Þjóðmál - 19.04.1971, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 19.04.1971, Blaðsíða 1
LEIÐARI: Misheppnuð ferð Karls Guðjónssonar FAXI: Réttlætismál sjómanna 10 PUNKTAR um verkalýðsmál Vestmannaeyjum, 19. apríl 1971. 5. tölublað. Hinar óbundnu hendur og ævintýrapólitík Emils í útvarpsumræðunum á dögunum flutti Hannibal Valdi- marsson merka ræðu um stjórnmálaviðhorfið og frammistöðu stjórnarflokkana undanfarin kjörtimabil. Við skulum aðeins grípa niður í það, er Hannibal sagði um landhelgismálið, og hina skammarlegu afstöðu ríkisstjórnarinnar undir forystu utanríkisráðherra, Emils Jónssonar, til þess: „Samvöxnu tvíburarnir frá Síam voru mikið umtalaðir fyrir nokkrum árum. Hér verða til um- ræðu í kvöld samvöxnu tvíbur- arnir í íslenzkum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, sem nú hafa stjórn- að landinu í 12 y2 ár, og búa sig undir að bæta 4 árum vi ðþá sam- siglingu. Það dregur auðvitað hver dám af sinum sessunaut, hvað þá held- ur þegar saman er sængað í ein- ingu andans og bandi friðarins á annan áratug samfleytt, eins og í þessu einstæða tilfelli. Enda taldi vitur og orðvar al- þýðuflokksmaður fyrir skemmstu, að svo ömurlega væri nú komið, að kjósendur Alþýðuflokksins gætu ekki lengur greint hann, verkalýðs- og jafnaðarmanna- flokkinn, frá flokki atvinnurek- enda og auðmanna, Sjálfstæðis- flokknum. Þetta reyndist rétt vera í síð- ustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, og kynni þó svo að fara, að enn fleirum fataðist að- greiningin í Alþingiskosningunum í vor. Hinar óbundnu hendur. Alþýðuflokkurinn hefur lýst því yfir, að samstarf hans og Sjálfstæðisflokksins verði órofið allt fram til kjördags, en úr því verði hann með óbundnar hend- ur. — Já, einmitt það. Með óbundnar hendur. — Nú hefur Alþýðuflokkurinn þó bundið sig á einn streng með Sjálfstæðis- flokknum i stærsta framtíðarmáli þjóðarinnar landhelgismálinu. Þau tengsl standa þó a. m. k. eitthvað fram yfir kjördaginn. Og ein- hverjir leyniþræðir kynnu líka að finnast, ef vel væri leitað. 1 rauninni eru kosningarnar 13. júní þjóðaratkvæðagreiðsla um landhelgismálið. Kjörtímabil þeirr- ar ríkisstjórnar sem myndast upp úr kosningunum er til 1975, en örlög málsins ráðast á miðju kjörtímabilinu, á alþjóðaráðstefn- unni, 1973. Málið verður því í hennar höndum. Til hennar þarf því að vanda. Ævintýrapólitík Emils. Alþýðuflokksráðherrann, Emil Jónsson, kallar það ,siðlausa ævin- týrapólitík" að segja brezka samn- ingnum upp. Þau orð sanna full- komlega að núverandi stjórnar- flokkar taka ekki í mál að segja honum upp. — En það er aug- ljóst mál, — og nú bið ég ykkur góðir hlustendur að taka vel eftir, að það verður engum, bókstaflega engum aðgerðum í landhelgismál- inu til stækkunar út fyrir 12 míl- ur komið fram meðan brezka samningnum hefur ekki verið sagt upp. Undansláttur í landhelgismálinu nú er þjóðarvoði. Reynslan víða um heim hefur sýnt, að það er hægt að útrýma heilum fiski- stofnum. Útgerðarmaðurinn Einar Sigurðsson, ríki, rakti þetta ágæt- lega í Morgunblaðinu fyrir nokkr- um dögum. Og svo spurði hann: „Hvenær kemur að þorskinum?