Þjóðmál - 27.05.1971, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 27.05.1971, Blaðsíða 1
Igóftmál xF 1. árgangur Vestmannaeyjum, 27. maí 1971. 8. tölublað Ávarp til Sunnlendinga Sunnlendingar! „Samtök frjálsyndra og vinstri manna" eru ungur stjórnmálaflokkur, tæpra tveggja ára gamall, og leitar nú í fyrsta sinn trausts og stuðnings kjósenda við alþingiskosningar. Hann færist mikið í fang. Megin takmark hans er sameining allra lýðræðissinnaðra vinstri manna — jafnaðarmanna og samvinnu- manna í einum flokki, sem í tveggja flokka kerfi yrði öflugur og áhrifaríkur gagnaðili and- spænis íhatdsöflum þjóðfélagsins, og mundi þess megnugur að bera mál alþýðustéttanna fram til sigurs á löggjafarsviðinu. Hér er um að ræða upplausn hins stirðnaða flokkakerfis. Samtökin vilja binda endi á þann ömurlega kafla íslenzkrar stjómmálasögu, sem einkennst hefur pf því, að flokkar vinstri manna hafa á víxl tryggt íhaldsöflum landsins öll þau völd, sem þau hafa talið máli skipta. Hér þarf þína hönd c'i plóginn. Samtök frjálslyndra og vinstri manna telja landhelgismálið nú vera mesta lífshagsmuna- mál þjóðarinar — svo stórbrofið sjálfstæðis- mál, að hvað sem flokksböndum líði megi engum flokkum veita brautargengi eða valda- aðstöðu, nema þeim einum, sem fulltreysta megi til að verða sú brjóstvörn, sem ekki bilar, í þessu örlagamáli lands og þjóðar. Kjósandi! Leggstu þar á árar með okkur! Kjörorð Samtakanna eru: Menntun- heiibrigði- jöfnuður. í Suðurlandskjördæmi eigið þið þess kost að berjast fyrir kjöri dr. Braga Jósepssonar, hó- menntaðs ágætismanns, sem helgað hefur krafta sína uppeldis- og menntamálum þjóð- arinnar. Hann er boðberi nýrrar stefnu í menntamálum, og bið ég ykkur alveg sérstak- lega að gefa gaum máli hans og úrbótatil- lögum á því sviði. Þjóðin þarf svo sannarlega nýjar hugmynd- ir og nýjan anda í íslenzkt skólakerfi, svo mörgu er þar stórlega óbótavant. Hér er svo sannarlega um framtíðarmál að ræða. Berjumst einnig fyrir þjóðarheilbrigði og aukn- um jöfnuði í þjóðfélagi okkar — jöfnuði þjóð- félagssiéttanna og jöfnuði allra til að geta neytt krafta sinna og hæfileika. Ungu kjós- endur sem getið ráðið úrslitum þessara kosn- inga: Leggið að þcssu hug og hönd. Alveg sérstaklega vil ég senda ykkur brennandi hvatningu um að fylkja liði ykkar einhuga und- ir merki hinna ungu samíaka, Frjólslyndra og vinstri manna, því að það eru þau sem valdið geta fímamótum og fellt sí'óinina. Gerist það, hefur íslenzk æska og aðrir kjósendur gert skyldu sína gagnvart landi og þjóð. Það er þefta, sem gerast þarf á degi upp- gjörsins — hinn 13. júní. Berjist með Braga! Fylkið ykkur fast um F-listann c'i Suðurlandi. Hvert einasta atkvæði greitt F-listanum kemur að gagni og getur róð- ið úrslitum um tölu landskjörinna þingmanna, sem flokkurinn fær. Ef samtöidn sigra — er stjórnin fallin! Með barátfukveðjum, 3^^^^^6^^e^^ ¦ ? i Dr. Bragi Jósepsson: Stjórnleysið í fræðslumálum er orð- ið alvarleg þjóðfélagsmeinsemd Almenningur á oft erfitt með að greina misfellur í rekstri hins opinbera. Opinber þjónusta er oft metin samkvæmt þeirri reglu að einhver þjónusta sé betri en