Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 09.01.1974, Blaðsíða 4
4 Þ J 0 Ð M Á L Ijjóftmál Otgefandi: Samtök frjólslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritnetnd: Finar Hannesson (óbm.), Kári Arnórsson, Margrét Auðunsdóttir, GuSmundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Askriftargjald kr. 50 pr: m: f lausasölu kr. 30. — Upplag 6000. Jólagjöf Seðtabankans Stjórar Seðlabankans eru iðnir við kolann. I mörg ár 'hafa þeir herjað á um lóð undir höllina sína í gamla miðbænum. Þar og hvergi annarsstaðar skyldi hún rísa og gnæfa hátt guði fjármagnsins til dýrðar. Bankastjórunum lá ekki svo mjög á að koma húsinu upp, aðalatriðið var og er staðsetning- in í elsta hluta bæjarins. Sjónarmið þeirra í þessu máli hefur aldrei verið viðskiftalegs eðlis, því að þannig er ekki háttað um starfsemi bankans, og verður vart fundin önnur ástæða fyrir þrákelkni stjóranna en fordildin ein. Hún er frá þeim tímum, er ekkert þótti fínt, nema það væri í miðbænum. Þessi ólæknanlega árátta bankastjóra Seðlabank- ans, að - hola húsinu niður nákvæmlega þar, sem ekki er staður fyrir það, hefur jafnan mætt skiln- ingi íhaldsaflanna í borgarstjórn (og í ríkis- stjórn?) enda undarlegt, þar sem fjármagnið á í hlut. Hinsvegar hafa ibúarnir almennt haft sitt- hvað við þetta að athuga, og kom það rækilega fram í sumar, þegar byggingarframkvæmdir hóf- ust á Arnarhóli, þær voru stöðvaðar og almenn- ingsálitinu einu, fyrir að þakka. Stjórn Seðlabank- ans og íhaldsöfl borgarstjómar vildu húsið upp, en hinn almenni borgari sagði nei og það svo kröftug- lega, að verkið stöðvaðist. Um hlut ríkisstjórnar- innar, sem þetta blað styður, skal ekki fjölyrt. Hennar afsökun er i þvi fólgin, að bankavaldið á íslandi stendur ríkisvaldinu ofar. Þrátt fyrir andspyrnu almennings, em banka- stjórarnir enn ekki af baki dottnir. Viku fyrir jól láta þeir til sin heyra á ný, og boðskapurinn er á þessa leið: Sjá, vér höfum fundið lausnina. Húsið skal upp i samræmi við hina gömlu, smekklegu teikningu vera, aðeins verður það einni hæð lægra en áformað var í sumar og að auki örlítið fjær styttu Ingólfs á háhólnum. Nú mega allir vel við una. Þetta var jólagjöfin, sem Seðlabankinn sendir Reykvíkingum, og nú stendur upp á þá að þakka fyrir sig. Tæpast þarf að gera því skóna, að meiri- hluti borgarstjórnar fari að andæfa þessum síðasta leik í tafli bankastjóranna. Samþykki borgarstjórn- arinnar er þvi nokkurn veginn tryggt, og þá ber einnig að þakka henni jólaglaðningin. Það þakk- læti ættu borgarbúar að láta í ljós sem fyrst og í síðasta lagi næsta vor, þegar kosningar til borgar- stjórnar fara fram. AG. Laus staðo Staða löglærðs fulltrúa i viðskiptaráðu- neytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu, Arnarhvoli, fyrir 1. febrúar n.k. Viðskiptaráðuneytið, 3. janúar 1974. Vertíðarþankar Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að fara að minnast á Sundahöfnina núna eftir alla þá langhunda, sem menn hafa skrifað um' hana, bæði með og móti. En ég ætla hvorki að lasta né lofa byggingu hennar. Því aðeins minnist ég á Sundahöfn að nú hillir aðeins undir það, að hún verði nýtt á eðliiegan hátt, þó að enn vanti að henni veg, sem fær geti tal- ist. Ekki er hægt að segja að umskipun sé hafin fyrir