Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 12
Því auðveldara sem er að nálgast áfengi, þeim mun meira er drukkið —rætt við Ólaf Hauk Árnason, áfengisvarnoráðunaut Áfengismálin eru vandamál allrar þjóðarinnar. Með tilliti til þess þótti hlýða að ræða stuttlega við Ólaf Hauk Árnason áfengisvarnaráðunaut ríkisins. Fer við- talið hér á eftir: — Hvað er Áfengisvamaráð og hvert er hlutverk þess? — Áfengisvamaráð var stofn- að samkvæmt áfengislögum, sem samþykkt voru 1954. Áfengis- varnaráðunautur er sjálfkjörinn formaður ráðsins, en hinir fjórir, ásamt jafnmörgum varamönnum, kosnir hlutfallskosningu í sam- einuðu Alþingi að afstöðnum hverjum almennum alþingiskosn ingum. Starfssvið Áfengisvarna- ráðs er ákveðið í lögum, en þar segir m.a.: „Áfengisvamaráð fer með yfirstjóm allra áfengisvama í landinu. Það skal stuðla að bind indissemi, vinna gegn neyslu áfengra drykkja og reyna í sam- ráði við ríkisstjórn, áfengisvama nefndir og bindindissamtök, að afstýra skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. — Áfengisvama- ráð skal hafa umsjón með áfeng- isvamanefndum, samræma störf þeirra og vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar í hvívetna. Það skal fylgjast sem best með áfengis- og bindindismálum og veita hlutlausar upplýsingar um þau til blaða og annarra aðilja, er óska þeirra . . . Álits þess skal einnig leita varðandi verðlagn- ingu áfengis." I fyrstu grein reglugerðar fyrir Áfengisvamaráð segir, að ráðið sé stofnað til eflingar bindindis- starfsemi 1 landinu. I reglugerð- inni er þess einnig getið, að ráð. ið skuli leitast við að „vekja athygli manna á þeim hættum, sem áfengisneyslu er samfara." Þá ber ráðinu að safna saman því, sem skrifað er um áfengis- og bindindismál á Islensku og eiga skipti við erlend bindindis- samtök, sem Islendingar eiga aðild að. 1 fáum orðum sagt er hlutverk Áfengisvamaráðs fyrst og fremst það að leitast við að stemma stigu við áfengisneyslu, því að betra er heilt en vel. gróið. Áfengisvarnaráð hefur gefið út ýmis fræðslurit um áfengismál. Það sendir jafnan fjölmiðlum fréttir og niðurstöður rannsókna, sem merkar teljast, og það ann. ast fræðslu- og upplýsingastarf um þessi mál, bæði I skólum og meðal fjölmargra félagasamtaka. Um nokkurt skeið hefur þáttur um áfengismál, sem nefnist Til umhugsunar, verið hálfsmánaðar lega á dagskrá Ríkisútvarpsins. Er ástæða til að þakka útvarps- ráði skilning á nauðsyn þess að taka til meðferðar það félagslega vandamálið, sem stórfelldast er með vestrænum þjóðum á vorum dögum. Það virðist nokkuð algengur misskilningur, að Áfengisvarna- ráð fari með málefni diykkju- sjúkra. Svo er ekki, enda er kveð- ið á um aðstoð við þá I öðrum lögum en áfengislögunum, það er að segja lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Hins vegar er áfengisvamanefnd um, sem eru I hverju sveitarfé- lagi landsins, 224 að tölu, falið I reglugerð að gera það, sem I þeirra valdi stendur til að að- stoða ofdrykkjumenn og fjöl- skyldur þeirra. Af þeim sökum annast Áfengisvamaráð oft og tiðum fyrirgreiðslu I slíkum vandamálum I samráði við nefnd imar. — Hvað um starfsemi bindindis hreyfingarinnar hér á landi? — Góðtemplarareglan á