Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 6
6 Þ J Ó Ð M Á L Umræður um varnarmálin voru á dagskrá útvarpsins s.l. sunnudag. Umræðunum stjórnaði Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri í b/rjun þáttarins sagði Hjörtur m. a.: — Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þjóð- málum síðustu vikur og mánuði, að deilurnar um það, hvort varnarliðið skuli fara eða vera, og um frambúðar- skipan öryggismála þjóðarinnar er mál málannna um þessar mundir. Með hliðsjón af þessu þótti okk I ur forvitnilegt að bregða upp ' smá sýnishomi af því sem fram kom í þættinum. Þátttakend- urnir voru m. a. Ólafur Ragnar Grímsson sem helsti tals- maður herstöðvarandstæðinga og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, sem oddviti þeirra sem halda vilja óbreyttu ástandi varnarmálanna. Þess má og geta að Kristján Friðriksson iðnrekandi tók einnig þátt í um- ræðunum, en hann er einn þeirra „170-menninga“ innan Framsókn arflokksins, sem vilja að ráðherr ar Framsóknarflokksins, hafi stefnuyfirlýsingu síðustu flokks- .þinga Framsóknarfl. að engu. En þar hefur verið samþykkt allt síðan 1967, að herinn eigi að fara úr landi. Milli þeirra Ólafs Ragnars og Kristjáns urðu snarp. ar orðasennur. Stjómandinn lagði í upphafi eftirfarandi spumingu fyrir þátttakendur: — Sú skoðun hefur oft heyrst að varnar. og öryggismál séu í eðli sínu svo viðkvæm og mikils- verð í senn, að ætið beri að stefna að sem mestri þjóðarein- ingu um þau, annars sé hætta á ferðum. Nú er fast deilt um þessi mál hér, þið viljið sumir að her. inn fari skilyrðislaust, aðrir, að hann sé hér kyrr. Teljið þið þá þjóðareiningu, sem ég nefndi, ekki svo áríðandi, að ástæða sé til þess að slá af ítrustu kröfum þeirra samtaka, sem þið fylgið að málum og finna málamiðlun- arlausn sem ætla megi að drýgst- j ur hluti Islendinga geti sætt sig við, því að varla næst vemleg ein ing um aðeins aðra þá lausn sem þið bjóðið uppá? Heiðarlega og opna umræðu hefur skort. Ólafur Ragnar Grímsson: — Ein af orsökunum fyrir hita um- ræðunnar á íslandi um herinn, og það sem honum tilheyrir, staf- ar meðal annars af því, að ís- lenskir stjórnmálamenn hafa, vel flestir, og næstum allir, allt frá því aö herinn kom hingað fyrst, mjög vanrækt það, að skýra þessi mál fyrir þjóðinni, á hverjum tíma og hafa uppi almenna, opna og heiðarlega umræðu um þessi mál hér. Þessi óráðurskenndi blær, sem oft er á þessari um- ræðu hér hefur fyrst og fremst verið hjá stjórnmálaforingjunum sjálfum. Maður sér það greini- lega ef maður skoðar Alþingistíð- indi fyrri ára. Það til dæmis hefur farið mjög framhjá þjóð- inni á siðasta áratug, að eðli herstöðvarinnar hér hefur mjög mikið breyst. Upphaflega kom hún hingað sem vamarstöð, en nú er hún fyrst og fremst eftir- litsstöð fyrir Bandarikin og NATO, en ekki varnarstöð. Þess vegna finnst mér mjög mikið út í hött, að tala um það að þessi herstöð hér verji landið. Hún er fyrst og fremst liður í alþjóðlegu eftirlitskerfi NATO-ríkjanna. Herinn fari — ekki úr NATO. Varðandi málamiðlun milli ítr- ustu kröfugerðar á báða bóga, þá tel ég að brottför hersins sé Styrmir Gunnarsson. slík málamiðlun milli ítmstu kröfugerðar, vegna þess að ítr- asta krafan er öðm megin sú, að herinn fari ekki einungis, heldur sé einnig gengið úr Nato og öllu hernaðarsamstarfi við vestrænu ríkin sé slitið. ítrasta