alvöru í höfninni nema kom í Kornhlöðuna og svo var tals- verðu af loðnu skipað í land þar í vetur fyrir verksmiðj- una á Kletti. Risin em myndarleg hús á hafnarbakkanum 1 Sundahöfn, svo ekki þarf að flækjast með þær vörur, sem þar fara í land, bæinn á enda til að koma þeim í hús. En ennþá er allt ein for í kringum höfnina. Vonandi stendur það til bóta. Nú ætlar SÍS að fara að reisa stóra skemmu þarna innfrá, en þeir hafa verið frekar illa settir fram að þessu: Þegar farið verður að nota Sundahöfn fyrir alvöru, mætti ætla að eitthvað leystist úr þeim miklu vandræðum, sem alla jafnan em í Vesturhöfn- inni, það er að segja, ef flutningaskipin verða færð þaðan í burtu og hætt verður að nota skemmurnar þar und- ir vörur eingöngu. Haustið er sá tími, sem menn nota til viðgerða á bátum og vélum og eins koma margir bátar utan af landi til Reykjavíkur í viðgerð og því verður oft mikil þröng í Vesturhöfninni. Og einnig fer oft svo að þeir, sem eru að veiðum og þurfa að losna við fisk, eigi í erfið- leikum að komast að. Það er löngu orðið tíma- bært að fá eina skemmuna í Vesturhöfninni sem fiskmót- tökuhús þar sem gert væri að aflanum og hann þveginn og settur í kassa í kæliklefa og þangað væri hann sóttur jafnóðum og hann færi í vinnslu í húsunum. Þá yrðu lagðar niður aðgerðarstöðv- arnar í fyrstihúsunum á ver- tíðinni með öllum þéim sóða- skap, sem því fylgir, þó ekki sé minnst á aksturinn fram og aftur, en þar er stór kostn aðarliður. Auk þess ætti Iönd un að ganga að mun betur úr bátunum því oft stendur á bílum, þegar langt er að fara og mikil er umferð. Nú ætlar frystihúsið ís- bjöminn að fara að reisa frystihús á hafnarbakkanum og hlýtur það að vera stór- breyting fyrir þá frá því að þurfa að fara með fiskinn út á Seltjamarnes og síðan það- an í hinn endan á borginni inn að verksmiðjunni á Kletti, með úrganginn. Það er ekki óeðlilegt að hugsa sér að frystihús, sem stendur nærri hafnarbakkanum og tekur á móti ísuðum fiski, t. d. úr togara, notaði færibönd frá borði og inn í hús. Að sjálfsögðu þyrfti að vikta í húsinu, en ekki að nota bíla og fara langan veg til að vikta, þegar örfáar bíllengdir em frá skipi að húsinu. Ekki getur það talist eðlileg með- ferð á matvöm, eins og far- ið hefur verið með fiskinn, þegar honum hefur verið troðið á stóra bíla með hliðar- borð á annan meter og ekið með hann fleiri kílómetra frá Þorlákshöfn og sunnan af nesjum og síðan sturtað í stóran bing. Ekki getum við vænst þess að fáist góð vara með slíkri meðferð og ættu slík vinnubrögð að heyra for- tiðinni til. En 1 stað þessa ættum við að leggja kapp á að vanda vömna sem mest. 20. 11. 1973. Við áramót Þrátt fyrir að það ár, sem nú er að kveðja, hafi í mörgu verið erfitt og nægir þar að nefna þær miklu náttúruham- farir, sem urðu á fyrsta mán uði ársins með öllu því tjóni, er þeim fylgdu og þá mest fyrir íbúa Vestmannaeyja og seint verður bætt, þá er ekki hægt annað að segja, þegar á heildina er litið við ára- mót, en að árið hafi um margt verið hagstætt. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á ýmsum sviðum og allir, sem heilsu höfðu, hafa haft óhemju vinnu og góðar árstekjur. Að vísu tek- ur verðbólgan sinn skammt af launum manna enn sem fyrr. Á þessu áxi, 1973, hefur þorsk afli verið eitthvað minni en á árinu 1972, en í heild er aflinn meiri, enda loðnan og síldin mun meiri og þeir, sem þá veiði hafa stundað, hafa gott ár. Hin nýju skip, sem bætst hafa í flotann, búinn skuttrolli, hafa yfirleitt aflað vel og sýnt að innflutningur þeirra á fyllsta rétt á sér. Á nýafstöðum fundi LÍÚ var því reyndar haldið fram, að á þessum skipum væri tap og þarf kanski engann að undra, enda er fyrsta árið sennilega alltaf erfiðast og á því ætti að vera hægt að ráða bót um stundarsakir. Enn er ósamið við sjómenn og fiskverð er ekki heldur komið, þó að það eigi að vera komið fyrir áramót. Ekki er heldur búið að semja við verkafólk, þó að BSRB hafi gert samning, sem í meginatr iðum er í þeim anda, sem ASÍ hefur mótað; það er að hækka við þá, sem lægst hafa launin, og helst þurfa að fá hækkun. Minnkandi fiskafli á heims markaðinum ætti að þýða aukna eftirspurn og jafnvel hækkað verð á okkar aðalút- flutningsvörum, sem gæti þá komið að einhverju upp í þá hækkun, sem fyrirsjáanleg er á olíu og ætti að eihhverju leyti að vera hægt að bæta útgerðinni þann aukatilkostn að. Um fátt hefur verið meira rætt í heimsfréttunum að undariförnu en olíuskortinn og ekki að ástæðulausu, svo mikiö sem undir þessum orku gjafa er komið, bæði fyrir iðnað, ljós og hita. Við ís- lendingar stöndum reyndar vel að vígi, svo er viðskiptum okkar við Rússa fyrir að þakka. En búast má þó við stórfelldum hækkunum. Þrátt fyrir það að okkar land sé ekki auðugt, þá eigum við mikið af óbeislaðri orku þar sem eru fossarnr og heita- vatnið, sem enn er ónýtt, eins og hér á Suðurlandi þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Við Islendingar hljótum að mæna vonaraugum tl þeirrar margumtöluðu hafréttarráð- stefnu, sem verður á næsta ári og þeirra, sem eftir er að halda, því að þar munu ráð- ast örlög okkar varðandi land- helgismálið og yfirráð okkar yfir auðlindum landgrunnsins. En undir þvi er okkar lífs- afkoma, að við fáum þann umráðarétt og hagnýtum hann skynsamlega með hóf- legri veiði og friðun uppeldis stöðva. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næsta ári í hafnarmálum á SUðurlandi og stórfelldar virkjanir að ó- gleymdum hringveginum, sem verður eftirminnileg afmælis gjöf til þjóðarinnar á ellefu hundruð ára afmælinu. Von- andi verður einnig tekin ákvörðun í herstöðvarmálinu og væri það ekki ómerkleg eifmælisgjöf til þjóðarinnar á þessum tímamótum; að her- setunni yrði Iokið. Um leið og ég lýk þessum fátæklegu hugleiðingum, lang ar mig að þakka félögum mín um í SFV fyrir ánægjulegt samstarf á árinu, sem er að kveðja, og óska þeim og öllum Islendingum farsældar á því ári, sem nú fer í hönd. Á gamlársdag 1973. Guðmundur Bergsson. Auglýsing utnBtmjicdt1 Með vísun til 10. greinar laga nr. 38 frá 1935, hefur ráðherra ákveðið að frá 1. janúar 1974 verði fóstureiðingar samkvæmt lögum nr. 38 frá 1935 heimilar á öllum þeim sjúkrahúsum á landinu þar sem starfandi er sérfræðingur í kvensjúkdómum eða sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Þá er gert ráð fyrir að landlæknir taki tillit til þessarar ákvörðunar er hann ákveður að- gerðum stað samkvæmt 6. gr. laga nr. 16 frá 1938. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 28. desember 1973.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.