Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 1
4. árg. Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna Miðvikudagurinn 9. janúar 1974 1. tbl. Bréf frá blaðinu Vinnum að útbreiðslu blaðsins! Félagar og aðrir stuðningsmenn SFV eru kvattir til þess að senda inn nöfn og utanáskrift kunningja og annarra, sem óska eftir að fá blaðið sent. Enn um sinn verður blaðið sent endurgjaldslaust. Félagar SFV um allt land! Sametnumst um að k/nna stefnumál Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. „Ris heil, þú sól, sem enn oss færir ár, þaÖ ár, sem þjóð vor lengi muna skal!" Hannes Hafstein. Þegar litið er yfir liðið ár, og því gefin umsögn eða eftirmæli, eru flestir í aðalatriðum sammála um, að það hafi verið gott og gjöfult ár, sem að vísu reyndi nokkuð á þrek og samheldni þjóðar- innar, en skilaði þó flestu áfallalaust að landi um síðir. Þyngsta áfallið, sem þjóðin varð fyrir á ár- inu, var eldgosið í Vestmannaeyjum. Það varð þjóðinni í heild, og þó um fram alla aðra Vest- mannaeyingum sjálfum mikil og einstæð eld- raun. En eins og málmar skírast í eldi, varð raunin sú, að Vestmannaeyingar og íslenska þjóðin öll stækkaði við vandann, óx ásmegin við hverja raun, unz fullur sigur var unninn. I sambandi við þessa válegu atburði öðlaðist íslenzka þjóðin heimssamúð, og vinahendur voru fram réttar úr öllum áttum, jafnvel úr fjar- lægum löndum og álfum. En það, sem var mest um vert, var það, að þjóðinni varð strax ljóst, að nú beið hennar manndómstak, sem enginn mátti hlífa sér við. Og því taki var lyft, án þess að mögla. — Þjóðin var sterkari og stærri eftir þessa raun. Landhelgismálið Á liðna árinu gnæfði eitt mál himinhátt yfir öll önnur þjóðmál. Þegar þetta er sagt, er eng- inn í minnsta vafa um, að ég á við landhelgis- málið. Alþingi Islendinga hafði borið gæfu til að samþykkja einum rómi stækkun íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi í 50 sjómílur. Og að baki þessari ákvörðun stóðu allir íslenzkir stjórnmálaflokk- ar og þjóðin öll sem einn maður. Enginn gat verið svo barnalegur að halda, að þessi ákvörð- un yrði að veruleika við það eitt, að ráðherra ritaði nafn sitt undir reglugerð þessu til stað- festingar. Enginn gat gengið þess dulinn að þetta mundi kosta, langvinna, harða, já tvísýna baráttu við ofurefli. Og sú varð líka reyndin. Við vissum, að risastórveldin öll — Sovétríkin, Bandaríkin og Japan, — nema Kína, voru and- Breskir togarar missa veiðiréttintfí Nú hafa tveir breskir togarar misst rétt til veiða innan 50 mílna landhelginnar samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu, sem gert var við Breta um lausn land- helgisdeilunnar. Hinn fyrri, Northern Sky var strikaður út af iista yfir skip, sem rétt hafa til veiða innan 50 mílna eftir brot á samkomulaginu um miðjan nóvember s.l., hinn siðari, Saint Dominic var strikaður út af list- anum 7. þ.m., eftir að hafa verið staðinn að veiðum á friðuðu svæði út af Austf jörðum. 1 fyrra tilvikinu notfærðu Bret ar sér rétt sinn samkvæmt sam- komulaginu til þess að láta breskt eftirlitsskip sannreyna staðarákvarðanir varðskipsins, en í síðara tilvikinu notfærðu þeir sér ekki þann rétt. I báðum til- vikum tók dómsmálaráðuneytið ákvörðun um að strika togara út af listanum samkvæmt niðurstöð- um skýrslu skipherra varðskips þess, sem stóð togarann að ólög- legum veiðum. Þessi tvö dæmi hafa fært mönnum heim sannin um gildi ákvæðis bráðabirgðasamkomu- lagsins við Breta um réttinda- missi togara, sem veiði stundar í bága við samkomulagið. Fyrir Breta er engin refsing við veiði- broti þyngri en missir réttar til veiða samkvæmt samkomulaginu. víg einhliða stækkun fiskveiðilandhelgi ríkja út fyrir 12 mílna mörk. Við vissum líka fullvel, að Bretland og Vestur-Þýzkaland mundu snúast hatrömm gegn þessari ákvörðun Islendinga. Og allt þetta kom á daginn. Ekkert af þessu kom okkur á óvart. En vegna lífshagsmuna ökkar og þess, að íslenzka þorskstofninum lá við gjöreyðingu, átti íslenzka þjóðm ekkert val. Málið þoldi enga við. Einhuga þjóð hóf sitt varnarstríð. I raun og sannleika var um líf og tilveru að tefla. En í hinni einróma ályktun Alþingis var svo fyrir mælt, að reynt skyldi að ná bráðabyrgða- samningum um takmarkaðan aðlögunartíma fyrir þá erlenda sjómenn, sem stækkun íslenzku fiskveiðilandhelginnar bitnaði harðast á. I samræmi við þetta hófust samningaviðræð- ur við Breta, Þjóðverja, Belgíumenn, Pæreyinga og Norðmenn. — Tókust samningar fljótlega við Belga og skömmu síðar við Færeyinga og Norðmenn. En Bretar og Þjóðverjar höfnuðu öllum hliðstæðum samningum og háðu harðvít- ugt landhelgisstríð við íslenzku landhelgisgæzl- una. Kom þar, að brezku togaraskipstjórarnir gáfust upp og tilkynntu brezku ríkisstjórninni, að þeir sigldu brott af Islandsmiðum, nema þeim yrðu send herskip til verndar við veiðarnar. Varð brezka stjórnin við þeirri kröfu og sendi vígdreka sína upp til Islandsstranda til vernd- unar landhelgisbrjótunum. Hófst nú næsta ó- Framhald á bls. 2 319 h ¦; ':

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.