Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 24.01.1974, Blaðsíða 8
8 Þ J 0 Ð M Á L Vill íhnldið til þess aS fá skip. Nægilegt er að panta aðeins eitt. Og ekki þarf að greiða nema 5% kaupverðsins til þess að koma smíðinni í gang, eða 8 milljónir króna. Pólsku togararnir hafa reynst vel, og finnst mér vel koma til greina að BÚR leitaði fyrir sér um kaup á pólskum togara“. Þá vék Björgvin að breytingar tillögu Sjálfstæðisflokksins við tillögu minnihlutaflokkanna um BÚR og sagði: „Borgarfulltrúi Ólafur B Thors hefur nú lýst hér breyt- ingartillögu Sjálfstæðisflokksins við tillögu okkar minnihluta flokkanna um eflingu B.Ú.R Tillaga þessi var stutt og lætur ekki mikið yfir sér. í henni seg ir „að taka beri rekstur B.Ú.R til yfirvegunar á næstunni“. Síðast, þegar Sjálfstæðisflokk urinn lagði fram og fékk sam þykkta hér í borgarstjóm slíka tillögu var það ætlun flokksins að leggja bæjarútgerðina niður. Hefði sú ráðagerð vafalaust heppnast, ef ekki hefði skollið á atvinnuleysi meðan athugun- in á rekstri BÚR stóð yfir, en atvinnuleysið varð til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn sá, að það sjónarmið Alþýðuflokksins er rétt, að nauðsynlegt er að borgin I eigi öflugt atvinnufyrirtæki. Ekki veit ég, hvort sömu ráða- gerðir eru uppi hjá Sjálfstæðis- mönnum nú og áður — þ.e.a.s. þær, að leggja Bæjarútgerð Rvíkur. niður. En tillaga borg- arfulltrúa Ólafs B. Thors slær mig illa og ég veit, að erfið af- koma BÚR í ár gefur hinum aft- urhaldssömustu í Sjálfstæðis- flokknum gott tilefni til þess að krefjast þess, að Bæjarútgerð Reykjavíkur verði lögð niður“. Fjármálaráðuneytið 15. janúar 1974. Auglýsing um gjuldfullinn þunguskutt skv. ökumælum Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá > bifreiðaeigendur, sem hlut eiga að máli, á að gjalddagi þungaskatts skv. öku- mælum fyrir 4. ársfjórðung 1973 var 11. janúar. EINDAGI ER 21. JANtJAR. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skattinn á eindaga, mega búast við, að bifreiðar þeirra verði teknar úr umferð og númer þeirra tekin til geymslu, uns full skil hafa verið gerð. Luus stuðu Staða læknis við heilsugæslustöð á Seyðisfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikis- ins. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1974. Umsóknir sendist ráðuneytinu, sem veitir nánari upplýsingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 15. janúar 1974. Hvert er hlutverk Byggðasjóðs? Samkvæmt lögum um Framkvæmdastofnun rikisins er Byggðasjóður eign rikisins og starfar sem hluti af Kramkvæmda- stofnun rikisins og lýtur söinu stjórn. Hlutverk Byggðasjóðs er að stuðla að jafnvægi i byggð landsins með þvi að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar at- vinnulifs með hliðsjón af landshlutaáætlunum og til að bæta aðstöðu til búsetu i einstökum byggðarlögum og koma i veg fyrir, að lif- vænlegar byggðir fari i eyði. Á þeim tveimur árum sem byggðasjóður hefur starfað hafa lán- veitingar hans numið eftirtöldum fjárhæðum: Árið 1972 kr. 480.398.000,00 Árið 1973 kr. 360.412.000,00 Svæði það er lán Byggðasjóðs ná til er frá Akranesi, vestur, norður og austur um land suður til Þorlákshafnar að báðum stöðum meðtöldum. Helztu atvinnugreinar sem lán úr Byggðasjóði eru veitt til eru þessar: Nýsmiði fiskiskipa, kaup á notuðum fiskiskipum, endurbætur fiski- skipa, fiskvinnslustöðvar (hraðfrystihús, saltfiskverkun o.fl.), niðursuða, fiskmjölsverksmiðjur, framleiðsluiðnaður, þjónustu- iðnaður, sveitarfélög. Æskilegt er að þau fyrirtæki og einstaklingar sem sækja ætla um lán úr Byggðasjóði á þessu ári sendi inn umsóknir og nauðsynleg gögn hið fyrsta. Allar upplýsingar um lán og lánskjör Byggðasjóðs eru veittar i skrifstofu sjóðsins að Rauðarárstig 31, Reykjavik, simi 25133. FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS Byggðasjóður RÍKISSPÍTALARNIR Staða DEILDARHJÚKRUNAR- KONU við GÖNGUDEILD Fæð- ingardeildar Landsspitalans er laus til umsóknar. Óskað er eftir hjúkrunarkonu með ljósmæðra- menntun. Einnig óskast til starfa á sama stað HJÚKRUNARKONA eða LJÓS- MÓÐIR Upplýsingar veitir forstöðukona Landspitalans, simi 24160. Um- sóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 1. febrú- ar n.k. Umsóknareyðublöð fyrir- liggjandi á sama stað. Staða MEINATÆKNIS við BLÓÐ- BANKANN er laus til umsóknar nú þegar. Vinna hluta úr starfi kæmi til greina. Upplýsingar veitir yfirlæknirinn, simi 21512. Reykjavik, 21. janúar 1974 SKRIFSTOFA Rí KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 fró Skattstofunni í Vestmnnnaeyjum Um þessar mundir er verið að senda árit- uð skattframtalseyðublöð 1974 til þeirra, sem heimilisfastir voru i Vestmannaeyj- um 1. desember 1973. Vegna óvissu um raunverulegan dvalarstað má vera, að einhver dráttur kunni að verða á, að þau berist viðtakanda. Þau eru eindregin tilmæli Skattstofunnar, aö framteljendur riti rétt heimilisfang (aðsetur) á fyrstu siðu eyðublaðsins, áður en þvi er skilað. Ef lengi dregst, að framteljendur fái árit- að eyðublað, geta þeir snúið sér til Skatt- stofunnar i Vestmannaeyjum, sem hefur aðsetur að Skúlagötu 57, 4. hæð, simi 17490, og mun eyðublaðið þá þegar verða sent viðtakanda, hafi það ekki þá þegar verið sent á fyrri aðsetursstað. Einnig geta þessir aðilar snúið sér til umboðs- manns skattstjóra eða skattstofu á staðn- um og fengið eyðublöð og sent þau siðan útfyllt til Skattstofunnar i Vestmannaeyj- um. Á þvi er vakin athygli, að skilafrestur skattframtala er hinn sami og áður hefur verið, þ.e. fyrir einstaklinga 31. janúar, en þeir, sem atvinnurekstur stunda, hafa þó frest til febrúarloka. Þeir, sem telja sig ekki geta skilað framtali fyrir greindan skiiafrest, eru vinsamlega beðnir um að snúa sér til Skattstofunnar með beiðni um frekari frest. Þess skal og getið, og skattstjóri og/eða starfsmenn verða i Vestmannaeyjum, og er fólki ráðlagt að fylgjast með tilkynningum um það i Eyjapistli og auglýsingatima Rikisútvarpsins. P.t. Reykjavik 20. janúar 1974. Skattstjórinn i Vestmannaeyjum.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.