Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 9
Þ J O Ð M Á L 9 | Aðstoðarlæknar 3 stöður aðstoðarlækna við Skurðlækningadeild Borgarspitalans eru lausar til umsóknar. Stööurnar veitast frá 1. marz 1974, til allt að 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vfkur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 20. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 24. janúar 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. tjl Sérfræðingur Staða sérfræöings I röntgengreiningu við Röntgendeild Borgarspitalans er laus frá 1. apríl eða síðar eftir sam- komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavlk- ur.Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 7. mars n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 4. febrúar 1974 Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar Grindavík: tJtborgun bóta almannatrygginga fer fram i Félagsheimilinu Festi þriðja mánudag i hverjum mánuði milli kl. 14:00 og 16:00. Útborgun hefst 18. febrúar kl. 14:00. Sýslumaður Gullbringusýslu LAUS STAÐA Staðatilraunastjóra,sem jafnframt annist bústjórn við fjárræktarbúið að Hesti i Borgarfirði,er laus til umsóknar frá 1. júni nk. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir 15. mars nk. Landbúnaðarráðuneytið Tvær RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður stöður AÐSTOÐARLÆKNA eru lausar til umsóknar við KLEPPSSPÍTALANN Og veitast frá 1. mars n.k. Stöðurnar veitast til sex mánaða með möguleika til framlengingar í allt að tólf mánuði. Umsóknum er greini aldur, náms- feril og fyrri störf, ber að skila til stjórnarnefndar rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 20. febrúar n.k. Reykjavik, 30. janúar 1974 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Úr sögu Kópavogs .. • — Framhald af bls. 7 ungu nýbýli, Gunnarshólmi og Lækjarbotnar, tilheyrðu eftir sem áður Seltjarnameshreppi, eins og þær höfðu gert frá upp- hafi. Á þeim býlum, sem voru frá fornu fari í þessum hluta Seltjarnarneshrepps, höfðu íbú- arnir verið við manntalið 1703, fyrsta manntal sem tekið var á íslandi, 29 persónur, við manntal- ið 1816, 31 persóna og 1930 eru taldar þar 47 persónur. Þetta sýn I ir, að í rauninni hafði engin mannfjölgun átt sér stað á þessu svæði í 230 ár. Og ef hugað væri að búskaparháttum á þess- um fomu jörðum fram á þessa öld, mundi þá ekki koma í ljós, að þeir höfðu lítið breytst um aldir, jafnvel síðustu þúsund árin? Ný saga Kópavogs hefst 7. iúlí 1946. Ég vil telja, að hin nýja saga Kópavogs hefjist hinn 7. júlí 1946, þegar sveitarstjóm Seltjam ameshrepps hins foma og þar með ábyrgð á sveitarstjórnarmál- um hans, fluttist í hendur kjör- inna fulltrúa innflytjendanna á landi Kópavogs og Digraness og þeirra, sem fyrir voru á býlunum á þessu svæði. Tímamótin vom því ekki 1. janúar 1948, þegar Kópavogshreppur varð til og því síður 1955, þegar hann var gerð- ur að kaupstað. Ég treysti mér til að fullyrða, að þá þegar, á árinu 1946, var það ákveðið og öll stefna og aðgerðir í málum þessa sveitarfélags miðuð við það, að allt land jarðanna Kópa- vogs og Digraness yrði skipu- lagt sem þéttbýli, þar sem a.m.k. 15—20 þúsund manns gæti sest að til frambúðar. Það var því ofur eðlileg afleiðing af þessari stefnu að íbúar Seltjarnamess vestan Reykjavíkur óskuðu eftir að sá hluti yrði gerður