engin þjónusta og jafnvel að slæm þjón- usta sé betri en engin þjónusta. Einnig hefur nokkuð borið á því, að almenningur skoði opinbera þjónustu, sem ókeypis þóknun sem ríkið veiti mönnum endur- gjaldslaust. Þetta er auðvitað mik- ill misskilningur. Fræðsla I skólum landsins er fjarri því að vera ó- keypis. Til fræðslumála greiðum við árlega stórar fúlgur fjár og viðhöldum með því menntakerfi fyrir yngri kynslóðina. Árlega rísa upp ný skólahús og árlega aukast framlög til fræðslumála. Hvar sem er í heiminum er sagan hin sama, fleiri skólar, fleiri börn, stærri fjárframlög. Þegar borin eru saman fjárfram- lög til skólamála kemur í ljós, að hlutfall miðað við þjóðartekjur er mjög misjafnt meðal hinna ýmsu þjóða heims. Yfirleitt er kostnaður við fræðslumál tiltölu- lega hærri á hvern íbúa hjá smá- þjóðum borið saman við fjölmenn- ari þjóðir. Þetta hlutfall miðað við þjóðartekjur og fólksfjölda, hefur aðeins takmarkað gildi. Það sem miklu og ef til vill mestu varðar, er framkvæmd verksins eða öllu heldur hve vel hefur tek- ist að leysa tiltekið verkefni fyrir tiltekna upphæð. Það er einmitt hér sem við Is- lendingar þurfum að staldra við Islenzka skólakerfið og fram- kvæmd íslenzkra fræðslumála hef- ur nú í heilan áratug verið sér- grein mín, sem uppeldisfræðings. Fyrir tveim árum gerði ég sam- anburðarrannsókn á fræðslulög- gjöfum og fræðslukerfum allra Norðurlandanna. Niðurstöður þeirra rannsókna eru á þann veg, að fræðslumálastjórn á Islandi sé með meiri losarabrag en þekkist á hinum Norðurlöndunum. önnur frekari viðskipti við menntamála- ráðuneytið hafa fyrir löngu full- vissað mig um, að þjóðin verður að hafna kröftuglega í eitt skipti fyrir öll þeim ráðherra, sem ber ábyrgð á stjórnleysi menntamála þjóðarinnar. Við verðum að sam- íinast um það, að krefjast nýrrar jtefnu í fræðslumálum, í samræmi /ið þann tíma sem við lifum a 3f Gylfi Þ. Gíslason á eftir að fá íð halda áfram sem æðsti vald- 'iafi í menntamálum þjóðarinnar é ég ekki betur en að taka þyrfti 'PP nýja námsgrein í skólum, þar ".em unglingunum yrði kennt að ;kriða fyrir valdhafanum og að Mggja mútur og bitlinga auðmjúk- ím höndum. Þróun fræðslumála á íslandi er ið komast á það stig, að við mun- um sitja uppi með sérmenntaða menn í hundraða og þúsunda tali, sem ekki fá aðstöðu til að vinna í landinu og verða að hrökklast til útlanda. Hin ranga stefna mennta- málaráðherrans liggur i þvf, að fræðslumálin eru að verulegu leyti slitin úr tengslum við at- vinnullfið í landinu. 1 hugarbúi ráðherrans er stöðnuð mynd af skóla nítjándualdarinnar þar sem finir menn fóru í háskóla, til að verða yfirstétt, en almenningur fékk að læra að lesa, því auðvitað vorum við öll af konungakyni og þokkalega greindir. Nú hafa fræðslumálin verið mikið rædd að undanförnu og sennilega hefur enginn ráðherra á íslandi verið gagnrýndur jafn vægðarlaust og núverandi menntamálaráðherra. Nú er að sitja ekki við orðin tóm, heldur reka þennan ráðherra burt af stóli. Það á hann skilið fyrir það endemis stjórnleysi sem verið hefur I fræðslumálunum á und- anförnum árum. xF

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.