Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 5
Þ J Ó Ð M Á L 5 Einar Þorsteinn Asgeirsson: Er tæknistéttin hemill í menningar- sókn þjóðfélagsins? Þó að efalaust séu ýmsar góð- ar ábendingar 1 grein Bergs Sigurbjömssonar með þessari fyrirsögn, sem birtist nýlega í Þjóðmálum, eru þar þó nokkur atriði of einhliða til þess að geta talist tæmandi umfjöllun til skoðunarmyndunar um mál- efnið. Til að öllu réttlæti sé fullnægt vil ég benda á eftir- farandi: 1. Menntamenn eru einnig skattgreiðendur og greiða því menntun sína með öðr- um. Hvorugan hópinn menntamenn og skattgreið- endur er unnt að einangra frá hinum, eða nota hvom á mótí hinum. 2. Ef menntamenn og tækni- menn em orsök sífelldrar hækkunar byggingakostn- aðar er vissulega rétt að byrja á því, að meta vinnu þeirra einna lægra. Annars ekki. 3. Dæmin um kostnaðaráætl- anir, þar sem bæði „ófyrir- séð“ og „teikningar og um- sjón“ em metin 10%, em einfaldlega of ónákvæm til þess að mark sé á þeim tak- andi. Allir vita að hönnun- arkostnaður er ekki stig- hækkandi með byggingar- kostnaði, þ.e. 10% er e.t.v. rétt við 10 milljón króna hús, 5% er raunhæfara við 500—1000 miilljón kr. bygg- ingu. Sérsamningar em gerðir um byggingar, sem kosta meira en 150 milljón- ir. Við öll venjuleg hönnun- Faxi skrifar-------------- Framhald af bls. 4 tökur í íslenska sjónvarpinu em tæknilega svo langt fyrir neðan allar hellur, að menn, sem hafa kynnst þessum málum annars staðar fara hjá sér. Og svo standa forsvarsmenn sjón- varps og útvarps og horfa beint framan f almenning án þess að blikna. Hvflík forheimskun. Sjónvarp og útvarp eru menn- ingartæki, sem geta verið fs- lensku þjóðlífi slikur lífgjafi, sem við þurfum einmitt á að halda. Við þurfum að hætta að eyða peningum f andlega staðnaða og sloknaða menningarvita, bremsunefndir forpokunar og hroka og andlegrar smá- mennsku. En hvað er hægt að gera? Er ekki allt embættismanna- kerfið og félagskerfið sama markinu brennt? Er furða þótt ofstopaöf! og kommúnismi fái byr undir vængi á Islandi? Nei, það er ekki furða. Ungt fólk í dag skynjar vesaldóminn. Það er bara spumingin hve Iengi það sættir sig við ástandð. Þetta er kynslóðin, sem á eftir að vaxa upp og Guð forði okk- ur frá, að hún verði jafn menn- ingarlega steindauð eins og embættismannaruslið, sem við sitjum upp með í dag. arverk er ekki greitt tíma- kaup, þannig að ef deilt er með endanlegum unnum tímum 1 hönnunarkostnað kemur út mun lægra tíma- kaup útseldrar vinnu en 1200.00 krónur. 4. Markmið með islenskri tæknimenntun, er einfald- lega að þurfa ekki að kaupa erlenda tæknimenn með enn hærri laun inn í land- ið. Nútímabyggingar verða ekki leystar án tæknimennt unar. Án hennar yrðu þær óbyggjanlegar. Ef menntun borgar sig ekki fyrir þjóð- félagið, því erum við þá sammála um að halda henni áfram? 5. Góður og þar með dýr und- irbúningur bygginga er al- ger nauðsyn og um leið hag ræðingaratriði. Það er dýrt að breyta eða laga vitleysur eftir á. Úr því að Svíþjóð er nefnt sem dæmi í greininni er ekki úr vegi að geta þess, að stórbyggingar eru þar oft frá tveim til fjórum árum i hönnun, en sex-niu mánuði I byggingu. Dæmi: annað fullkomnasta sjúkra- hús Evrópu í Lundi. 