Þjóðmál - 19.04.1971, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 19.04.1971, Blaðsíða 2
Þ J 0 Ð M A L imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuj Otgefandi: E Samtök frjólslyndra í Vestmannaeyjum. = Ritstjórn: Jón Kristinn Gíslason Dr. Bragi Jósepsson (ób.) Pósthólf 173 1 = Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26, símar 1253 og 2225 5 Auglýsingar: Hafdís Daníelsd., Höfðavegi 23, sími 1529 = Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. iTi 111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii 1111111 ■ 1111 iTi Misheppnuð ferð Karls Guðjónssonar Karl Guðjónsson hefur nú tekið að sér það erfiða verk að leia lista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi. Sú ókvörðun Karls hefur reyndar komið allmjög ó óvart hér í kjör- dæminu, einkanlega þó, þar sem hann hafði gefið yfirlýs- ingu um það fyrr í vetur, að hann mundi styðja Samtök frjólslyndra og vinstri manna í kosningunum í vor, hvort sem væri sem óbreyttur stuðningsmaður eða í framboði, eftir því sem Samtökin teldu réttast og heppilegast. Karl hefur einnig haft nokkurt samstarf með þingflokki Samtakanna í vetur, m. a. skrifaði hann undir tillögur þeirra í landhelgis- mólinu. Það hafa því margir reynt að skýra þessa nýju ókvörðun Karls. Líklegust mun þó sú skýring, að hann hafi séð fram ó, að Samtökin væri ekki líkleg til stjórnarsamstarfs við íhald og Alþýðuflokk, einkum eftir þær umræður erfram hafa farið um landhelgismólið undanfarið, þar sem talsmenn SFV hafa lagt óherzlu ó, að þau mundu ekki ganga til stjórnarsam- starfs við neinn þann flokk, er ekki vildi starfa að mólinu skv. tillögum stjórnarandstöðunnar. En það hafi aðeins verið um sinn. Gylfi Þ. hafi nú tekið sig til og rætt mdlið alvarlega við Karl. Hann hafi sagt honum, að t.d. kjörinn maður í Suðurlandskjördæmi gæti skipt þeim sköpum, að stjórnin félli ekki. Hann hafi sagt honum, að hann hefði í huga að taka inn nýjan mann í ríkisstjórnina til að taka við embætti menntamólaróðherra, sjólfur ætlaði hann sér að vera utanríkis- og viðskiptaróð- herra (til að geta flakkað enn meir). Þarna hafi Karl séð sitt tækifæri til að komast í bólstrið. Og auðvitð bjóði Karl sig fram sem óhóður, óflokksbundinn, til að reyna að lokka til sín gamla Alþýðubandalagsfylgismenn, sem hann viti, að eru ófúsir til að gerast fylgismenn krata, og þar með núver- andi ríkisstjórnar. En það er mikill misskilningur, ef Karl telur sig geta feng- ið eitthvað gamalt fylgi aftur, nú er hann hefur gengið íhaldi og auðstéttum í þjónustu. Óónægðir Alþýðubandalagsmenn munu hér eftir sem óður snúa fylgi sínu til þess flokks, er einn hefur ó stefnuskró sinni að sameina alla vinstri menn í einum, nýjum, breiðum og lýðræðislegum jafnaðar- og sam- vinnumannaflokki, til Samtaka frjólslyndra og vinstri manna. Og ekki nóg með það. Framboð Karls mun ekki halda aftur af straumi óónægðra Alþýðuflokksmanna til Samtaka frjóls- lyndra og vinstri manna. Þeir sem ganga íhaldinu og Al- þýðuflokknum ó hönd til að reyna að tryggja óframhaldandi samsængun við peningavaldið, munu ekki vinna sér traust sannra, lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna. Burf með svikarana! Það kom berlega fram í útvarpsumræðunum á dögunum, hve haldlaus rök stjórnarinnar eru í landhelgismólinu. Stjórn- arandstaðan sýndi með samstöðu sinni og mólefnalegum NOKKRAR ATHUGASEMDIR félags er opin gagnrýni. Gagnrýni er því í eðli sínu ekki slæm, held- ur öllu frekar nauðsynleg. En gagnrýnandinn veröur jafnframt að vera ábyrgur og helzt réttsýnn. Ég tel að gagnrýni Þjóðviljans að undanförnu á mig persónulega og rannsókninni í heild hafi verið mjög óréttlát. Það er t. d. spurn- ing, hvort blaðið hafi ekki gerst sekt um atvinnuróg, þar sem