lang- lengsta sögu íslenskra bindindis- félaga. Segja má, að allar áfeng- isvamir I landinu hafi verið framkvæmdar af henni eða ein- stökum félögum hennar I meira en hálfa öld. Reglan hélt hátlð- legt 90 ára afmæli sitt á Akur- eyri fyrir skemmstu. Vom það myndarleg hátíðahöld og sýndu vel þann þrótt, sem býr I sam- tökunum. Það var ánægjulegt að sjá, að ekki láta þeir deigan síga þar norður frá, heldur starf ar þar vösk sveit, sem setur markið hátt. — Víðar á landinu er góðtemplarareglan I sókn, svo sem á Akranesi, I Stykkishólmi og Hafnarfirði og I sjálfri höf- uðborginni. Og ekki má gleyma þvl, að sérlega ferskt og þrótt- mikið starf var I Vestmannaeyj- um fyrir gos. Góðtemplarareglan hefur gefið út bamablaðið Æsk- una I þrjá aldarfjórðunga. Mun ekki ofmælt, að Æskan sé veg- legasta bamablaðið, sem gefið er út á Norðurlöndum. — Is- lenskir ungtemplarar hafa starf- að af miklum krafti undanfarið, staðið að sumarmótum ásamt eldri félögum og nú I vetur stofnað fjölda ungtemplarafélaga víðs vegar um land. Bindindisfélag ökumanna er ekki gamalt að ámm, en traust og sterkt félag, sem á væntan. lega glæsilega framtíð fyrir hönd um. 1 Noregi og Svíþjóð em slík félög vaxtarbroddar bindindis- hreyfingarinnar. Bíllinn þykir áhrifamikill bindindispostuli, ef menn nenna að hugsa eða hafa ekki glatað hæfileikanum til þeirrar iðju. Bindindisfélag Islenskra kenn- ara hefur að sjálfsögðu einkum starfað að fræðslumálum, gefið út mörg fræðslurit og unnið að námsskrárgerð. Félagið hyggst nú gefa út handbók I bindindis- fræðum. Verður það rit væntan. lega nýstárlegt að gerð og þægi- legt til notkunar fyrir kennara og aðra leiðtoga I æskulýðs. ogi bindindismálum. Samband bindindisfélaga I skólum hefur nokkra sérstöðu. Félagar koma og fara örar en I öðmm félögum. Oft hefur sam- bandið beitt sér fyrir rösklegum aðgerðum, nú slðast með breyt ingu á fyrirkomulagi bindindis- fræðslu I skólum 1. febrúar. Auk þessara félaga má nefna Hvítabandið, sem á sér langa og merka sögu á sviði bindindis- og llknarmála, Áfengisvama- nefnd kvenna I Reykjavlk og Hafnarfirði og Bindindisráð krist inna safnaða. Þrjú trúfélög hafa einungis bindindisfólk innan sinna vé- banda, aðventistar, hvítasunnu. menn og Hjálpræðisherinn. — Er blndindisiireyfingin í einhverjum tengslum við starf- semi ráðsins? — Áfengisvamaráði ber að sjálfsögðu að styðja starfsemi bindindisfélaga. Það beitti sér á slnum tlma fyrir stofnun Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu og hefur jafnan verið náið sam- starf milli þess og Landssam. bandsins. Landssambandið er ekki bindindisfélag, heldur sam starfsvettvangur fjölmargra sam- taka, sem sjá þá hættu, sem þjóð inni stafar af síaukinni áfengis- neyslu. Aðildarfélögin skipta tugum. Þar em að sjálfsögðu bindindissfélögin, en af fjöl- mennustu aðildarsamtökunum má nefna Alþýðusamband Is. lands, ISl og UMFl. Þrír menn hafa gengt starfi áfengisvarnaráðunauts, frá því embættið var stofnað 1954: Brynleifur Tobiasson, fyrr menntaskólakennari á Akureyri, sr. Kristinn Stefánsson, fyrr skólastjóri í Reykholti, og Ólafur Haukur Árnason fyrr skóla- stjóri á Akranesi. Sumarmót í Galtalækjarskógi Bindindisfélögin I landinu eru að