að sér- stöku sveitarfélagi og að Kópa- vogshreppur varð til 1. janúar 1948. Á árum fjárhagsráðs: 288 gjaldendur og 326 þús. króna árstekjur Kópavogshrepps. En hvernig voru skilyrðin til þess, eins og á stóð hér á þess- um ámm, þegar svonefnt Fjár- hagsráð réði lögum og lofum I landinu og leyfi þess þurfti til að byggja jafnvel hinn minnsta kofa, að byggja upp nokkur þúsund manna bæ? íbúar voru 1945—1946 rúm 500 og við upp- haf Kópavogshrepps innan við þúsund manns. Gjaldendur til Kópavogshrepps á fyrsta ári hans 1948 vom aðeins 288. Þeir vom að langmestu leyti fátækt fólk, sem hafði leitast við að koma sér upp bráðabirgðahús- næði á víð og dreif um Digra- nesháls, Kópavogsháls og Kárs- nes. Hvað þurfti að gera til þess að þar risi upp byggð þúsunda manna? Til þess þurfti að leggja vegi og götur samkvæmt nýja skipulagi um allt þetta svæði, uppblásna mela og urðir, með- fram þeim þurfti að leggja vatns veitu og holræsi, tugi kilómetra að lengd. Það þurfti að byggja barnaskóla og gagnfræðaskóla, samkomuhús og fjölda margt annað, sem er frumskilyrði bæj- armyndunar á 20 öld. Það var engin furða þó að þeir, sem áður höfðu stjómað Seltjarnarnes- hreppi hinum forna, og ýmsir fleiri, jafnvel hér, teldu þetta gersamlega útilokað og óhugs- andi. Hin örfáu hundmð manna, sem hér höfðu leitað hælis, gætu með engu móti risið undir slík- um kostnaði, enda mundu þeir, ef ekki væri lagt út í skólabygg- ingar, vegagerð og vatnsveitu o. s. frv. fljótlega hverfa aftur til Reykjavíkur eða annara staða, sem þeir höfðu komið frá. Það má vel viðurkenna það nú, að það var mikil dirfska á ámnum 1946 og 1947 að stofna til þeirra framkvæmda, sem lögðu gmnn að Kópavogsbæ, þvl það var vit- anlegt þá, að þær mundu kosta, ekki aðeins nokkrar milljónir, heldur tugi milljóna í þeirra tíma peningum. Vatnsveitan ein hlaut að kosta margar milljónir. En án hennar var öll aukning á þéttbýli óhugsandi. En eftir að ráðist hafði verið í þær fram- kvæmdir, varð það augljóst hags- munamál sveitarfélagsins, að íbú- um þess og gjaldendum fjölgaði sem örast. Með storminn ■ fangið. Nú mundi það vafalaust vera talið sjálfsagt, að myndun bæjar eins og Kópavogs nyti velvildar rfkisvaldsins og fjárhagslegs stuðnings í ýmsum greinum. En þvi fór víðs fjarri, að um það væri að ræða á þessum árum og er þá vægt að orði komist. Það var þá í lögum, að hvert sveitar- félag, sem hafði innan sinna vé- banda fólk, sem stundaði at- vinnu í öðrum sveitarfélögum, skyldi skila til þeirra þeim út- svörum, sem lögð voru á atvinnu tekjur, sem þetta fólk aflaði sér utan sinnar heimilissveitar. Nú stóð svo á hér, að flestir gjald- endur útsvara í Kópavogi sóttu atvinnu sína að meira eða minna leyti út fyrir hið nýja sveitar- félag. Þar voru engin atvinnu- fvrirtæki. Á fyrstu árum byggðar í Kópavogi varð að gera ráð fyrir því, að mikill hluti álagðra út- svara, frá einum þriðja til helm ings, rynni til annara sveitarfé- laga. Hefðu þessi ólög haldist í gildi, var enginn fjárhagsgrund- völlur til uppbyggingar bæjar í Kópavogi. Það tókst með harð- fylgi eftir harða baráttu í mörg ár, að fá þessi lög numin úr gildi árið 1951. En þó að tekjur Kópavogshrepps væru ekki á fyrsta ári hans, 1948, nema rúm- lega 300 þúsund krónur og árið 1948 innan við 400 þúsund krón- ur, þá gerðust framkvæmdirnar Menntamálaróðuneytið Menntamálaráðuneytið óskar að taka á leigu 150 ferm. skrifstofuhúsnæði nú þegar. Tilboðum, sem tilgreini leigukjör, skal kómið til ráðuneytisins fyrir 7. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið 30. janúar 1974. samt, t. d. reis fyrsta barnaskóla- byggingin, Kópavogsskóli og var tekinn I notkun í ársbyrjun 1949 Á árinu 1948 var byrjað á lagn- ingu vatnsveitunnar og I október 1949 var hleypt vatni á fyrsta hluta hennar, Nýbýlaveg, Digra- nesveg og Hlíðarveg og slðan haldið stanslaust áfram. Var henni að mestu leyti lokið á árinu 1951. Á þessum árum var einnig stöðugt haldið áfram vegagerð, þar til allir vegir, sem þá voru á skipulagsuppdrætti, voru orðnir ökufærir. Árið 1952 komst höfn i Kópavogi á hafnar- lög, strætisvagnar voru keyptir og skipulegum strætisvagnaferð um komið á 1957, annar barna- skólinn, Kársnesskóli, tók til starfa 1957 í byrjun árs, félags- heimili vígt 1959, Víghólaskóli tekinn í notkun 1960 o. s. frv. Það sem hér hefir verið gert: Aðeins húsin 10 þúsund milljóna virði. Ég taldi hér á undan, að um- skipti og timamót í hinni nýju sögu Kópavogs beri að miða við árið 1946. Það sem síðan hefir gerst hér má sýna með mörgum hætti og margvíslegum tölum. Sem dæmi um það óhemju starf, sem hefir verið unnið af íbúum hér að sköpun nýrra verð- mæta, má ef til vill nefna það, að brunabótaverð húseigna I Kópavogi á síðastliðnu hausti var um 10 þúsund milljónir króna, en var haustið 1948 inn- an við eina milljón! Auk hús- eignanna eru hér vitanlega fjöldi allskonar mannvirkja, svo sem gatna og allskonar lagna í þeim, sem varla er hægt að áætla hvað muni kosta, ef ætti að gera þetta nú. Þetta tímamótaár, sem ég nefndi áðan, 1946, voru íbúar hér taldir 521. Árið 1962, þegar ég lét af störfum fyrir Kópavogs bæ, voru íbúar hér taldir 7163. Á þessum 16 árum, frá 1946— 1962, nam fólksfjölgun á Islandi 40,8%, í Reykjavík hafði íbúum fjölgað um 56% á sama tíma, en hér í Kópavogi hafði íbúatal- an nærri 14-faldast, fjölgunin nam 1275%. Á árabilinu 1963— 1971 dró verulega úr fólksfjölg- un hér. Á árinu 1969 var f jölgun- in t. d. aðeins 104 eða 0,96% og árið 1971 var fjölgunin að- eins 53 eða 10.47%. Bæði þessi ár er því í raun og veru um fækkun íbúa að ræða, þar sem fjölgunin nær ekki nándar nærri meðal mannfjölgun í landinu. Nú er hinsvegar fyrirsjáanleg ný alda fólksfjölgunar vegna nýrra hverfa sem skipulögð hafa verið og bygging er hafin á síð- ustu 2 árin, svo sem Efstalands- hverfi, Snælands og Ástúns- hverfi og miðbærinn. Gæti sú fjölgun orðið allt að 6 þúsund manns næstu 2—4 árin. Þá verður enn eftir mikið ó- byggt land úr jörðunum Kópa- vogi og Digranesi og ekki þaö sista til byggingar, t. d. landið í hallanum sunnan Digranesveg- ar austan Bröttubrekku. Það er því sýnilegt, að sú áætl- un, sem hér var gerð árið 1946 um a.m.k. 15—20 þúsund manna bæ í Kópavogi, getur hæglega orðið að veruleika á næstu árum og a. m. k. á þessum áratug. Það hefir sýnt sig, að ungt fólk, sem margt er fætt hér og uppalið, vill halda tryggð við sinn bæ og byggja hér, auk fjölda margra annara, sem sækja hér um byggingarlóðir á hverju ári. Það er besta sönnun þess, að starf frumbyggjanna, sem hófu að byggja þennan bæ fyrir að- eins rúmum aldarf jórðungi, hef- ir ekki verið unnið fyrir gýg.“

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.