengstaf búið atkvæðamiklir og merkir framtaksmenn. Samgöngumálin. Einhvernveginn læðist þó að manni sú hugsun, að fulltrúar Eyj- anna á Alþingi hafi ekki staðið í stykkinu á síðustu árum. Það er enginn vafi á því, að öngþveitið 1 samgöngumálum Eyjanna hefur saft lamandi áhrif á þróun byggð- arlagsins. í þessu máli eiga þing- menn kjöræmisins enga afsökun. Það er vitað mál, að inniiokunar- kenndin hefur hrakið marga fjöl- skylduna upp á fastalandið, sem að öðrum kosti mundi hafa kosið sér lífstiðarheimili í Vestmannaeyj- um. Þá er einnig augljóst, að hinar óábyggilegu samgöngur hafa dreg- ið mjög úr ferðamannastraumi, bæði innlendra sem erlendra ferðamanna sem aukist hefur mjög á landinu á slðustu árum, Hér er um að ræða atvinnurekstur, sem getur haft víðtæk áhrif á allt at- vinnu- og menningarlíf Eyjanna, en til þess að svo megi verða, þurfum við að vakna til fram- kvæmda, en hætta að hjakka I sama farinu. Ekki þurfa þing- menn kjördæmisins að óttast, að Eyjamenn nýti ekki til fullnustu þá möguleika, sem skapast mundu við bættar samgöngur. Þau áhrif, sem bættar samgöngur liefðu á þetta byggðarlag, eru ótakmörkuð, og má það teljast furðulegt, að ekki hefur enn tekist að koma þessu máli í viðunandi horf. Þá er og augljóst að hinar slæmu og óöruggu samgöngur hafa haft lamandi áhrif á iðnað og verzlun í Vestmannaeyjum. Dag- legar samgöngur milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja með hraðskreiðu og velbúnu skipi í sambandi við áætlunarferðir milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur mundu valda þáttaskilum í at- vinnu- og menningarlífi Eyjanna. Sjálfstæðisstefnan. Hin svokallaða og margumtalaða Sjálfstæðisstefna hefur án efa stuðlað að því að sætta ýmsa at- hafnamenn Eyjanna við „frjálst framtak“, sem fyrst og fremst beindist að öðrum samkeppnisað- ilum í Vestmannaeyjum en eygði aldrei hina víðari merkingu á framtakssemi á sviði iðnaðar og verzlunar, þar sem nýir möguleik- ar voru kannaðir og nýttir. Hið frjálsa framtak Sjálfstæðisflokks- ins hefur staðnað í steindauðum, endalausum og niðurdrepandi barningi, sem lítið hefur gert til þess að örfa unga framtaksmenn til dáða. Samfara bættum sam- göngum mætti þvi búast við aukn- um iðnaði, fjölbreyttari verzlun og margskonar þjónustu við borgar- ana. Fræðslumálin. Flest af því bezta, sem gert hef- ur verið í Vestmannaeyjum á sviði fræðslumála, má þakka örfáum framsýnum hugsjónamönnum, allt frá því er fyrsti barnaskóli á ís- landi var stofnsettur í Vestmanna- eyjum á síðari hluta 18. aldar. Á tveim síðustu áratugum hafa orð- ið óvenju miklar þjóðfélagsbreyt- ingar í flestum löndum heims. í skólamálum höfðum við íslending- ar orðið nokkuð á eftir nágranna- þjóðunum. Þessa stöðnun skóla- mála og óljósa stefnu fræðslu- málastjórnarinnar, hafa áhuga- menn beitt sér fyrir ýmiskonar umbótum, hver á sínum stað. Hér í Vestmannaeyjum skortir alger- lega forystu um uppbyggingu framhaldsmenntunar. 1 þessum efnum getum við Eyjamenn enn á ný haft forystu um framkvæmdir á sviði skólamála, því varla er hugsanlegt að nokkur ríkisstjórn geti tekið á sig þá ábyrgð, að fela Gylfa Þ. áframhaldandi stjórn fræðslumála eftir það, sem á und- an er gengið. Ef tekið er tilit til þeirrar öldu, sem Nýja skólastefn- an hefur skapað, er hugsanlegt að alger þáttaskil verði í fræðslumál- um þjóðarinnar að loknum næstu kosningum. Framhald á bls. 4. T ryggingarfrumvarp ríkisstjórnarinnar Skrautfjaðrasöfnun PÓLITlZKAR OFSÓKNIR! — sameinumst gegn spillingunni! Strax er Samtökin í Vest- mannaeyjum voru stofnuð gaus upp mikill ótti meðal gömlu flokkanna við, að veldi þeirra væri að hrynja. Ofbcldismcnn þeirra hófu þá strax að skipu- leggja baráttu sína, og nú skyldi allra ráða neytt. Ofsókn- ir og ofbeldi, ef þyrfti. Það hefur gerzt nú eins og svo oft áður, að ofbcldissinnar innan gömlu