minna eða meira leyti I tengslum við ráðið. Góðtempl- arareglan hefur um langan ald ur notið nokkurs starfsstyrks beint úr rlkissjóði, en önnur bindindissamtök, svo sem AA- samtökin njóta fjárhagsstuðn. ings frá Áfengisvamaráði. Þykir mér líklegt, að þröngt hefði orð ið fyrir dyrum ýmissa þessara félaga undanfarin ár, ef eigi hefði Áfengisvamaráðs notið við. Þá má geta þess, að áfengisvarna nefndir vlða um land styðja bindindisfélög með ráðum og dáð, og Áfengisvamaráð hefur styrkt æskulýðsstarfsemi vlðs vegar um land. Hins vegar hefur ráðið ekki talið það hlutverk sitt að auglýsa þá starfsemi, eins og um væri að ræða áhugamanna félag eða klúbb. — Áfengissalan fer vaxandi hér á Iandi eftir þvf, sem skýrsl- ur greina, en magnneysla á hvem íbúa er lægri en vfðast hvar annars staðar. Hver er skýr- ingin á þessu? — Áfengissala, mæld I alkóhól- lítmm á mann, er minni á ís- landi en I öðrum löndum Ev- rópu að Tyrklandi undanskildu. Það gleymist oft I umræðum um þessi mál, að áfengisneysla er langmest meðal Evrópumanna og þeirra þjóða I öðmm heimsálf- um, sem em af evrópsku kyni. Áfengisneysla hefur þó orðið vandamál I Japan á síðustu ár- um, svo og meðal einstakra ný- frjálsra rlkja I Afríku. Þá má ekki gleyma þeim kynstofnum, sem Evrópuþjóðir hafa stefnt I beinan voða með tilstyrk áfengis, Indfánum í Norður-Amerlku og Eskimóum á Grænlandi. Tæpast er til nein ein skýring á því, hvers vegna áfengisneysla á mann er minni hér en I ná- grannalödunum. Ég nefni þrjár hugsanlegar skýringar: Aðal- orsökin virðist vera sú, að hér er ekki selt áfengt öl. Reynsla frændþjóða vorra, Svía og Finna sem fyrir nokkmm árum tóku upp sölu áfengs öls, bendir I þá átt. Einkum er reynsla Finna ömurleg. Það var vitað áður, að bjórdrykkja hamlar ekki neyslu sterkra drykkja. í Finnlandi hef ur nú brugðið svo við, eftir að sterka ölinu var hleypt inn I landið, að neysla sterkra drykkja hefur aukist geigvænlega. Bætist sú aukning við ölþambið. Þýzka- land er eitt mesta bjórland álf- unnar. Á ámnum 1950 til 1967 jókst áfengisneysla á íslandi um nál. 70%, og þótti flestum nóg um. Á sama tíma jókst drykkja Vestur-Þjóðverja um 196%. Þá má nefna það, að I vín- framleiðslulöndum, þar sem víns er neytt daglega, er heildar- neyslan mikil. Hér áður fyrr kenndu sumir þessi lönd við það sem þeir kölluðu vlnmenningu. Frakkar og ítalir áttu til að mynda að verða fyrirmyndir nor- rænna þjóða, hvað drykkjuvenj- ur snerti. Sú glansmynd, sem ferðamenn drógu upp af drykkju þessara þjóða, hefur reynst hroll vekja, er nær var skyggnst. Eng in þjóð I heimi ber, svo að vitað sé. þyngri byrðar af völdum áfengisneyslu en Frakkar. Og enn er eitt: íslendingar vtmi óvenju bindindissamir fram an af þessari öld. Það var bind- indissöm þjóð, sem endurheimti sjálfstæði niðjum sínum til handa 1918. Enn er á lífi margt af því fólki, sem ólst upp við hófsamlega lifnaðarhætti áranna fyrir strlðsgróðann, áranna áður en Bakkusarhofin risu I veitinga húsunum, áranna áður en haug. drykkjusiðirnir amerísku tóku að tröllrlða íslensku samkvæmisllfi út á þann Sprengisand andlauss blaðurs, sem gerir persónuleika Framhald á bls. 8

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.