Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 11
Þ J Ó Ð M Á L 11 Kjarabætur — Framhald af bls. 1 árlegu ráðstöfunarfé sjóðanna, og verði sú þátttaka miöuð við kaup verðtryggðra skuldabréfa. Með þessu er hluti af fjármagni lífeyrissjóðanna verðtryggður, en það liefur lengi verið baráttu. mál verkalýðshreyfingarinnar að svo yrði. Skattstigi verði aldrei hærri en 40% af umfram tekjum Skattabreytingar, sem fyrir- hugaðar eru, eru þessar helstar: Tekjuskattur einstaklinga lækki um 40—45%, eða sem nemur 2,7—2,8 miiljörðum króna, á ár- inu 1974. Lækkunin verður fram. kvæmd með því móti að persónu- frádráttur verður hækkaður og skattstigi lækkaður. Þannig er t. d. gert ráð fyrir því að persónu- frádráttur hjóna verði 425 þús. kr., einhleypings 280 þús. kr. og fyrir hvert barn 58 þús. kr. Skattstigi verði aldrei hærri en 40% af umframtekjum. Til þess að vega upp tekjutap ríkissjóðs verði söluskattur hækkaður um 5 stig. Áformaðar eru ýmsar hliðarráðstafanir. einkum í formi sérstaks skattaafsláttar, til þess að tryggja að hagsbætur allra launþega vegna breytinganna verði hliðstæðar. Þessar breyt- ingar eru taldar munu hafa í för með sér hagsbætur fyrir þorra launþega, sem samsvarar 4—6% kauphækkun. Bjartsýni ríkir Að lokum sagði Björn Jóns- son: — Þegar hafist var handa um þessa samningagerð var kröfugerðin mjög flókin. Síðar greiddist þó úr málunum og nú er m. a. búið að koma sér niður á flokkaskiptinguna. Af flokka- tilfærslum og niðurfeilingu lægstu kauptaxta mun leiða sem samsvarar 5% meðalkauphækk- un. Það, sem eftir stendur nú, eru sérkröfumar og svo hin al- menna kauphækkun, sem kemur til viðbótar þeim hækkunum, sem leiða af flokkabreytingum. Ég held að flestir, sem í þessu vinna séu bjartsýnir um að samn- ingar takist. Atvinnurekendur voru búnir að bjóða 16,6% hækk- un á lægsta kaup. Síðan teljast þeir ekki bundnir af því tilboði vegna þess að farið er inn á nýjar brautir i samningunum. Samstaðan virðist ágæt, að undanskildum verslunarmönnum, og ég hef trú á því að þetta tak- ist fyrir tilskilinn tíma. Sérfræð ingur Staða sérfræðings i orkulækningum við Hjúkrunar- og endur hæfingadeildir Borg- arspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mai eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigöismálaráöi Reykjavikurborgar fyrir 26. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir. Reykjavík, 13. febrúar 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Ungmennafélagið Víkverji 10 ára Eins og komið hefur fram í fréttum átti Ungmennafélagið Víkverji 10 ára starfsafmæli fyrir nokkru. Af því tilefni efndi félagið til bikarglímu og gaf út blað, þar sem fjallað er um starfsemina. Allt frá upp- hafi hefur Víkverji verið mikil virkur þátttakandi í öilu er varðar íslenzku glímuna og not- ið þar handleiðslu Kjartans Bergmanns Guðjónssonar. Ekki verður fjölyrt um þátt Kjartans í glímusögunni, en allir sem eitthvað þekkja til, muna frá- bæra frammistöðu hans hér á árunum. Þessi formáli verður ekki hafður lengri, en í áður- nefnt blað ritar Kjartan grein sem liann nefnir — Glíma — nokkur atriði um glímu. Við fengum leyfi til þess að birta greinina. Glíman er gömul og þjóðleg iþrótt. 