Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 10
10 þjóðmál Haraldur Henrýsson: SfVtg vamarmalin Framsöguræda á félagsfundi SFV i Reykjavik 4. febrúar s.l. Það er ekki ætlunin að ég fjalli hér almennt um varnarmál- in, þ.e. um rök með og móti herstöðvum, heldur fyrst og fremst um þau viðhorf, sem nú eru uppi varðandi afgreiðslu málsins. Um efnisatriði málsins hafa samtökin margsinnis gert samþykktir, á stofnfundi, lands- fundum og flokksstjórnarfund- um. Þar hefur verið tekin ein- dregin afstaða gegn hersetu og einnig gegn aðild að NATO. Fyr- ir þessari stefnu börðumst við f síðustu Alþingiskosningum og á grundvelli hennar rp.a. unnum við okkar sigur. Ég held, að frambjóðendur samtakanna hafi ekkert legið á stefnu Samtak- ana í þessum málum og a.m.k. get ég sagt, að sem frambjóðandi þeirra lagði ég talsvert mikla áherslu á þennan þátt stefnunn. ar í mínurh málflutningi, Fyrirheitinu fagnað en . . . Afleiðing af kosningasigri okk ar varð myndun rfkisstjómar, sem gerði það að stefnuskrárat- riði sínu að taka varnarmálin til eridurskoðunar og stefna að brottflutningi hersins á kjörtíma bilinu. Því var hins vegar lýst yfir, að stjórnarflokkamir væm ekki sammála varðandi aðild að NATO en ákveðið væri að ísland yrði þar áfram aðili um sinn að óbreyttu ástandi. Auðvitað fögn- uðu allir þeir, sem andvígir vom hersetu, fyrirheitinu um brott- för hersins, en því er ekki að leyna að fljótt gætti tortryggni, ekki síst þegar yfirlýsingar vom hafðar eftir ýmsum stuðnings- mönnum stjórnarinnar á þingi um fyrirvara í þessum efnum og vegna ýmis konar túlkanna, einkum Framsóknarráðherranna, á ákvæðum málefnasamningsins, en þessar túlkanir virtust oft breytast frá degi til dags. Og nú þegar sú stund er að renna upp að á þetta ákvæði reyni, bendir flest til þess að stjómar- flokkarnir geti ekki að öllu leyti staðið við loforð sitt, a.m.k. ekki að þvi er varðar tímasetningu brottfarar hersins. Að vfsu er e.t.v. of fljótt að fullyrða neitt hér um, þar sem endurskoðunar- viðræðum er enn ékki lokið við Bandaríkjamenn. Ljóst er þó að svo mikið hefur á milli borið í þessum viðræðum hingað til, að ekki telst líklegt að Bandaríkja- menn fallist í næstu viðræðum á þau markmið, sem okkar stjóm hafði sett. Að sjálfsögðu hefði þá verið eðlilegast að ríkisstjórnin gerði tillögu um uppsögn, en hér stendur hnífurinn í kúnni: Fyrir liggur yfirlýsing eins stjórnar- þingmanns um að hann muni ekki standa að slfkri uppsögn og i loftinu liggur að einn eða tveir aðrir stjórnarþingmenn hafi hér sömu afstöðu, og ef það er rétt næði málið ekki fram að ganga. Hverjir bregðast? Þetta eru staðreyndir, sem horfast verður í augu við. Við getum jú sagt, að hér sé verið að svikja kjósendur en það leysir ekki málið. En það er hins vegar full ástæða fyrir okkur að gera okkur ljóst, hverjir það eru sem bregðast og draga af því lær- dóma. Við getum t. d. dregið nokkrar ályktanir af þeirri stað- reynd, að það em helst fulltrú- ar peningavaldsins í Framsóknar flokknum, sem nú standa að því að knýja forustu flokksins til fráhvarfs frá fyrirheiti stjórnar- innar í þessu máli. Þar má m.a. sjá í fylkingarrbjósti fulltrúa flokksins f hermanginu, t.d. stjómarformann ísl. aðalverk- taka. Skyldu það vera hugsjónir sem hér ráða gerðum þessara manna eða eru það eigin hags- munir? Þá er það umhugsunar- efni, að stór hluti þessa hóps eru forustumenn og starfsmenn sam- vinnuhreyfingarinnar og er það ekki f fyrsta sinn, sem þessi hóp ur tekur sér stöðu með íhalds- öflunum. í þeim átökum, sem orðið hafa um þetta mál, hafa skýrst mjög andstæðurnar í Framsóknarflokknum, andstæður milli íhalds annars vegar og vinstri manna hins vegar. Get- um við verið í nokkmm vafa um það, hverjir eru hér samherjar okkar? Það væri furðuleg póli- tísk skammsýni ef við létum und ir höfuð leggjast nú að leggja áherslu á málefnalega samstöðu okkar með þeim fjölmenna hóp, sem innan Framsóknarfl. berst fyrir brottför hersins. Það er ein