Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 2
2 Þ J O Ð M A L Liðið og komandi ár- Framhald af bls. 1 jafn leikur, en samt létu varðskipsmenn okkar í engu undan síga. Kostaði sú viðureign manns- líf, og var þó oft mesta mildi, að stórfellt mann- tjón skyldi ekki hljótast af þeim átökum. Þegar herskipin komu til, var Bretum strax tilkynnt, að við þá yrði ekki rætt, meðan víg- drekar þeirra væru innan 50 mílna markanna. Stóð sivo um sinn, og féllu viðræður niður. Þó kom þar, að freigáturnar voru kallaðar út úr íslenzkri landhelgi, og forsætisráðherra Breta, Edward Heat, óskaði beinna viðræðna við for- sætisráðherra Islands, ólaf Jóhannesson. Þetta var um miðjan október. Kom forsætisráðherra heim með grundvöll, sem ég met mjög að jöfnu við það, sem samn- ingamenn okkar buðu s.l. vor, en Bretar vildu þá ekki líta við. Samkomulagid við Breta Aðalatriði samkomulagsins eru þessi: 1. Ailir brezkir frystitogarar og verksmiðju- togarar eru útildkaðir frá veiðum á lslands- miðum. (Árið 1971 voru hér 21 slíkra skipa. Nú eiga Bretar 46, og fer þeim sífjölgandi). 2. Fimmtán stærstu síðutogarar Breta og 15 aðrir (miðað við 1971) eru einnig útilokaðir. 3. Þrjú friðunarsvæði eru lokuð brezkum tog- urum, eitt fyrir Norð-Vesturlandi allt árið, annað fyrir Suðurlandi frá 20. marz til 20. apríl, og það þriðja fyrir Norð-Austurlandi frá 1. apríl til 1. júní. 4. Þrjú bátasvæði eru lokuð fyrir brezkum tog- urum, eitt fyrir Vestfjörðum, annað fyrir Austfjörðum og það þriðja fyrir Norður- landi. 5. Miðunum umhverfis landið er skipt í 6 hólf, og er eitt þeirra lokað brezkum togurum hverju sinni, þannig, að ávallt er eitt hólf lokað, og eru 50 mílurnar þannig alltaf virt- ar einhversstaðar við strendur landsins. 6. Aflamagn Breta er miðað við 130 þúsund lestir, en íslenzkir sérfræðingar telja að aflatakmarkanir þær, sem í öðrum ákvæð- um samkomulagsins felast, geri Bretum kleift að veiða hér 110—130 þús. lestir á ári. 7. Ákveðið er, að sérhver brezkur togari, sem brýtur samkomulagið, skuli strikaður út af skrá yfir þau skip, sem veiðileyfi hafa á Islandsmiðum. Framkvæmd þess er í hönd- um dómsmálaráðherra. 8. Bráðabirgðasamkomulag þetta gildir í 2 ár. Mestu skiptir um þetta samkomulag, að með því viðurkenna Bretar í reynd 50 mílna fisk- veiðalögsögu Islendinga. — Það eru Islendingar, sem veita leyfin — Bretar, sem taka við leyf- um úr hendi íslendinga. Þá tel ég hámarkstímann, tvö ár, sem bráða- birgðasamkomulagið gildir, mjög þýðingarmik- ið. Einnig tel ég þýðingamikla veiðitakmörkun felast í útilokun verksmiðjutogaranna, sem geta hagnýtt í mjöl hvaða fisksmælki sem er, og hefur verið líkt við ryksugur í sjávarbotninum. Afstoða tekin Þegar ég stóð frammi fyrir því á Alþingi að taka ákvörðun um, hvort réttara væri að hafna þessum samkomulagsgrundvelli eða samþykkja hann, þá spurði ég sjálfan mig: Hvað tókst Bretum að urga upp miklu afla- magni á Islandsmiðum s.i ár frá því við stækk- uðum landhelgina 1. september 1972? Jú, því verður víst ekki neitað, að þeim tókst, þrátt fyrir hetjulega varnarbaráttu landvarnar- manna okkar að ræna hér um 160—170 þúsund tonnum. Og engu var hlíft, hvorki bátasvæðum né hrygningarstöðvum. Hinsvegar segja sérfræðingar okkar, að í samkomulaginu felist veiðimöguleikar fyrir 110—130 þúsund tonnum, þó sennilega nær lægri tölunni. Hér við bætist óbeina viðurkenn- ingin og friðun á vissum tímum og svæðum. Og ég tók mína ákvörðun. Ég greiddi sam- komulaginu atkvæði. Stríð vildi ég ekki stríðsins eins vegna, með allri þeirri áhættu, sem því hlaut að fylgja. Reynslan ein verður svo að skera úr um það, hvort þeir 53 þingmenn í öllum flokkum, sem sömu afstöðu tóku, gerðu rétt, eða þeir 6, sem samkomulaginu höfnuðu. En það er sannfæring mín, að af þessu máli hafi Island hlotið sæmd jafnt útávið sem inná- við, og að Islendingar hafi nú þegar að mestu — og algjörlega innan tveggja ára — náð þeim árangri, sem menn gátu gert sér vonir um með útfærslunni. Vonir standa til, að samningar náist líka við Þjóðverja á svipuðum grundvelli og samið var við Belga, Norðmenn, Færeyinga og Breta. Og svo gerum við okkur vonir um, að Hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna komizt að niður- stöðu, sem undir öllum kringumstæðum verði hagstæð málstað Islendinga og þeirra þjóða annarra, sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta. Afkoma atvinnuveganna á liðna árinu ' Afkoma atvinnuveganna er í öllum aðalatrið- um spegilmynd af afkomu þegnanna. Við þessi áramót hafa ýmsir forustumanna a-tvinnulífsins, flestir úr liði stjórnarandstöðunnar gefið liðna árinu sinn vitnisburð. Meðal þeirra eru t.d.: Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, sem m.a. farast svo orð í Morgunblaðinu: „Þótt ég hafi hér nefnt nokkur vandamál, eru sem betur fer bjartar hliðar einnig. Verðlags- þróun sjávarafurða hefur verið einstaklega góð, þótt ekki sé talið, að hún geti haldið áfram á næsta ári, eins og á því, sem er að kveðja. Mjög vel horfir með loðnuveiðar á næsta ári, og verðlag á þeim afurðum einstaklega gott. Lík- ur eru á, að við getum haldið áfram síldveiðum í Norðursjó á næsta ári líkt og á þessu ári (þ.e. 1973).