6. Tæknimenn eru flestir hverjir iaunþegar með um- reiknaðrar 400,00 á tímann að meðaltali en ekki 1200,- kr. Tímakaupið 1200,- kr. er útseld vinna, þ.e. þar er eftir að draga frá laun starfsmanns og tæknistofu- rekstur. Samlikingin á 120,- kr. og 1200,- kr., sem hér er gerð, er því út í bláinn. 7. Sannarlega væri óskandi að tæknimenn flyttu með sér inn í landið tækninýjungar annarra þjóða. Það gerðu þeir fyrir 50 árum síðast með steinsteypunni. Stöðn- unin nú er einfaldlega fólg- in í þvi að nýjar aðferðir kosta tilraunir, sem ein- hver þarf að borga. Það skýrir svo af hverju fram- þróuð erlend byggingar- tækni er eins hlaðin einka- . leyfum i bak og fyrir og raun ber vitni. Uppbygging- in hér frá núlli á 50 árum hefur tekið allan kraft tæknimanna, en verið veitt- ur forgangur opinberra að- ila. Ef til vill léttir til 1 þessum málum nú, en stað- reyndin er sú, að lækkun byggingarkostnaðarins kost- ar mikið fé. 8. Það er rétt, að staðlaðar byggingar eru hugsanleg lausn, en framtíð þeirra mála hér fer eftir lögmáli framboðs og eftirspumar og vegna smæðar markaðs- ins hér getur varla orðið um raunhæfa samkeppni að ræða, sem lækki bygging- arkostnaðinn í öllum hús- verðum. Stór markaður í Svíþjóð er undirstaða und- ir verksmiðjuframleiddum húsum þar. 9. Ég tek undir þá hugmynd, að senda hagfræðinga með Einar Þorsteinn: Skipulags- og húsnæðismál borgarinnar Fátt er það, sem snertir hvern einstakling eins og hús- næðið, og á það þó einkum við þá, sem ekki hafa það eða eiga von á þvl að missa það. Svo hefur æxlast til hér á landi vegna verðbólgu undanfarinna áratuga að allir með handbært fé hafa fest það í húsnæði. Og verður það að teljast eðlileg ráðstöfun að því er snertir fé- sýslu-hlið málsins. Með þessari þróun hefur húsnæði orðið að eins konar hlutabréfum í aug- um fjölmargra, sem ekki falla hvað sem á dynur. Og láta sér því margir fátt um finnast um þá hlið málsins, sem snýr að neytanda húsnæðisins. En eins eðlilega og raunveruleg hluta- bréf koma hvorki einum né neinum við utan eiganda þeirra, kemur húsnæðið öllu samfélaginu við, þar sem það er snar þáttur í uppfyllingu þarfa mannsins, sem er jú inni- hald alls samfélagsins. Og þá er sama hver eigandi þess er. En það er tvennt að vera húseigandi og Húseigandi. Að eiga sitt eigið húsnæð og búa sjálfur í því er eðlilegt og sann- gjarnt og krefst engra reikn- ingsskila við samfélagið. Ann- að er að eiga margar ibúðir og leigja þær fjölda einstaklinga. Það gerir menn hins vegar ábyrga gagnvart samfélaginu. í Vestur-þýzku stjómar- skránni er meðal fyrstu laga- greina þessi: Eigentum verp- flictet, eða: Eignir skuldbinda þig gagnvart öðrum. Ég hef saknað þess að finna ekki við- líka grein í íslenskri stjórnar- skrá. í heild hefur löggjafar- valdið ekki tekið sanngjarnt til- lit til þeirrar sjálfsögðu þarfar, sem húsnæði er öllum mönn- um. Hér er ekki til stofnhúsa- leigusamningur frá yfirvöldum. Hér er ekkert eftirlit með þró- un húsaleigu, hvemig hún hækkar í það óendanlega. Hér er ekki stuðlað að samtökum leigutaka. Og hér er ekki rann- sökuð skattsvik í sambandi við uppgefna húsaleigu. Meðal annars af þessum ástæðum hafa fjölmargir farið út í það að byggja sjálfir af engum efnum og eru þar af þekktar margar harmsögur. Það má ef til vill kenna leigu- tökum sjálfum um að hafa ekki fyrir löngu stofnað með sér samtök til þess að ná rétti sínum. En margt annað vinnur á móti því meðal annars lævís áróður um það, að ekki sé fínt að leigja. Að það sé merki um það að hafa orðið undir í baráttunni. Fyrir mitt leiti get ég ímynd- að mér töluvert margt annað þarfara þjóðfélaginu, sem ein- staklingurinn getur gert fyrir eigin hag en að eyða bestu ár- um ævi sinnar í húsbyggingar. 