mitt þessi hópur sem við höfum höfðað til þegar við gerum ráð fyrir Framsóknarmönnum sem aðilum að þeirri nýskipan flokka kerfisins, sem við berjumst fyrir. Við höfum alltaf vitað að hinn hópurinn er best geymdur hjá íhaldinu. Sama má segja um Al- þýðuflokkinn. Þar hafa skapast andstæður vegna þessa máls og það væri hlálegt ef við þekktum ekki okkar bandamenn og tækj- um höndum saman við þá. Okkar hlutverk er nú auðvitað fyrst og fremst að fylkja liði með þessum hópum innan þessara tveggja flokka og knýja á forustu þeirra, einkum Frams.fl. nú, um að láta af frekara undanhaldi í þessu máli. Á að slíta nú? En eins og ég gat um áðan stöndum við að öllum líkindum frammi fyrir þeirri staðreynd, að ekki verði unnt að standa að þessu máli að öllu leyti í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann. Okkur er því nauðsynlegt að endurmeta málið, gera okkur stöðuna ljósa og ákveða stefnu okkar þannig að málið verði ekki til lykta leitt án þess að við reyn um að hafa áhrif á framvindu þess. í fyrsta lagi hljótum við að taka afstöðu til þess, hvort við viljum láta það varða stjórnar- slitum ef ákvæði málefnasamn- ingsins fæst ekki efnt til fulls. í öðru lagi, ef við viljum teygja okkur lengra til samkomulags, hve langt og hvaða lágmarks- skilyrði viljum við setja. Það er mitt' mat, að það væri rangt með öllu að láta koma til stjórnarslita nú á þeim forsend- um að ekki séu fyrir hendi skil- yrði til uppsagnar varnarsamn- ingsins nú þegar. Það yrði mál- efninu síst til gagns og myndi mjög líklega leiða til þess að hér yrði tryggð herseta til frambúð- ar. Það myndi einnig hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir vinstri hreyfinguna i landinu og tákna það að hún ætti enn óleyst verk- efni áður en flokkar hennar gætu unnið saman í ríkisstjórn að lausn þjóðmála. Ágreiningur. inn í varnarmálunum hefur skap að henni vítahring, sem henni hefur ekki tekist að brjótast út úr. íhaldið hefur beðið þess og treyst á það að þessi ágreiningur yrði stjórninni að falli og myndi leiða til þess að því yrði tryggð hér valdaaðstaða um alllanga framtið, a.m.k. ekki skemmri tíma en viðreisnartímabilið. Það er því allmikið í húfi fyrir vinstri hreyfinguna að henni takist að leysa þessi mál þannig að þau standi ekki sífellt i vegi fyrir því að flokkar hennar geti unn- ið saman að lausn þjóðfélags- vandamálanna lengur en í mesta lagi tvö til þrjú ár. En auðvit- að má ekki kaupa slíka lausn hvaða verði sem er. Þar verður að miða við ákveðin lágmarks- skilyrði. Tillögur utanríkisráðherra óljósar Utanríkisráðherra hefur lagt fram í ríkisstjóminni hugmyndir um umræðugrundvöll við Banda ríkjamenn, sem munu vera hugs- aðar sem e-s konar samnefnari þeirra sjónarmiða sem fram hafa | komið í stjórnarflokkunum und-, anfarnar vikur. Þessar tillögur 1 hafa ekki verið birtar í heild sinni en utanríkisráðherra hefur sjálfur skýrt frá nokkrum höfuð atriðum þeirra, sem eru: Her. inn hverfi héðan í áföngum fyrir tiltekinn tíma. Vegna skuldbind- j inga við NATO verði samið um ^ einhverja aðstöðu, þ.e. lendingar leyfi hreyfanlegra flugsveita, sem stundi eftirlitsflug. Hér hafi aðsetur hópur tæknimanna, þ.e. flugvirkja og annarra slíkra, er annist eftirlit þessara véla. Einn ig sé hér staðsett eitthvert lög- gæslulið og gert er ráð fyrir rekstri radarstöðva. Þessar till. em í mörgum atriðum mjög óljósar, t.d. um það hvernig lög- gæslulið og starfslið radarstöðva skuli skipað. Eftir umræður i framkv.stjóm og þingflokki SFV hafa ráð- herrar okkar heitið því að vinna að því að fá ákveðnara og skýr- ara orðalag um ýmis atriði, en þessar hugmyndir eru nú á um. ræðustigi í ríkisstjórninni og væntanlega verður ljóst næstu daga hvort samkomulag verður um viðræðugrundvöll. Lágmarksskilyrðið Að mínu mati hljóta eftirfar- andi atriði að verða alger lág- marksskilyrði í samningunum við Bandaríkjamenn: 1. Allt her- lið verði horfið héðan innan tiltekins tíma. Þetta atriði er á stefnuskrá allra stjórnarflokk- anna og ætti þvi ekki að vera erfitt að ná samkomulagi um það. Að því er tímasetningu varðar verður auðvitað að stefna að því að þetta verði sem fyrst og lokabrottfiutningur æ-tti að vera kominn í kring í síðasta lagi á árinu 1976. 