Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Miðvikudagurinn 6. febrúar 1974 3. tbl. Bréff f ra blaðinu Vinnum að útbreiðslu blaðsins! Félagar og aðrir stuðningsmenn SFV eru kvattir til þess að senda inn nöfn og utanáskrift kunningja og annarra, sem óska eftir að fá blaðið sent. Enn um sinn verður blaðið sent endurgjaldsiaust. Félagar SFV um allt land! Sametnumst um að kynna stefnumál Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Karvel Pálmason, alþingismaður: Stiórnar- anastaðanog :-.:.'•': '' ' ¦ •' • ¦ landshyggðar- i iii Karvel Pálmason á sæti í f járveitingarnefnd Alþingis. Hér á eftir gerir hann í stuttu máli grein fyrir þróun fjárveitinga í tíð núverandi ríkisstjórnar. Oft heyrist hinn falski söngur núverandi stjórnarandstæðinga, að efnahagsmál okkar íslendinga séu komin á heljarþröm og kann ske meira en það vegna stjórn. leysis hjá núverandi rlkisstjórn- arflokkum. Stjórnarandstæðingar segja nú verandi ríkisstjórn hafa ausið fjármunum þjóðarinnar tvist og bast og með því kynt undir verð- bólgu í landinu. Einnig hafa stjórnarandstæð- ingar fjargviðrast mikið yfir þeirri óheyrilegu hækkun, sem þeir telja að orðið hafi á fjárlög- um 1 tíð núverandi ríkisstjórnar. Þegar stjórnarandstæðingar gagnryna há f járlög sleppa þeir gjarnan að geta um þær stað- reyndir, sem að baki liggja. Það er þær stórlega auknu fjárveit- ingar úr ríkissjóði til styrktar og uppbyggingar atvinnulífsins, til hafnarmála, til heilbrigðisþjón- ustu, til félags- og menningar- mála almennt, til flugmála, til skólamála, til byggingar dagvist- unar. og dvalarheimila, til jöfn- unar námsaðstöðu og til al- mannatrygginga, svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar auknu fjár. veitingar úr ríkissjóði hafa fyrst og fremst farið í uppbyggingu á öllum sviðum úti á landsbyggð inni. Það kalla stjórnarandstæð- ingar að ausa fjármunum og kynda undir verðbólgu. En víkjum aftur að hækkun fjárlaga. Framhald á bls. 2 SFVog Framsókn- arfí. hjóía fram sameiginlega í Kópavogi Alþýðuflokksforustan hafnur samstarfi Á aðalfundi í Félagi frjálslyndra og vinstrimanna í Kópavogi, sem haldinn var 21. nóv. 1973 var samþykkt að leita eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn og Fram- sóknarflokkinn í Kópavogi með það í huga að stefnt yrði að sameiginlegu framboði þessara flokka í næstu sveitarstjórnarkosningum. fulltrúum beggja flokkanns voru skrifuð bréf, þar að lút- andi, og óskað eftir svari þeirra eigi síðar en um áramót. Jákvæð svör bárust frá báðum aðilum, um, að þeir væru fúsir að ræða málin. Fundir voru haldnir, en fljótlega kom i ljós að Alþýðu- flokurinn hafði ekki áhuga á framboði áðurtaldra 3ja flokka, og sú varð reyndar niðurstaðan, að þeir drðgu sig út úr viðræð- unum. Hins vegar náðist algjör málefnaleg samstaða með fulltrú- um Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Framsóknar- flokksins. Sigurjón Hilaríusson svarar hér á eftir nokkrum spurningum um þessar viðræður: — Hver voru tildrög þess, Sig- urjón, að þið í Samtökunum í Kópavogi ákváðuð að leita eftir samstöðu þriggja flokka f næstu bæjarstjórnarkosningum? — Þvl er nú fyrst til að svara, að þegar Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð, þá var það eitt af grundvallarsjónar miðum, að þau skyldu beita sér fyrir því að sameina alla jafn. aðar- og samvinnumenn I einum sterkum flokki. Eftir hinn mikla sigur samtakanna I siðustu al- þingiskosningum og verulegt fylgi í bæjarstjórnarkosningun- um víðs vegar um landið, hlutu forsvarsmenn Samtakanna að Hta svo á, að þar sem sameining var eitt af aðalstefnumálunum þá væri það vilji hins almenna kjós- anda að áðurnefndir þrir flokk. ar vinni að því, að sameinast um málefnin, en ekki sundra kröft- unum I deilur að óþörfu. — Hvernig voru undirtektir hjá Alþýðufl. og Framsóknar- flokknum? — Fulltrúar beggja f lokka svör uðu jákvætt, en hins vegar kom fljótt I ljós, að- vilji Alþýðufl. Framhald á bls. JO Herliðið hverfí á brott með bllu SMpt um veiðarfærl A almennum félagsfundi hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík, sem haldinn var 4. febrúar s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Félagsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna I Reykja vik, haldinn 4. febrúar 1974, tel- ur það eitt af mikilvægustu verkefnum núverandi ríkisstjórn ar að tryggja brottför alls er- lends herliðs af landinu. Fyrir- heit um það var gefið I málefna samningi stjórnarinnar I sam. ræmi við stefnuskrá allra stjórn arflokkanna. 1 stjórnmálayfirlýsingu þeirri, er samþykkt var einrróma á stofnfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna I nðvember- mánuði 1969 stendur m.a. orð- rétt: „Á alþjóðavettvangi ber Islandi að standa utan hernaðar bandalaga og móta sjálfstæða utanrlkisstefnu." Og ennfrem- ur: „Samtökin berjast fyrir upp- sögn herverndarsamningsins og gegn herstöðvum hér á landi." Þessi stefna hefur slðan verið staðfest af landsfundum og flokksstjórnarfundum Samtak- anna. Stefna þeirra I herstöðvar málinu er þvi skýr og ótvíræð. Innganga Islendinga I Atlants hafsbandalagið var bundin þvi skilyrði, að hér yrði ekki her á friðartimum. Nú, þegar framundan er loka- þáttur endurskoðunar varnar- samningsins og viðræðna við Bandarikjamenn, krefst fundur- inn þess, að ríkisstjórnin gefi ekki kost á öðru en þvl, að her- liðið hverfi héðan á brott með öllu."

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.