Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 3
Þ J ó Ð M Á L 3 Frá Ötsvarsinnheimtunni: í gjalddaga eru nú fallnir 3/5 hlutar þeirrar upphæðar, sem greiða ber fyrirfram upp í væntanlegt útsvar þessa árs. Þeir gjaldedur, sem enn hafa ekki greitt bæjarsjóði tilkskildar greiðslur eru beðnir um að gera það hið fyrsta. Útsvarsinnheimtan verður opin til klukkan 18.30 á föstudögum í sumar. Aðra virka daga til kl. 16.30. Kaupfélag Vestmannaeyja auglýsir: Eftirtaldar vörur nýkomnar: Hvítir stigaskór, náttkjólar, náttföt, náttföt, dömuveski, handklæði í mörgum litum, falleg. Og takið nú vel eftir: Fermingarfötin fermingargjafirnar. — Allt á sama stað — Kaupfélag Vestmannaeyja NAUÐSYN — Framhald af bls. 1. Hinn nýi frambjóðandi Framsóknar í kjördæminu, lega jafn vel metinn og Helgi Bergs, forveri hans, og því má telja líklegt, að liann hljóti kosningu sem 3. maður fram- sóknar. Reyndar eru margir, sem furða sig á því, hver sé ástæða þess, að Hafsteinn tek- ur í mái að setjast á listann með þetta mikla tvöfalda fram- sóknaríliald fyrir ofan sig. — En nóg um það. — I»að cr því aðcins fyrsta sæti eftir — miðað við, að Alþ.fl. fái engan og Sjálfstæðisfl. 2, — og það mun væntanlega falla í hlut Garðars Sigurðsson- ar, efsta manns Alþ.bandalags- ins, en til þess þarf listi hans aðeins að fá líkt atkvæðamagn og listi flokksins fékk 1967. Af þessu má sjá, að það er mjög mikilvægt verkefni, sem stuðningsmenn Samtakanna eiga fyrir höndum að leysa á komandi vikum. Alþýðubanda- lagið og Framsókn burfa að- eins að halda sínu, en við þurf- um að vinna okkur frá grunni traust fjölda fólks til þess að fella stjórnarþingmennina. Og það gerum við okkur fullar vonir um. í næsta blaði verður framboðslisti okkar birtur og þá hefst meginbaráttan, — DR. GUNNLAUGUR — Framhald af bls. 1. dæmi. Þessari verzlun með f.ramboðslista flokksins er dr. Gunnlaugur lítt hrifinn af, — og áreiöanlega er hann ekki einn um það. Það má því sann- arlega búast við stórtíðindum úr Alþýðuflokknum innan skamms. Karl Guðjónsson hefur lengi verið á höttunum eftir öruggu sæti á framboðslista og beitt til þess ýmsum brögðum. Hann hefur hins vegar ekki haft er- indi sem erfiöi. Nú hefur hann hafnað í þeim flokki, sem dirfzt hefur að telja sig til jafnaðar- stefnu, en hefur sýnt í verki, að hann er ekki neitt annað en flakandi sár þess svikara, er fórnað hefur ölum sínum helg- ustu markmiðum á altari pen- ingaástar og valdagræðgi. Á móti þessum öflum þóttist Karl Guðjónsson berjast, en nú hef- ur hann hlotið það erfiða hlut- skipti að verja verk þessa flokks undanfarin ár og lofa þjóðinni áframhaldandi stjóm auðvaldsins. Getum við treyst svona mönnum? baráttan fyrir tilveru þess eina flokks, sem fær er um að fella núverandi stjóm frá völdum. Fasfeigno- markaðurinn Nýleg íbúð í steinhúsi við Faxastíg, um 110 fermetrar, 5 herbergi, eldhús, bað og bif- reiðaskúr auk geymslurýmis. Tveir