2. Verði talið nauðsynlegt, vegna skuldbindinga við NATO að leyfa hér einhverja aðstöðu og hafa hér mannvirki, skal öll löggæsla og eftirlit i þvi sam- bandi unnin af íslendingum og skal þegar hefja þjálfun þeirra til þessara starfa. Hér er undan- skilið tæknilegt eftirlit með flugvélum, sem kynnu að fá hér lendingarleyfi. Verði talið nauð- synlegt að starfrækja áfram rad- arstöðvarnar á Suðurnesjum skulu Islendingar starfrækja þær enda hafa þeir áður tekið að sér starfrækslu slíkra eða líkra stöðva. Við erum aðilar að NATO og á meðan svo er berum við að sjálfsögðu einhverjar skyldur, enda þótt við hljótum að leggja áherslu á þau skilyrði sem voru forsenda fyrir inngöngu okkar í það bandalag á sínum tíma, að hér yrði ekki her á friðartímum. Hlutverk SFV Mjög fast er nú sótt að stjórn- arflokkunum til að fá þá til að falla frá fyrirætlunum um brott- för hersins. Þá er með skefjalaus um móðursýkisáróðri reynt að hafa áhrif á almenningsálitið og vekja ótta með þjóðinni. Hér er búið að vekja upp kalda stríðið á ný og mætti ætla að við hefð- um stigið tuttugu til þrjátíu ár aftur I tímann. A.m.k. er það andrúmsloft, sem hér er ríkj- andi í umræðum um þessi mál í hróplegri mótsögn við það and rúmsloft, sem almennt hefur að undanförnu ríkt 1 samskiptum ríkja, ekki síst ríkja í okkar heimshluta og þeirra ríkja sem helst eiga hér hlut að máli. Dag eftir dag er Rússadraugurinn magnaður upp og nú er vinsæl- ast að tala um Finnlandisser- ingu, sem jafnvel á þegar að vera hafin. Það er alveg ljóst, að allt er í óvissu um úrslit þessa máls. Fyrirheitið í stjórnarsamningn. um hangir á bláþræði. Ég hef það mjög á tilfinningunni að úr- slit málsins kunni að velta mjög á okkur. Ég óttast það mjög, að þeir, sem nú reyna hvað ákafast að fá Framsóknarforustuna til að hætta við öll áform um brott- för hersins, treysti á beinan eða óbeinan stuðning okkar manna. Því miður hafa þingmenn okkar og ráðherrar ekki gert nægilega grein fyrir stefnu samtaka okk- ar og gefið of mikið tilefni til slikra ályktana. Nú ríður á, að þeir taki af allan vafa í þessum efnum. Ég tel að við getum með fullum rétti krafist þess af þeim að þeir standi fast á slikum lág- marksskilyrðum sem hér var lýst að framan og gert þau að úrslitakostum. Geri þeir það er full ástæða til að ætla að málið leysist á þeim grundvelli. Með því uppfylla þeir ekki einungis okkar vonir, félaga þeirra I þess- um samtökum, heldup og vonir félaga okkar í öðrum flokkum, og það er ekki síður mikilvægt. Ifl Félagsróðgjafi Staða félagsráðgjafa við Borgarspitalann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Borgarspitalanum fyrir 8. mars 1974. Upplýsingar um stööuna veitir framkvæmdastjóri Borg- arspitalans. Reykjavik, 12. febrúar 1974. Heiibrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Styrkir til hóskólandms ■ Rúmeníu Rúmensk stjórnvöld bjóöa fram tvo styrki handa isiensk- um stúdentum til háskólanáms i Kúmeniu .lámsáriö 1974-75, en til greina kemur, að styrkurinn verði fram- lengdur til að gera styrkþega kleift að ljúka háskólaprófi i námsgrein ' sinni. Það er skilyrði, að styrkþegi stupdi nám i rúmensku fyrsta árið og standist próf aö þvi loknu. Styrkfjárhæðin er 1.6(10 Lei á mánuöi og styrkþegi er undanþeginn greiðslu kennslugjalda. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til mcnntamáia- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6 Iteykjavik, fyrir 4. mars n.k. Umsókn fvlgi stúdentsprófskirteini á ensku, frönsku eða þýsku, ásamt fæðingarvottorði og heilbrigðisvottoröi á einhverju framangreindra tungumála. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAN AL ARÁÐUNEYTID, 31. janúar 1974.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.