við, sem stöndum fyrir þessari rann- sókn, höfum viðurkennd réttindi í viðkomandi fræðigrein, þ. e. fé- lagsfræði fjölmiðla og uppeldisfé- lagsfræði. Dylgjur um, að hér sé um njósnir að ræða, er frekleg móðg- un við þann háskóla, sem við vinnum fyrir. Dylgjur um stærð rannsóknar- styrks mun koma flestum sann- gjörnum vísindamönnum mjög undarlega fyrir sjónir. Á sama hátt finnst mér, að siðleysi blaðs- ins slái öll met, þegar mér er fundið það til foráttu, að rann- sóknin sé unnin fyrir tilkomu bandarísks styrks. Rannsóknar- og vísindastarfsemi háskóla einkenn- ist einmitt af alþjóðiegri sam- vinnu. Pólitískar dylgjur og of- sóknaræði gegn ákveðnum þjóð- um eru ekki í samræmi við hug- sjónir háskólanna. Skal ég þá víkja að þeirri einu gagnrýni Þjóðviljans, sem ég tel sérstaka ástæðu til að skýra vegna hugsanlegs misskilnings annarra sérfræðinga á sviði félagsvísinda. a. Rúmlega 90% af áætlaðri könnun hér á landi er gerð án nafns og heimilisfangs frá upp- hafi. b. Tæplega 10% könnuninni varða skólabörn á svæði, þar sem sjónvarp hefur verið starfrækt í 3 mánuði eða skemur, og öðru svæði, þar sem sjónvarp hefur verið starfrækt í 3 ár eða lengur. c. Við skoðanakönnun þessara barna er greinir í b-lið, er nafn og heimilisfang tilgreint. Ástæðan til þess er sú, að hér er notuð sér- stök þríþætt samanburðaraðferð: í fyrsta lagi skoðun barnsins, í öðru lagi mat kennarans á barn- inu, og í þriðja lagi mat foreldra. Til þess að unnt sé að ná sam- bandi við foreldra barnanna, er því nauðsynlegt að heimilisfang þeirra sé tilgreint. d. Spurningaformin, sem notuð eru við þessa ákveðnu skoðana- könnun, verða aldrei send úr land- inu. Niðurstöður þessara forma — Framh. af brs. 4 verða sett á þar til gerð kort, hér á landi, þar sem hvorki nafn né heimilisfang er tilgreint. Að öðru leyti erum við, sem stöndum fyr- ir þessari rannsókn, persónuiega ábyrgir fyrir þessum gögnum, Ef ritstjóri Þjóðviljans telur að hann hafi minnstu ástæðu til að gruna mig og prófessor Dunn um njósn- ir, þá finndist mér bæði sjálfsagt og eðlilegt að ritstjórinn krefjist rannsóknar. Á hinn bóginn má vel vera að ég telji persónulega nauð- synlegt að stefna ritstjóranum fyr- ir atvinnuróg, meiðyrði og ef til vill eitthvað fleira, sem lögfróðir menn telja ástæðu til á grund- velli ummæla baðsins. 7. Ummæli ráðherra. Þá vil ég taka fram eftirfarandi atriði varðandi ummæli, sem fram fóru á Alþingi. Sjálfur heyrði ég ekki frétt útvarpsins. Ekki hefur mér enn tekist að ná tali af ráð- herra, þar sem þingslit stóðu yf- ir rétt fyrir páskana. Ráðuneytis- stjóri vísaði mér til skrifstofu- stjóra Alþingis, sem tjáði mér að úrdrátur frá nefndum umræðum væri ekki tilbúinn. Skýringu Þjóðviljans á þessu hef ég aftur á móti, en þar kemur fram mjög alvarleg villa, sem ég tel rétt að leiðrétat, og veit ég, að ráðherr- ann mun staðfesta það. I fyrsta lagi fékk ég skriflega staðfestingu á því, bæði frá Ut- anríkisráðuneytinu og Mennta- málaráðuneytinu, að obkur væri heimilt að vinna að þessari rann- sókn hér á landi. 1 öðru lagi hefur ráðuneytið aldrei farið fram á að ritskoða þær rannsóknaraðferðir, sem við hyggðumst nota, enda mun slíkt pólitiskt eftirlit hvergi þekkjast í hinu-m frjálsa heimi. Á hinn bóginn leituðum við aðstoðar Háskóla íslands og ein- stakra prófessora, sem yfirleitt reyndust svo störfum hlaðnir, að þeir treystu sér ekki til að veita okkur neina meiriháttar aðstoð. Af því, sem að framan greinir hafði ráðuneytið veitt heimild til rannsóknarinnar. Þar sem hér er um erlendan háskóla að ræða, ber ráðuneytið ekki ábyrgð á rann- sóknaraðferð, einstökum rann- sóknarþáttum né heldur niðurstöð- um rannsóknarinnar. Sú brenglun í málflutningi, að þessi rannsókn sé unnin í óleyfi ráðuneytisins, er