Þjóðmál - 05.04.1971, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 05.04.1971, Blaðsíða 1
Ijíó&mál AÐ AUGLÝSA ÓKEYPIS — eða iwoii lýgur hið opinbera. Hinn tvísiraði fiokkur — Sjálístæðisflokkurinn 1. árgangur Vestmannaeyjum, 5. apríl 1971. 4. tölublað Sjonleikur í þrent þáttum: ínginn vinnur sitt dauðastríð Afleiðingar viðreisnarstefnunnar HROLLVEKJA Allar ríkisstjórnir eiga sitt dauðastríð, og nú er komið ao sjálfri viðreisnarstjórninni, en dauda- strið hennar er óvenjulangt og kvalafullt, jbví að i henni sitja ráðherrar, sem ekki verður þokað úr ráðherrastólunum Fyrsti þáttur. Hann fór fram í haust, þegar mikil og sár þreyta var komin í Sjálfstæðisfiokkinn með stjórnar- samstarfið við Alþýðuflokkinn, en þá var það Gylfi, sem bjargaði stjórninni með því að neita að efna til haustkosninga. Annar þáttur. Annar þáttur fór fram á dög- unum, þegar Ólafur Björnsson, Merkar tillögur um sjávariitvegsmál Haraldur Henrýsson, dómfulltrúi, sem setið hefur undanfarnar vikur á þingi í forföllum Hannibals Valdimarssonar, hefur lagt fram 3 merkar tillögur um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum. Ein þeirra fjallar um að varðskipin verði látin í skipaeítirlit, önnur um að stofnað verði hlutafélag til kaupa og rekstrar á verksmiðjutogara, og hið þriðja um aðgerðir til eflingar á kaupskipaflota íslendinga. Varðskip. Tillaga Haraldar um varðskipin felur í sér að veita skipverjum á varðskipunum heimild til að stöðva skip á hafi úti til að fram- kvæma skoðun á öryggisútbúnaði þeirra. Einnig er lagt til að þeir geti stöðvað skip, ef þeir telja aug- sýnt af siglingu þess, að haffærni sé ábótavant eða hleðsla ólögleg. í greinargerð með frumvarpinu segir, „að töluvert hefur skort á, að fylgt væri reglum um öryggis- útbúnað á skipum og reglur um haffærni eða hleðslu, telja fróðir menn, að mörg slys megi reka til slíks. Það myndi eflaust verða til aukins aðhalds, ef löggæzla á þessu sviði yrði aukin og skyndi- skoðanir framkvæmdar á hafi úti." Verksmiðjutogari. Tillaga Haraldar um verk- smiðjutogara er svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér nú þegar fyrir stofnun hlutafélags um kaup og útgerð verksmiðjutog- ara með þátttöku ríkisins, sveitar- félaga og einstaklinga og að afla sér þeirra heimilda til lántöku, sem nauðsynlegar kunna að reyn- ast til að hrinda málinu í fram- kvæmd. Verði m. a. leitað sam- starfs við ihlutafélagið Úthaf, sem stofnað var að frumkvæði Far- manna- og fiskimannasambands Islands í þessu skyni." próf. í hagfræði, fluti sína eftir- minnilegu þingræðu, er hann nælti fyrir frumvarpi sínu og Xarls Guðjónssonar um hagstofn- ín launþega. Var þessi ræða einn allsherjar áfellisdómur um efna- nagsstefnu viðreisnarstjórnarinn- ir. Ólafur benti m.a. á, að frumor- 3ök efnahagsvandans eigi rætur að rekja til ósamræmis milli kaupgjalds, sem launþegasamtök- in eru aðili að, og almennrar efnahagsstefnu, sem rikisvaldið mótar. Afleiðingin hefur orðið ör- ari verðbólguþróun en í nokkru iðru landi í Evrópu, með' öllum þeim fylgikvillum, er því fylgja. Úrræðið hefur sífelt verið iþað >ama: Gengisfellingar ofan á geng isfellingar í trássi við launþega- ^amtökin sem síðan hafa barizt gegn hærri laun, sem eytt hafa hagnaði útflutningsatvinnuveg- anna af fyrri gengisfellingum. Ói- afur komst m, a. svo að orði um þetta: „. . . þessi hefðbundnu u ræði hafa nú gengið sér til hú5. og leita verður nýrra, ef forðast algera upplausn efnahagskerfis- ins" Ólafur kvað einnig þunga dóma yfir „verðstöðvuninni", sem væri aðeins til þess fallin að auka vandann enn meir n.k. haust. Og hann notaði ekki létt orð um það sem þá tæki við, hann nefndi það hrollvekju. Orð Ólafs Björnssonar, hag- fræðiprófessors, eru reikningsskil við viðreisnastefnuna og þau koma heim við það sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa haldið fram: 1. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar hefur smám saman leitt til Ólafur Björnsson 'i.runs og öngþveitis, óðaverðbólg- n er traustasti vitnisburðurinn im það, en hún hefur sýkt þjóð- élagið allt, aukið á glundroða og kapað misrétti. 2. Verðstöðvunin er sýndarfrið- 'xr fram yfir kosningar. 3. Ríkisstjórnin er þegar farin að safna í nýja gengisfellingu. 4. Landinu verður ekki stjórn- að nema með félagslegum vinnu- brögðum og í samstöðu við verka- lýð og launþega 1 landinu. 5. Þörf er nýrrar stjórnar og nýrra úrræða. Þriðji þáttur. Þriðji þáttur þessa sjónleiks eða sjálft helstríðið verður í kosning- unum í vor. Þá verða ráðherrarn- ir bornir út og við mun vonandi taka hæfari stjórn. Landhelgina í 50 mílur strax Haraldur Henrysson í greinargerðinni segir m. a.: „Á árinu 1968 var flutt í neðri deild Alþingis tillaga til þings- ályktunar um, að ríkisstjórninni yrði falið „aö hef ja nú þegar þátt- töku í athugunum Farmanna- og fiskimannasambands Islands, sem miða að kaupum og útgerð verk- Framhald á bls. 4. Stjórnarandstaðan hefui komið sér saman um lausn eins örlaga- ríkasta vandamáls þjóðarinnar, landhelqismálsins. Þeir flokkar, sem nú sitja í ríkisstjórn, sömdu herfilega af íslendingum rétt þeirra til 'itfærslu fiskveiðilögsögunnar, og stefna þessara flokka í málinu nú sr tómt yfirklór og kosningabragð. Þeir segjast vissulega vilja færa Jt lögsöguna, meira að segja í 60—70 mílur, en hængurinn er sá, jð þeir vilja bíða til 1973, eftir að alþjóðaráðstefna S.Þ. um haf- éttarmálin vcrður haldin. Hins vegar er vitað, að á þessari ráð- 3tefnu munu stórveldin, Bretland, Bandaríkin, Þjóðverjar og Sovét- nenn Ijerjast ákaft fyrir því, að útfærsla landhelgi verði bönnuð íram yfir visst lágmark. Það er því hrein nauðsyn, að fslendingar 'safi gengið frá sínum málum, áður en þessi ráðstefna verður haldin. Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna er svohljóðandi: „Stefna Alþingis í landhelgis- málinu er byggð á þeim grund- velli, að landgrunnið er hluti af yfirráðasvæði viðkomandi strand- ríkis. Samkvæmt viðurkenndum alþjóðareglum ber strandríkinu einkaréttur til nýtingar á auðæf- um hafsbotnsins til endimarka landgrunnsins. Rétturinn til nýt- ingar á auðæfum hafsbotnsins og sjávarins yfir honum verður ekki aðskilinn, 1 fullu samræmi við þessa stefnu setti Alþingi árið 1948 lög, þar sem þvi var lýst yfir, að allar fiskveiðar á land- grunnssvæðinu við Island skyldu háðar islenzkum lögum og fyrir- mælum íslenzkra stjórnarvalda, og árið 1969 lög um yfirráðarétt ís- lenzka rlkisins yfir landgrunninu umhverfis Island. Á slðustu árum hefur margvís- legri veiðitækni fleygt fram og ný stórvirk veiðitæki komið til sögunnar. Þetta hefur leitt til of- veiði á ýmsum norðlægum fiski- miðum. Sú hætta er yfirvofandi, að sókn aukist mjög á fiskimiðin við Island á næstu árum og valdi þar ofveiði á helztu fiskistofnum. Þá fer og mengunarhætta sívax- andi. Þar sem afkoma íslenzku þjóðarinnar byggist öðru fremur á fiskveiðum, er skynsamleg hag- nýting fiskimiðanna við landið og verndun þeirra gegn rányrkju og mengun lífshagsmunamál þjóðar- innar. Af framangreindum ástæð- um felur Alþingi ríkisstjórninni að gera eftirgreindar ráðstafanir. 1. Að gera stjömum Bretlands og Vestur-Þýzkalands grein fyrir því, að vegna lífshagsmuna þjóð- arinnar og vegna breyttra að- stæðna geti samningar þeir um landhelgismál, sem gerðir voru við þessi ríki á árinu 1961, ekki talizt bindandi fyrir ísland og verði þeim sagt upp. 2. Að hefjast nú þegar handa um að stækka fiskveiðilandhelg- ina þannig, að hún verði 50 sjó- mílur frá grunnlínum allt í kring- um landið, og komi stækkun til framkvæmda eigi síðar en 1. sept- ember 1972. 3. Að tilkynna öðrum þjóðum, ¦jð alþingi hafi ákveðið, að ís- lenzk lögsaga nái 100 sjómilur út frá núgildandi grunnlínum að ^)ví er varðar hvers konar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir hættu- lega mengun sjávarins á því haf- svæði. 4. Að skipa nefnd þingmanna, er í eigi sæti einn maður frá Framhald á bls. 3.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.