“ — Já, hvenær kemur að þorskin- um? Eigum við kannske að bíða með aðgerðir skipa nefndir og vinna að málinu, þangað til þorsk- stofninn á landgrunni íslands hfe- ur verið eytt af útlendum veiði- flotum, rétt við nefið á okkur? Islendingar hafa algera sér- stöðu meðal allra þjóða heims. Engin þjóð á líf sitt og tilveru undir fiskimiðunum við strendur landsins, eins og við. Allt okkar efnahagslíf byggist á fiskimiðun- um kringum landið. — Áður en varir gætum við búið við fiskilaust liaf, ef við höfum ekki mannrænu Hannibal Valdimarsson til að losa okkur af klafa brezka samningsins, og helga okkur land- grunnið allt. Öll íslcnzk fiskimið fyrir fslendinga eina. 1 því efni er að duga eða drepast. Siðlaus ævintýrapólitík er það eitt að gera ekkert í landhelgismálinu.“ Nokkrar athugasemdir við skefja- lausar lygar Þjóðviljans um félags- fræðirannsóknir á vegum vísinda- stofnunar Bandaríkjanna 1. Leyfi stjórnarvalda. Seint á árinu 1969 hóf ég, ásamt prófessor Thomas P. Dunn félags- fræðingi, athugun á því, hvort hægt mundi að fá fjárhagslegan styrk til þess að framkvæma at- hugun á áhrifum sjónvarps á hegðun manna og þá sérstaklega á afbrotahneigð unglinga. 11 FIMM EFSTU SÆTIN — á framboðslista Samfakanna í Reykjavík Á fjölmennum og vel heppnuðum félagsfundi Samtaka frjálslyndra í Reykjavík, mánudaginn 5. april s.l. var tekin ákvörðun um skipan 5 efstu sæta á framboðslista Samtakanna í Reykjavík. Auk þess var ákveðið að fela stjórn SF og 5 efstu mönnum listans að gera tillögu um skipan 6.—24. sætis listans og leggja fyrir félagsfund. Fimm efstu sætin eru svo skipuð: 1. Hannibal Valdimarsson, alþm. 2. Bjarni Guðnason, prófessor 3. Haraldur Henrýsson, dómsfulltrúi 4. Inga B. Jónsdóttir, kennari 5. Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi Eftir að við höfðum kannað möguieika á því að fá styrk til neindrar rannsóknar, sömdum vió all viötæka rannsoknaráætiun (60 vélritaóar síöur) og sendum til Vísindastofnunar Bandarikjanna, með samþykki þess háskóla, sem við störium við (Western Kentucky University), Jafníramt þessu sneri ég mér til íslenzkra stjórnvalda varðandi framkvæmd fyrirhugaðrar rannsóknar á Is- landi, þar sem aðstæður þar eru sérstaklega heppilegar. Svör stjórnvalda koma skýrt fram í eft- irfarandi bréfum. Fyrra bréfið er frá Utanrikisráðuneytinu dagsett 24. nóvember 1969 og er svo hljóð- andi: ,Frá menntamálaráðuneytinu hefur nú borist bréf þar sem segir: „Þessu ráðuneyti hefur bor- ist ljósrit af bréfi dr. Braga Jósepssonar dags. 31. október s.l. varöandi fyrirhugaða rann- sókn á áhrifum sjónvarps og annarra fjölmiðlunartækja á Islandi á afbrot unglinga. Ráðu- nejdið er því mjög hlynnt, að slík rannsókn fari fram. Jafn- framt skal á það bent að fyrir milligöngu íslenzku Unesco- nefndarinnar fékk Þorbjörn Bragi Jósepsson Broddason, félagsfræðinemi, á árinu 1967/68 styrk til þess að rannsaka áhrif sjónvarps á skólabörn hér á landi. 1 fram- haldi af því hefur ennfremur fengist styrkur frá sömu stofn- un til þess að rannsaka áhrif sjónvarps á fullorðna. Væri væntanlega æskilegt að rann- sóknir dr. Braga verði eftir því sem unnt er samræmdar framangreindum rannsóknum Framhald á bls. 4.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.