því algerlega staðlaus með öllu. Þá vil ég einnig taka fram, að ræðum, að þjóðareining í þessu máli getur ekki skapazt um annan málstað en málstað stjórnarandstöðunnar. Þarflegt væri við umræður um þetta mál að minnast orða, sem Ólafur Thors, þá sjávarútvegsráðherra, mælti á sjó- mannadaginn 1953, er hann ræddi landhelgismálið og við- ræður sem hann þá nýlega átti við Macmillan forsætisráð- herra Breta: „. . . — og loks sagði ég í viðræðunum við stjórn Bretlands, að hvorki núv. ríkisstjórn íslands né nein önnur vildi víkja í þessu máli. Það gæti heldur engin ríkis- stjórn gert þótt hún vildi. Sú stjórn íslands, sem það reyndi yrði ekki lengur stjórn íslands. Hún yrði að láta sér nægja að vera fyrrverandi ríkisstjórn.“ Og enn sagði Ólafur Thors: „Tillögur ríkisstjórnarinnar liggja Ijóst fyrir. Þeim veður ekki breytt. Það fyrirheit tel ég mig geta gefið íslenzkum sjómönnum á þessum hátíðisdegi þeirra, enda treysti ég því að sérhverri ríkisstjórn, sem reynir að bregðast hagsmunum Islands í þessu máli muni tafarlaust vikið frá völdum11. Núverandi ríkisstjórn íslands hefir brugðist í landhelgis- málinu. Þess vegna á hún að sæta dómsorðum Ólafs Thors frá 1953: Að láta sér nægja að vera fyrrverandi rikisstjórn og verða tafarlaust vikið frá völdum.“ strax eftir að ég kom til landsins ræddi ég við menntamálaráðherra, sem lét þá í ljós áhuga sinn á rannsókninni og hét okkur öllum þeim stuðning, sem hann gæti í té látið. Að öðru leyti hef ég ekki séð ástæðu til þess að standa í frekari bréfaskriftum við ráðu- neytið þar til nú. 8. Starfsfólk rannsóknarinnar. Við þessa rannsókn starfa nú auk mín 7 manns, þ. e. 2 stúlkur á skrifstofu og 5 við skoðanakönn- un og aðrar rannsóknir á söfnum og við aðrar stofnanir. 1 skólun- um hefur þessu fólki verið tekið með einstakri vinsemd. í Stykk- ishólmi óskuðu tvennir foreldrar, að börn þeirra yrðu ekki tekin með, og einir foreldrar í Grunda- firði. Þó tel ég, að þessi óveru- lega andstaða sé að mestu á mis- skilningi byggð, og vona ég, að mér hafi tekist að leiðrétta þenn- an misskilning. Við félagsfræði- legar skoðanakannanir er yfir- leitt leitast við að gefa sem minnstar upplýsingar um tilgang. Af þessum sökum hef ég í lengstu lög sneytt hjá fjölmiðlum. Á þessu stigi rannsóknarinnar höf- um við aftur á móti náð svo langt, að frekari umsagnir koma ekki að sök. Á hinn bóginn verður engrar niðurstöðu að vænta fyrr en snemma á næsta ári, 9. Stjómmálaskoðanir Þá hefur Þjóðviljinn einnig drepið á stjórnmálaskoðanir mín- ar. Um það má segja, að ráðu- neytið hefur ekki gert það að skil- yrði, að ég afneiti skoðunum mín- um á stjórnmálum. Sem íslenzk- ur ríkisborgari tel ég mig hafa fullan rétt til að taka afstöðu til stjórnmála og vinna að framgangi þeirra án nokkurra þvingana. 10. Skoðanakannanir eitt af mikilvægustu tækjum félags- fræðinnar. Á síðari árum og áratugum hef- ur þörf menningaþjóðfélaga á fé- lagsfræðirannsóknum hverskonar aukizt hröðum skrefum. Aukin af- brotahneigð ungmenna. glæpa- starfsemi, spillt hugarfar og of- beldishneigð eru flestum hugsandi mönnum í dag áhyggjuefni. Ég vona að með þessum orðum hafi mér tekizt að skýra eitt og annað í þessu máli, sem ritstjóri Þjóðviljans og öðrum var ókunn- ugt um. í júlí eða ágúst n.k. mun ég svo væntanlega skýra opinber- lega frá rannsókninni í heild. Sem starfsmaður við erlendan háskóla er mér að sjálfsögðu mikið gleði- efni að fá nú tækifæri til að starfa á íslandi. Sjálfur ætti ég sízt af öllum að kvarta undan gagnrýni en jafnframt tel mér rétt og skylt að verja hendur mínar gegn óréttlátum og röngum mál- flutningi. Reykjavík, 14. apríl 1971. Bragi Jósepsson. Þ J Ö Ð M Á L kemur næst út 29. apríl.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.