1 dag hafa húseigendur, sem leigja út nær ótakmarkað vald yfir húsnæði leigjenda sinna. Samband þeirra er enn í dag nánast eins og samband léns- herrans og leiguliðans fyrr á öldum. Á hinn bóginn ætti að vera ljóst að húsnæði eru sjálfsögð mannréttindi öllum til handa, og þá er skylda löggjafarvalds- ins að skrifa það efst á sinn fána og semja svo smáaletrið út frá þeirri staðreynd. Til að nefna aðeins lítið dæmi til úr- bóta vil ég benda á úrlausn að sænskri fyrirmynd að nokkru leyti: 1 stað skyldusparnaðar komi húsnæðisskyldusparnað- ur, þar sem sparað fé verði verðtryggt og verðbólgu- tryggt og renni beint í hús- byggingar á vegum ríkisins að viðbættri fjármögnun fésins. Sparnaðartíminn verði lengdur og hafður frjáls í byrjun þann- ig að foreldrar geti gefið barni sínu verðtryggð húsnæðisskír- teini frá fæðingu. Viss spam- aðartími gefi rétt á íbúð annað hvort til eignar eða leigu að ósk. Það hlýtur svo að vera sjálf- sagður hlutur að koma á reglu á húsaleigumál hér á landi, þar sem of mikið frelsi í þeim málum hefur ekki reynst svo sem til var ætlast. 1. árgangur ófdanlegur Þeir sem eiga í fórum sínum eitt eða fieiri tölublöð 1. ár- gangs Þjóðmála hafi samband við afgreiðsiuna. Blöð þessi eru nú ófáanleg en eftirspurn hef- ur verið nokkuö mikil. Ingólfsstræti 18, Rvk. skeiðklukkur til tækni- manna til að mæla upp vinnu þeirra. Það kynni að minnsta kosti að eyða öll- um ágiskunum um þarfleysi þeirra. 10. Fyrir mitt leiti er ég fylgj- andi því, að allir hér á landi hafi sama mannsæm- andi kaupið fyrir átta stunda dagvinnu sína og greiddu þá allir jafna skatta. Þá fengju allir von- andi einnig sömu upphæð lánaða til húsbygginga, en ekki á bilinu 800 þús. til u.þ.b. 3 millj. En er það ekki einmitt dálítið talandi fyrir vilja okkar til þessa, að hér er stungið uppá hámarkslaun- unum 1000,- kr. á tímann og 100 þúsund á mánuði. Einhvernveginn hefði það verið meira sannfærandi að nefna fremur 500,- og 50 þúsund krónur, sem kæmi og öllu láglaunafólki til góða. Eða eigum við ekki að fórna neinu sjálfir, félagi? um aðsetur skrifstofu bæjarfógetans í Vestmannaeyjum Þann 31. janúar n.k. verður skrifstofu embættisins i Hafnarbúöum i Reykjavik lokað. Skrifstofan verður siðan opnuð þann 1. febrúar n.k. að Bárugötu 15, Vestmanna- eyjum. Verður skrifstofan opin virka daga, að laugardögum frátöldum frá kl. 10.00 — 12.00 Og 13.00 — 15.00. Afgreiðsla almannatrygginga verður þó áfram hjá Sjúkrasamlagi Vestmanna- eyja, sem hefur afgreiðslu i Hafnarbúðum fyrst um sinn. P.T. Reykjavik 21. janúar 1974, Bæjarfógetinn i Vestmannaeyjum. Framtíðarstarf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar að ráða starfsmann til bókhaldsstarfa. — Æskilegt að umsækjandi hafi verslunar- skólapróf eða sambærilega menntun og gæti unnið sjálfstætt. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykjavikur, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Um- sóknarfrestur er til 1. febrúar 1974. FWMAGNS VErTA REYKJAVlKUR

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.