flokkanua liafa tekið höndum saman við að brjóta niður alla mótstöðu gegn flokkum sínum. „Unnendur einstaklingsframtaks, frelsis og þjóðarhyggju" hafa bundizt bræðralagi og skipulagt ofbeld- isaðgerðir af versta tagi í sam- einingu. Útsendarar þessara of- beldisscggja hafa ráðist inn á heimili Vestmannaeyinga og haft í frammi alls kyns lygar og bakmælgi um Samtökin. Hafa þeir hótað mönnum, sem mundu styðja Samtökin, að þeir fengju ekki víxla í bönk- unum, viðskiptum við þá yrðu lokað, o. fl. efnahalegsar þving- anir. Þetta eru ofsóknir af verstu tegund. Hér er um það að ræða, að spilling þessara flokka er nú að koma fram. „ÞJÓÐMÁL“ mun ekki sæta sig við þcssar aðfcrðir. Ef þessu heldur áfram, mun blaðið ekki skirrast við að birta nöfn þessara þokka- pilta ásamt ýmsum fleiri upp- lýsingum um þá. Vestmannaey- ingar hafa ekki haft orð á sér fyrir að skríða fyrir slíkum nagdýmm, og munu ekki gera það, sízt af öllu, þegar flett hef- ur verið ofan af sviksemi og niðurlægjandi vinnubrögðum þessa fólks. — Og svo segjast þessir drengir vera baráttu og hug sjónamenn fyrir frelsi og fram taki, fyrir friði og þjóðarheill Vestmannaeyingar, samcin umst gegn þessum flokkskiík um, sem láta sér sæma að beita pólitískuni ofsóknum og of- beldi. Það ihefur löngum þótt almenn kurteisi, að þakka því fólki, sem vel hefur unnið fyrir þeirra störf. Ef dæma á eftir stjórnarfrum- varpi því sem nú liggur fyrir al- þingi og fjallar um almannatrygg- ingar er ekki annað að sjá, en að núverandi ríkisstjórn hafi aldrei mannasiði lært eða þá, að hún metur störf þess fólks, sem kom þjóðinni inn I 20. öldina ekki meira en svo, að hún telur þetta fólk engrar þakkar vert. Því segi ég þetta, að samkvæmt þessu frumvarpi er gamla fólkinu ætlað það hlutskipti að lifa af 70. 560 krónum á ári og ætti hver heil- vita maður að sjá, að á slikum smá- munum lifir ekki nokkur maður. Núverandi ellilaun eru 58.800 krónur á ári, og nemur hækkunin því aðeins 11.760 krónum á ári samkvæmt stjórnarfrumvarpinu. Það má vera matgrannur maður, vægast sagt sem borðar fyrir minna en 4000 krónur á mánuði eða 48.000 krónur á ári, og hús- næðiskostnaður fyrir einhleypt gamalmenni fer vart undir 3000 krónum á mánuði eða 36.000 á ári. Þar með er kostnaðurinn við það að vera ekki dauður kominn upp í 84.000 krónur á ári, eða 14.560 krónum umfram það sem ríkis- stjórninni þóknast að veita gamla fólkinu samkvæmt frumvarpinu. Svo er nú gamall siður frá því Adam og Evu var sagt upp vist- inni í Eden forðum daga, að ganga í fötum, og er sá siður einnig við- hafður af gömlu fólki ekki síður en öðru en það er nú nokkuð sem þeim háu herrum I ríkis- stjórninni hefur láðst að taka til- lit til. Ekki má gleyma því, að læknis- og lyfjakostnaður aldraðra er meiri en gengur og gerist, en ríkisstjórnin virðist ekki vera að velta svoleiðis smámunum fyrir sér fremur en öðrum. En þó svo þessi ellilaun séu svívirðilega lág, þá bítur ríkis- stjórnin höfuðið af skömminni, með því að leggja til að lög þessi öðlist gildi þann 1. janúar 1971 eða heilu misseri eftir að hún er hætt að starfa. Hún ætlar sem sagt ekki að útvega það fé sem til hækkuninnar þarf, heldur ætl- ar hún næstu stjórn það verkefni, hafandi sjálf gert ríkiskassan hálf gjaldþrota. Á þessu má sjá að það er ekki nóg með það að ríkisstjórnin gefi skít I allt það sem gamla fólkið hefur veitt þessu þjóðfélagi með þessum smánarlegu launum, hed- ur er henni svo hjartanlega sama um velferð aldraðra, að hún nenn- ir ekki að standa I því að útvega bað fjármagn sem hún þó leggur til að það fái, enda frumvarp þetta ekki til annars borið fram, en að safna skrautfjöðrum I hinn póli- tíska hatt úrræðalausrar rlkis- stjórnar enda hefur sá hattur nú ekki fleiri fjaðrir heldur en reitt hæna. Pétur Ilafstcin Lárusson.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.