Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 4
4 Þ J 0 Ð M Á L Ijjcftmál Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritnefnd: Bnar Hannesson (ábm.), Kári Arnórsson, Margrét Auöunsdóttir, Guðmundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Askriftargjald kr. 50 pr: m: I lausasölu kr. 30. Kjaramálin Kjarasamningar milli atvinnurekenda og Alþýðusam- bandsins hafa dregist um of á langinn. Eru nú allar líkur á að verkalýðsfélögin neyðist til að beita verkfallsvopn- inu innan tíðar, ef ekki verður samið við þau fljótlega. Stefnt er að því að verkfall hefjist 19. febrúar n. k. og hefur samninganefnd ASÍ beint því til aðildarfélaga sambandsins að þau tilkynni þetta með tilskildum fyrir- vara. Þau ánægjulegu tíðindi spurðust skömmu fyrir jólin að samningar hefðu tekist með ríkisvaldinu og Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja um nýjan kjarasamning, er gilti til 2ja ára eða til 30. júní 1976. Meginútkoma úr þessum samningum BSRB og ríkisins varð sú, að veru- leg launahækkun fékkst fyrir láglaunafólkið eða 13 til 31 af hundraði á samningstímabilinu, en hækkunarpró- sentan gilti að og með 14. launaflokki, en sama krónu- tala upp launastigann. Auk þessa er gert ráð fyrir tveim- ur grunnlaunahækkunum á tímabilinu, en hin fyrri kemur 1. desember 1974 og hækka þá öll laun um 3 af hundraði og 1. september 1975 kemur önnur hækkun ofan á, er nemur 3 af hundraði. Auk framangreindra launahækkana tókst BSRB að ná fram ýmsum mikil- vægum atriðum til hagsbóta launþegum í þjónustu hins opinbera, svo sem lengingu orlofs, hækkun vaktaálags og fleira. Eins og kunnugt er, var sú stefna mörkuð í launa- og kjaramálum BSRB á þingi samtakanna sumarið 1973 að mestar úrbætur yrðu að fást á kjörum hinna lægstlaun- uðu. Má því segja að sú ákvörðun, sem samninganemnd bandalagsins tók, hafi fvrst og fremst verið trúnaður við þá stefnu. Vissulega voru samningamenn BSRB í ýms- um atriðum óánægðir með frágang mála. Þannig hefur Kristján Thorlacíus, formaður BSRB lýst því opinber- lega hve aðstaða bandalagins væri erfið í samningum þar sem samtökin eiga ekki verkfallsrétt og málin fara til kjaradóms, ef ekki tekst samkomulag. Og þess vegna var sá kostur valinn að semja frekar en að láta málin koma til kasta dómsins, sem opinberir starfsmenn hafa haft slæma reynslu af áður. Lyktir í kjarasamningum ríkisins og BSRB mæltust vel fyrir, ekki síst meðal þeirra, sem telja að bæta eigi fyrst og fremst kjör hinna lægstlaunuðu, en síður hinna, sem betur mega sín. Hafa því ýmsir talið þessa samninga geta verið í stórum dráttum stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Um þetta vitna ummæli verkalýðs- foringja innan ASÍ. Vitað er að ríkisstjórnin hefur í sambandi við kjara- samningamálin boðið fram ýmislegt til hagsbóta laun- þegum, svo sem í skattamálum og húsnæðismálum. En atvinurekendur hafa því miður lítið komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna. Verða þeir að gera betur, ella er framundan stöðvun atvinnurekstrar í landinu, er leiða mun til bölvunar og tjóns fyrir þjóðarheildina. Vonandi tekst að þoka málum það vel áfram á næstunni að ekki komi til allsherjarverkfalls. Halldór S. Magnússon ÞINGMALAÞATTUR Varnir gegn heilsutjóni af völdum hóvaða í samkomuhúsum Fimm þingmenn úr jafnmörg um stjórnmálaflokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vamir gegn heilsutjóni af völdum hávaða í samkomuhúsum. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta rannsaka, hvort heyrnar skemmdir og heilsutjón geti orsakast af hávaða frá hljóð- færum danshljómsveita á skemmtistöðum. Komi 1 ljós við slíka rannsókn, að þessi hávaði sé heilsuspillandi skal ríkis- stjórnin leggja fyrir Alþingi fmmvarp til laga um vamir gegn hávaðamengun á skemmti stöðum. í greinargerð með til- lögunni er m.a. bent á að mæl- ingar, sem framkvæmdar hafa verið á skemmtistöðum hafi sýnt að hávaði hafi mælst fyrir ofan þau mörk, sem hættulaus geti talist. Enn fremur er bent á að víða gildi ákveðnar reglur um vamir gegn hávaða á vinnu stöðum. í þessu sambandi má minna á að forstöðumaður heyrnardeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur hefur skýrt frá því að mælingar, sem gerðar hafa verið á ungum hljómlistarmönnum sýni að þeir hafa margir svipaða heyrn og menn, sem unnið hafa við hávaðasöm störf í járniðnaði um nokkurra áratuga skeið. Viðskiptamenntun d framhalds- skólastigi Menntamálaráðherra mælti nýlega fyrir fmmvarpi er hann flytur um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi. Til þessa hefur menntun verslunarfólks og skrifstofufólks nær ein- göngu farið fram í einkaskól- um, Verslunarskólanum og Sam vinnuskólanum. Með frv. er gert ráð fyrir að settir verði á fót ríkisreknir verslunarskól- ar eftir því, sem þörf er talinn fyrir. Gert er ráð fyrir aukn. um styrkjum ríkissjóðs til Versl unarskóla og Samvinnuskóla, þannig að rekstur þeirra þurfi ekki að byggjast að veralegu leiti á skólagjöldum eins og hingað til. 1 frv. er því slegið föstu að fyrsti verslunarskólinn sem sett ur verði á fót samkvæmt lögun um verði á Akureyri og I fram sögu menntamálaráðherra kom fram það sjónarmið hans að hann teldi brýna þörf til þess að hann yrði stofnaður sem fyrst (jftir að lögih hafa verið samþykkt. Fjdrreiður stjórnmólaflokka Talsverðar umræður hafa far- ið fram á Alþingi um þingsálykt- unartillögu nokkurra þingmanna Alþýðubandalagsins um að fram fari opinber rannsókn á fjárreið- um stjórnmálaflokka. Mest hafa þær umræður einkennst af ásök- unum alþýðubandalagsmanna og sjálfstæðismanna á hvora aðra um óeðlilegar fjáraflanir. Eins og vænta mátti tók Bjarni Guðna son talsverðan þátt í þessum um- ræðum. Eins og svo oft áður var það ætlan hans að sýna fram á siðleysi allra stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka nema að sjálf- sögðu hans sjálfs. Erindi hafði hann þó ekki sem erfiði frekar en endranær. Bjarni ásakaði stjórnmálaflokk anna um að útiloka sig frá því að fá í sinn hlut af því fé, sem veitt er á fjárlögum til sérfræði- legrar aðstoðar við þingflokka. Þessu fé er skipt þannig að tæp- lega einum þriðja hluta er skipt jafnt milli þingflokka, en af- gangnum er skipt niður í hlut- ifalli við þingmannafjölda flokk- anna. Bjami heldur því fram að vafi leiki á því hvort telja beri hann þingflokk eða ekki. Hann lætur því sem hann viti ekki um ótvíræð lagaákvæði þar sem þingflokkur er skilgreindur sem samtök tveggja eða fleiri þing- manna, sem eru fulltrúar stjóm- málaflokks, er komið hefur á fót landssamtökum. Bjarni Guðna- son hefur fengið í sinn hlut af þessu fé jafnt og aðrir þing- menn, en það væri skýlaust laga brot ef veita ætti honum að auki sömu upphæð og greidd er hverjum þingflokki. En í hans huga skiptir það kannski ekki máli. Bjami Guðnason deildi enn- fremur hart á flokkana fyrir óhæfilegar fjárveitingar til blaða. 