krafan hinu megin er svo sú, að herstöðin sé efld. Ef menn trúa þessum tröllasögum, sem vitn'að er stöðugt i, og eflaust era þær að verulegu leyti réttar, um aukinn herstyrk Rússa hér á Atl- antshafi, þá er einmitt niður- staðan af því, ef menn vilja leggja það til grundvallar, að her stöðin hérna verði stóraukin. Það verði stóraukinn herafli Banda- ríkjamanna á Islandi, og bætt við einum tveimur þremur herstöðv- um á Austfjörðum, fyrir Norður- landi og jafnvel á Vestfjörðum einnig. Ef menn vilja gera sér sem forsendur þessa máls, herstyrk Rússa hér í hafinu í kring, þá held ég að samkvæmt eigin for- sendum hljóti þetta að vera nið- urstaðan. Svo ég held, að það sem skín í gegn í spurningunni hér að framan, að stefna her- stöðvarandstæðinga sé ítrasta kröfugerð öðm megin, það sé ekki rétt, það era til mun ítar- legri kröfur á þeim væng ís- lenskra stjórnmála, heldur en stefna herstöðvarandstæðinga, sem fyrst og fremst beinast að því að herinn fari, en ekki brott- flutningur úr Nato. j j Slæmt ef þjóðin er 1 illa klofin. Styrmir Gunnarsson: — Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar, að það eigi að leitast við að fá samstöu meginþorra þjóðarinnar um okkar stefnu í varnar- og ör- iggismálum. Ég held að það sé ákaflega slæmt, fyrir svona litla þjóð, eins og við Islendingar er- um, ef að þjóðin er illa klofin í utanríkismálum og öryggismál- um. Ég er sannfærður um að það er hægt að fá þessa sam- stöðu, sem meginþorri þjóðarinn ar, 80—85% kjósenda, getur staðið að. Slík samstaða var i upphafi, þegar að vamarliðið kom hingað, milli lýðræðisflokk- anna.'sem þá voru þrír, en í dag eru fjórir skulum við segja. Ég er ákveðinn þeirrar skoðunar að það sé hægt að fá samstöðu milli þessara fjögurra flokka, Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna um stefnu okkar í varnarmálum og að þessu beri að stefna. Mér sýnist sá ótrúlega góði árangur sem samtökin Varið land hafa náð í undirskriftasöfnun sinni, þegar nokkuð yfir fjörutíu þús- und manns hafa nú þegar skrif- að undir áskorun gegn varnar- leysi landsins, sýna, að það sé mjög líklegt að 80—85% þjóðar- innar gæti staðið að baki sam- eiginlegri stefnu þessara fjög- urra flokka í varnarmálum. Alþýöubandalagið enginn byltingaflokkur! ÓRG: — Ég verð nú að segja það við Styrmi og aðra, að mér leiðist þetta tal um þrjá og fjóra lýðræðisflokka, vegna þess, að ef við dæmum íslenska stjórn- málaflokka, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi út frá hegðun þeirra innan íslenska stjómkerfisins, þá er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að Alþýðubanda- lagið virði ekki og hafi ekki virt allar þær meginreglur innan is- lenska stjórnkerfisins og þó að þið viljið gjarnan halda þvi fram að Alþýðubandalagið sé kommúnistaflokkur, þá er það bara alls ekki rétt. Alþýðubanda lagið er enginn byltingarflokkur. Alþýðubandalagið er meira að segja frekar hægri sinnaður sós- íaldemókrataflokkur á evrópskan mælikvarða. Þess vegna finnst mér þetta eitt af þeim dæmum um áróðurskennda umræðu, að það er byrjað að skipta þjóðinni upp áður en umræðan hefst. Annars vegar em lýðræðisflokk- ar og hins vegar þeir flokkar, sem ekki eru lýðræðisflokkar, sem þó um 20% Islendinga styður. Alþýðubandal. stjórnað af kommúnistum. St.G. — Ég er þeirrar skoðun-

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.