“ Kristján upplýsir, að afurðaverð hafi hækkað um 42% á erlendum markaði á árinu. Síðar í grein sinni segir hann orðrétt: „Okkur hafa bætzt mörg ný fiskiskip á árinu, og mörg eru væntanleg á næsta ári. Hafa þau sýnt yfirburði í aflabrögðum, stórbætt vinnu- aðstöðu sjómanna og tryggt atvinnuöryggi í hinum ýmsu sjávarþorpum." Verð ég að segja, að þetta er ekki óhagstæður vitnisburður um atvinnumálapólitík núverandi ríkisstjórnar, því að rétt og satt er þetta allt saman. Þá kemur að vitnisburði um iðnaðinn, og gef ég Gunnari J. Friðrikssyni, formanni Félags íslenzkra iðnrekenda orðið. Hann segir m.a.: „Gert er ráð fyrir, að aukning á framleiðslu- magni í iðnaði á liðnu ári muni nema 8—10%, sem er meiri aukning, en árið þar á undan, en það ár var aukningin 6—8 prósent.“ .... Hér er þá um myndarlega framleiðslu- aukningu að ræða, og má fyrst og fremst þakka hana mikilli kaupgetu almennings og þar af leiðandi mikilli eftirspurn eftir vöi’um. Þá er gert ráð fyrir verulegri aukningu á út- flutningi iðnaðarvara, en þó minni en vonazt hafði verið eftir. Aukningin er áætluð tæp 40% að magni, og munar þar mest um aukningu á útflutningi á áli.“ Þá segir Gunnar, að um verulega framleiðni- aukningu hafi verið að ræða í iðnaði á árinu. Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna segir stöðugan vöxt hafa verið í iðnaðinum seinustu árin, og telur hann, eins og Gunnar framleiðsluaukninguna hafa verið 8—10%. „Þróun næsta árs,“ segir Sigurður, „verður sennilega svipuð og í ár. Ef kaupgeta heldur áfram að aukast eins og á þessu ári, mun eftir- spurn eftir framleiðslu og þjónustu iðnaðarins nalda áfram að aukast.“ Og enn segir Sigurður Kristinsson: Mikil gróska er í byggingariðnaðinum og hef- ur verið undanfarin ár. Þrátt fyrir mikinn fjár- skort húsnæðislánakerfisins er ekkert lát á byggingaframkvæmdum, og gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.“ Þá kemur að landbúnaðinum: Um það segir Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri þetta: „Árið 1973 hefur verið með beztu árum fyrir bændur á þessari öld.“ Og hann bætir við: Það er góður huguf í bændum, verðlag og árferði hagstætt, framkvæmdahugur mikill bæði hvað varðar ræktun og byggingaframkvæmdir. Þessa vitnisburði um gengi atvinnulífsins læt ég nægja. Hér er ekki dregin upp nein glans- mynd. Þetta er raunveruleikinn. Munurinn er vissulega mikill samanborið við það neyðará- stand, sem ríkti hér á landi fyrir nokkrum ár- um, þegar íslenzkir þegnar urðu hundruðum saman að flýja land, jafnvel í aðrar heimsálfur, sökum atvinnuleysis. Og það vil ég segja, að lítil ástæða er til að víla og vola og tala í örvæntingartón um hörmungarástand í efnahagsmálum, þegar und- irstaðan, atvinnuvegirnir standa með blóma, og dýrmætasta eign þjóðarinnar, vinnuaflið, er fullnýtt og vel það. Þróun verdlagsmóla Eg vitnaði hér að framan í ummæli Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, um stöðu sjávarútvegs- ins. I þeirri sömu grein í Morgunblaðinu sagði hann líka þessi athyglisverðu orð: Viðtalstími borgarfulltrúa Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi, mun verða til viðtals á skrifstofu SFV-félags- ins að Ingólfsstræti 18 alla mánudaga kl. 17—18, sími 19920. Skrifstofa SFV-félagsins Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17—19, sími 19920. Eru félagar og aðrir velunnarar SFV-félagsins beðnir um að hafa samband við skrifstofuna vegna útbreiðslumála félagsins og blaðsins. Umræðufundur um STJÖRNMÁLAVIÐHORFIÐ OG STJÓRNARSAMVINNUNA SFV verður haldinn hjá SFV-félaginu í Reykjavík að Hall- veigastöðum n.k. mánudagskvöld 14. janúar, og hefst klukkan 20.30. kJ M W Frummælandi Magnús Torfi Ólafsson> ráðherra. Félagar eru hvattir til að sækja fundinn og koma með nýja félaga. Stjórn SFV — Reykjavík.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.