inngangar og allt sér. Húseignin Nýibær, einbýlis- hús af steini. Fokheld íbúðarhæð við Bröttugötu, með tvöföldu gleri. Efri hæð og allt sér. Glæsilegt nýtt einbýlishús við Suðurveg. Ibúðarhæð 5 hcrbergi og eld- hús. við Faxastíg. Allt í bezta standi. Húseignin Ásbyrgi. Steinhús á ágætum stað. líúseignin Ingólfshvoll, Landa- gata 3 A. Rishæð að Landagötu 25, 5 herbergi og eldunarpláss. Selst ódýrt og útborgun í hóf stillt. Ágæt og nýstandsett miðhæð í Háteigsvegi 7, 4 herbergi, eldhús og bað. Hásteinsvegur 10, Seljaland. Stórt hús af stein. 1 húsinu eru 3 íbúðir. Margt fleira er til sölu, ef að er gáð. JÓN HJALTASON hæstaréttarlögmaður Skrifstofa: DRÍFANDA við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4.30 — 6 virka daga ncma laugar- daga kl. 11—12 f. h. Sími 1847 Samtök frjálslyndra í Vestmannaeyjum PÓSTHÓLF 173 Ég óska eftir: ( ) 1. að gerast félagi í Samtökum frjálslyndra í Vestmannaeyjum. ( ) 2. að gerast áskrifandi að ÞJÓÐMÁL, málgagni Samtakanna í Vestmannaeyjum. ( ) 3. að gerast áskrifandi að NÝTT LAND, aðalmálgagni Samtakanna. ( ) 4. að vinna fyrir Samtökin í komandi kosn- ingum sem óháður stuðningsmaður. (Merkið x þar sem við á). Félagar Samtakanna geta orðið allir þeir, sem náð hafa 16 ára aldri og búsettir eru í Vestmannaeyjum. (nafn) (heimilisfang) Yfirkjörstjórn ■ Suður- landskjördæmi tllkynnir: Eignir til sölu: Einbýlishús við Breiðabliksveg 2 stofur, eldhús og WC á hæð. 3 herbergi og bað í risi. Þvotta- hús og geymslur í kjallara. Hægt að innrétta 2 til 3 her- bergi. Bílskúr. Einbýlishús við Kirkjuveg, 9 herbergi, íbúð á þremur hæð- um. Hæð og ris við Bakkastíg 7 herbergja íbúð í forsköluðu timburhúsi. Kjallaraíbúð við Skólaveg 2 herbergi og eldhús, nýstand- sett, með teppi og stofu og gangi. Brunnur, sem bæta má við íbúðina. Bifreiðar: Opel Capitan 1961. Ford Falcon 1960. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Jón Óskarson HDL. Lögfræðiskrifstofa. — Vcst- mannabraut 31. Viðtalstími milli kl. 5 og 7 síðdegis. — Sími 1878. — Heimasími 2383 — Við alþingiskosningarnar 13. júní 1971 verð- ur aðsetur yfirkjörnsfjórnar á kjördegi í félags- heimilinu á Hvolsvelli og þar fer fram talning atkvæða að kosningu lokinni. Framboðslista ber að afhenda formanni yf- irkjörstjórnar Freymóði Þorsteinssyni, bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum, eigi síðar en 4 vik- um og 3 dögum fyrir kjördag, eða í síðasta lagi miðvikudaginn 12. maí 1971. Framboð verða úrskurðuð fimmtudaginn 13. maí 1971 kl. 14.00 í félagsheimilinu á Hvols- velli. Sveitarstjórum ber að tilkynna formanni yf- irkjörnstjórnar nú þegar, með símskeyti, eða á annan hátt, tölu þeirra, sem á kjörskrá verða, eftir því sem næst verður komist. Yfirkjörstjórnin í Suðurlands- kjördæmi, 19. apríl 1971. Fr. Þorsteinsson. Páll Hallgrímsson. Guðm. Daníelsson. Hjalti Þorvarðsson. Lárus Ágúst Gislason.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.