Þjóðmál - 17.05.1971, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 17.05.1971, Blaðsíða 2
2 Þ J Ö Ð M Á L imiimiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiMiiiiiMiiiimimmimiiiiiiiiiiiMi Útgefandi: Samtök frjálslyndra í Vestmannaeyjum. = Ritstjórn: Jón Kristinn Gíslason Dr. Bragi Jósepsson (áb.) Pósthólf 173 Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26, símar 1253 og 2225 5 Auglýsingar: Hafdís Daníelsd., Höfðavegi 23, sími 1529 E 5 Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. iTimilMMMMIIiMIIIIIMIIMIIIIMIMIMIIIIIMIMIMIIIIIIMMIIIIIMIIimilMIIMIIIMIlTl Leysum stjórnmálin úr álögum Samtök frjálslyndra og vinstri manna bjóða fram til alþingiskosninga í fyrsta sinn hinn 13. júní n. k. Höfuð- tilgangur þessara samtaka er sá, að gefa kjósendum kost á því, að mótmæla staðnaðri flokkshyggju. Kjósendur fá nú tækifæri til að segja við forystumenn gömlu flokkanna: „Hingað og ekki lengra.“ Það er rangt af frjálsum, hugs- andi mönnum að fylgja ákveðnum stjórnmálaflokki í blindni. Frjálsum, hugsandi mönnum ber siðferðisleg skylda til þess, að taka sjálfstæða afstöðu til þjóðfélags- mála eins og þau eru á hverjum tíma. Stjórnmálaflokkar eru ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til þess að ná ákveðnum markmiðum. Lýðræðisþjóðfélagið byggist einmitt á því, að hinn frjálsi hugsandi borgari meti stöðugt framkvæmdir stjórnmála- manna en fylgi þeim ekki í blindi til lífstíðar. Styrkur gömlu flokkanna byggist einmitt á því, að menn hafa haft tilhneigingu til að fylgja forystunni án nokkurrar sjálfsgagni-ýni. Á síðasta kjörtímabili hefur gagnrýni á stjórnmálaflokkunum aukist mjög verulega. Sumir segja, að þeir, sem mest gagnrýni gömlu flokkana muni, upp til hópa, kjósa aftur sömu flokka. Ef þetta reynist rétt, að menn kjósi aftur stjómmálaflokka, sem liafa brugðist á einn eða annan hátt, eru menn að bregðast grundvallar- skyldu sinni, sem einstaklingar í frjálsu þjóðfélagi. Það er skylda okkar í þessum kosningum, að mótmæla kröftug- lega því óréttlæti sem þróast hefur undir handarjaðri gömlu flokkanna. Eina svarið sem forystumenn þessara flokka munu skilja er stórsigur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Sig- ur Samtakanna hlýtur að koma nýju blóði og nýju lífi í stjórnmálalíf þjóðarinnar. Að hoppa á milli gömlu flokk- anna er að hjakka í sama farinu. Sameinumst því um að gera sigur Samtakanna sem mestan og stuðlum með því, að heilbrigðara stjórnmálalífi. Framtíð Islands verður ekki tryggð með blindri flokksmennsku heldur með virkri gagn- rýni á óréttlæti og stjómleysi og stuðningi við allt það já- kvæða, sem orðið getur til þess að efla þjóð okkar á kom- andi árum. Nýtt stjórnmálaafl Kosningabaráttan er hafin. Samtök frjálslyndra og vinstri manna bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Með framboði Samtakanna gefst kjósendum tækifæri til að hafna staðnaðri og úrsérgenginni stjórnmálamensku gömlu flokkanna. Allir eru sammála um, að stjórnmálamennska á Islandi er rotin, og virðing almennings fyrir Alþingi fer minnkandi. Allir gömlu flokkarnir eru hér samsekir. I þeim kosningum, sem nú fara í hönd gefst kjósendum tæki- færi til þess, að mótmæla ofurveldi flokksmennskunnar. Með því að kjósa samtök frjálslyndra lýsa kjósendur því yfir, að þeir krefjist endurnýjunnar í stjórnmálalífi þjóð- arinnar. Það er kominn tími til þess, að „hinir konungs- kjörnu“ þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- Magnúsar Torfa Ólafssonar, efsta manns á lista SF í Reykjavík, á félagsfundi 8. maí sl. tióðir samherjar. Fyrir aðeins einni stuttri viku átti ég frekar á dauða minum von en að ég myndi standa í þessum sporum á þess- ari stund. En þegar mér var tjáð, að mitt liðsinni gæti kom- ið að gagni í þágu sameigin- legs málstaðar okkar, taldi ég skyldu mína að skorast ekki undan, þótt mér væru vel ljós- ir erfiðleikarnir, sem við er að fást. Svo hér stend ég. Ekki býst ég við, að neinum sé Ijósara en sjálfum mér, hví- líkur vandi er að taka sæti jafn þrautreynds baráttumanns og stjómmálaforingja og Hannibals Valdimarssonar. En þessi vitneskja er jafnframt hvatning til að leggja fram það sem ég megna í baráttunni, sem nú fer í