1 því efni eru þingmenn SFV sammála honum. Við at- kvæðagreiðslu um fjárlög greiddu þeir atkvæði með tillögu um lægri fjárveitingar í þessu skyni en samþykkt var. 1 um- ræðunum kom fram að Bjami taldi óhæfu að nokkrum hluta af þvl fé, sem varið er til blaða skyldi skipt jafnt milli flokka vegna útgáfu kjördæmismál- gagna. Honum finnst greinilega ekki skipta máli hvort hægt er að gefa út blöð á landsbyggðinni eða ekki. Með þessu móti taldi hann SFV fá allt of stóran hlut, on heiðarleikinn var nú ekki meiri en svo að þegar hann fór að telja upp útgáfu á vegum SFV á landsbyggðinni sagði hann þar aðeins vera um eitt blað að ræða, Verkamanninn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú að á vegum SFV voru á s.l. ári gefin út 3 landsbyggða- blöð, auk Verkamannsins. Vora það Vestri og Nýstefna. Næstu tvö ár þar á undan vora blöðin enn fleiri. I einni af ræðum sínum um málið ásakaði Bjarni Þjóðmál, fyrir að hafa stolið auglýsingum frá opinberum stofnunum, sem hefðu við birtingu verið úr gildi fallnar. Það skal viðurkennt að það hefur komið fyrir, að birst hafa í Þjóðmálum auglýsingar, sem ekki hafa lengur átt við. Þetta gerðist á þeim tíma, þegar útgáfa Þjóðmála var óregluleg, og því ekki á hverjum tíma ákveðið endanlega útgáfudag næsta tölublaðs. Hitt skal tekið fram að ekki hafa verið send ir reikningar fyrir slíkar aug- lýsingar, enda um mistök að ræða. Hitt er óskiljanlegra að slíkt geti hent blað, sem kemur út reglulega vikulega, svo sem Nýtt land, málgagn þessa sama þingmanns. Karvel Pálmason talaði næst- ur á eftir Bjarna Guðnasyni og sýndi rækilega fram á hver heið arleiki byggi að baki ummælum hans. í ræðu sinni sagði Karvel m.a.: „Ég get ekki stillt mig um að segja hér nokkur orð, vegna þess að þessi hv. þingmaður gerði mjög að umræðuefni, eins og hann oröaði það, stuld aðstand- enda Þjóðmála með birtingu auglýsinga. Ég hafði því miður ekki tíma til að fara í gegnum mörg tbl. af Nýju landi, mál- gagni þessa hv. þingmanns, en þurfti ekki nema tvö nýjustu blöðin til að sjá eitthvað álíka það vildi svo vel til, að það og hann var að fordæma hvað harðast hér áðan, og kvarta um. 1 tbl. Nýs lands, sem kom út 17. janúar ber að líta etfirfar- andi tilkynningu til söluskatts- greiðenda frá fjármálaráðuneyt- inu: „Athygli söluskattsgreið- enda skal vakin á því að gjald- dagi sökuskatts fyrir desember- mánuö er 15. janúar.“ — 1 blaði, sem kom út 17. janúar. Það vill oft verða svo að þegar menn eru komnir út á kaldan klaka, þá gripa þeir dauðahaldi í hvaða streng, sem fyrir er, og það hef- ur farið svo fyrir þessum hv. þingmanni. Hann er vissulega einn á eyðimerkurgöngunni í ís- lenskum stjórnmálum. Það kom berlega fram í ræðu hans hér áðan. Ég leitaði í blaði, sem kom út í dag, 24. janúar. Reykja víkurborg á greinilega að borga þessa auglýsingu í Nýju landi. Hún er um úthlutun lóða undir íbúðarhús í Reykjavík, og um. sóknum átti skilyrðislaust að vera búið að skila 23. janúar, þ.e.a.s. degi áður en Nýtt land kom út og birtir auglýsinguna. Það er sama ofan í hvaða mál maður fer, sem þessi hv. þm. kemur með, það er allt á eina sveifina. Það er ekki eitt ein- asta mál, sem út úr munni þessa hv. þingmanns keinur, sem er Framhald á bls. 8

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.