hönd. Málstaður okkar er líka stærri en við hvert og eitt og jafnvel öll til samans. Við höf- um tekið okkur það hlutverk að leysa íslenzk stjórnmál úr viðjum úrelts flokkakerfis, rjúfa hömlur sem það leggur á eðlilega þróun íslcnzks þjóð- lífs. Þetta stefnumið okkar er tvímælalaust krafa tímans. Hún liggur f loftinu, bergmálar hvarvetna á vörum fólks. Ára- tugs reynsla af sjálflicldu dug- lítillar stjómar og máttlítillar stjómarandstöðu hefur fært öllum, sem sjá vilja, heim sann- inn um að brýn nauðsyn er að breyta til. 1 kosningunum, sem í hönd fara, eiga samtök okkar þess kost að rækja þetta verkefni. Ekkert nema sigur þeirra get> ur rofið sjálfhelduna á Alþingi og í stjómmálunum í heild. Við eigum tækifærið. Nú er okk- ar að sýna, að við séum menn til að neyta þess. Ef við glopr- um því út úr höndum okkar, er ég sannfærður um, að við eigum við engan að sakast nema sjáif okkur. Vissulega getur sitt sýnzt hverjum um það framboð, sem hér hefur verið lagt fyrir í dag. En reynsla mín, síðan kunnugt varð að ég hefði gefið kost á mér í sæti á þessum fram- boðslista, hefur sannfært mig enn betur en áður um, að mál- staður okkar er vís góður árangur, ef við aðeins höfum bolmagn og samstöðu til að nýta þau hagstæðu skilyrði sem bjóðast. , Og gleymum því ekki, að þyngsta ábyrgðin hvílir á okk- ur hér f höfuðborginni. Sam- herjar okkar í öðrum kjördæm- um beina til okkar hinni fom- kveðnu eggjun. Eigi mun skut- urinn eftir liggja, ef vel er róið framí. Svar okkar verður að vera, að taka á öllu sem við eigum í kosningabarátt- unni. Ung samtök okkar heyja nú sína fyrstu höfuðorustu með þátttöku í Alþingiskosningum, Ég þakka ykkur traustið, sem þið hafið vottað mér. Á móti vil ég mega treysta ykkur til að snúa bökum saman og hcf ja ótrauð þá baráttu, sem vissu- lega mun færa okkur sigur, ef enginn liggur á liði sínu. Tilkynning Þeir félagar í starfsmannafélagi Vestmanna- eyjabæjar, sem ætla að sækja um dvöl í húsi félagsins að Munaðarnesi í sumar, gjöri svo vel og hringi í síma 1574 — 14 10 — 1987, eða 1528, fyrir 25. maí. Stjórnin. flokksins fái að vita að kjósendur þeirra í Suðurlandskjör- dæmi munu ekki láta bjóða sér endalausa frekju og yfir- ■gangshátt. Stór hópur manna hefur þegar tekið ákvörðun um, að refsa nú eftirminnilega þeim mönnum, sem gert hafa þessa tvo stjórnmálaflokka að litlausum hagsmuna- klíkum örfárra gróðamanna. Það er engin tilviljun að einn af öruggustu fylgjendum Ingólfs á Hellu skuli nú skipa 4. sæti lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Suð- urlandskjördæmi. Þorsteinn á Rangá er búinn að fá sig fullsaddan af föðurlegri umhyggju Hellubóndans. Mikið hefur verið gert til þess, að auka hróður Ingólfs á Hellu, en mikið hefur maðurinn mátt vera slappur ef hann hefði ekki getað komið einhverju nytsömu í framkvæmd, eins mikið og flokkurinn hefur hlaðið undir hann frá fyrstu tíð. En andlit Sjálfstæðisflokksins er vissulega ekki and- lit Ingólfs Jónssonar. Flokkurinn er í innsta eðli sínu um- boðsfyrirtæki nokkurra fjárgróðamanna í Reykjavík. Sak- leysis-svipurinn á Ingólfi hefur reynst Sjálfstæðisflokkn- um vel, enda er maðurinn alþýðlegur með eindæmum. Þó er nú svo komið, að stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins finnst nóg komið. Hið alþýðlega svipmót Ingólfs dugar nú ekki lengur til þess að menn selji sál sína stjórnmálaflokki, sem staðnað hefur í líki nokkurra gamalla stjórnmálamanna. Forysta Sjálfstæðisflokksins í suðurlandskjördæmi er með eindæmum. Dugandi menn innan flokskins hafa verið úti- lokaðir frá áhrifum, um leið og „hinir konungskjörnu“ fengu nasasjón af einhverju nýju og duglegu fólki. Þessu munu sjálfstæðismenn mótmæla með því einu að kjósa lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í kosningunum 13. júní n.k. SUNDNÁM- SKEIÐ Börn 6 ára og eldri. Innritun fer fram í Sundlauginni, mánu- daginn 17. maí, frá kl. 1—3 e.h. Námskeiðsgjald kr. 150.00, greiðist við innritun. SUNDLAUG VESTMANNAEYJA. Útrýming viliikatta Þar sem ákveðið hefur verið, að fram fari útrýming á villiköttum, er fólki bent á, að halda húsköttum sínum innan dyra á nóttunni. HEILBRIGÐISFULLTRÚI.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.