1 íslenskum fornsögum er frá henni sagt og allt bendir til að hún eigi uþphaf sitt í fornum germönskum arfi. Islendingasögurnar fræða okkur um það, að fornmenn hafi lagt mikla stund á ýmsar íþróttir undir berum himni, úti leiki, og voru þeir mikilsverður liður í uppeldi æskunnar, og höfðu mikla þýðingu i þjóðlífi forfeðra okkar. Af leikjum þessum má helst nefna glímu, knattleika og sund. Islendingar héldu áfram að æfa glímuna, þótt þeir leggðu aðrar íþróttir niður. Hún hefur lifað allt frá æsku þjóðarinnar fram á þennan dag, þraukað af sult og seyru, og endurfæðst, þegar þjóðin fann sér vaxa ás- megin. Þjóðsögurnar fræða okk ur um, að alltaf lifði glíman meðal þjóðarinnar, hversu fast sem að henni svarf að öðru leyti. Ef byggðamaður hitti úti- legumann á fjöllum uppi, þá var það glímuleiknin, sem helst gat bjargað honum úr greipum hins rammeflda útilegumanns. Þar sem smalar hittust var glímt, og hittust ungir menn við kirkju, þótti sjálfsagt að reyna með sér glímu. Útróðrar- menn æfðu og kepptu í glfmu og þegar skólarnir komu til sögu, þá var glíman í hávegum höfð og ýmsir gáfuðustu skóla- piltarnir lögðu þekkingu sína auðgaðist hún að fjölbreytni. og leikni í glímuna og þannig Enda galt hún það vel með því að auka þeim þrek til baráttu og stillingu til jafnvægis. Upp úr aldamótunum 1900 hófu ung mennafélögin starfsemi sína— byggða á þjóðlegum grundvelli — og var Ungmennafélag Is- lands stofnað á Þingvöllum árið 1907. Strax frá byrjun unnu ung- mennafélögin að eflingu og Kjartan Bergmann Guðjónsson framgangi glímunnar og varð hún eitt helsta skemmtiatriði á fundum og skemmtisamkom- um þeirra og náði þá mikilli útbreiðslu. Iþróttasamband Islands var stofnað í ársbyrjun 1912, og skipaði það glímunni efsta sæt- ið í fyrirmælum sínum um leiki og kappraunir. Árið 1916 gaf ÍSl út glímubók, sem er fyrsta bókin sem það gefur út. Hún geymir ýmsar heiniildir um glímu og er um leið kennslu- bók. Árið 1968 kom út ný kennslu bók í glímu, sem hefur inni að halda mikinn fróðleik um glímuna. Þar má finna glögga lýsingu bragða og varna auk margra mynda, sem fylgja til skýringar. Það er ósk mín og von, að glímubókin nýja megi verða glímunni til framdráttar, ekki síst á þann veg, aö æska Islands leggi rækt við glímuna Yngstu Víkverjarnir á æfingu. sér til aukins þroska og á- nægju. Ég hef oft minnst á, að glím- an á ekki fyrst og fremst að vera aflraunaíþrótt, heldur á hún að vera grundvölluö á íimi, mýkt og snarræði. Bol og níð á ekki að líðast í glímunni og dómararnir verða að vera vel á verði með að glímulög- unum sé framfylgt. Glíman er íslensk íþrótt, sem hefur þroskast með þjóðinni um aldaraðir. Hún er sériþrótt Islendinga, þó að hún sé að „stofni til“ eldri en byggðin i landinu, eins og tunga okkar, ís lenskan, er líka. Báðar hafa þær, glíman og tungan, þróast með sérstæðum hætti. Glíman er eir hin fegursta og besta íþrótt, sem völ er á, ef hún er rétt æfð og iðkuö. Glíman er jafnvægisíþrótt, keppni milli tveggja manna, þar sem fimi, snarræði og mýkt skipa öndvegi, en neyta á afls rétt í svip. Hún krefst kunn- áttu, lagni, fimi og orku, en einnig krefst hún skilnings á hæfni og getu mótherjans, svo og sjálfstæðis, af því að í glím- unni mætir maður manni, án þess að geta treyst á nokkurn annan e sjálfan sig. Glíman er skapgerðaríþrótt, sem krefst drengskapar í leik. Ég hef áður minnst á, að glíman á ekki fyrst og fremst að vera aflraunaíþrótt, hún á að vera byggð á fimi, mýkt og snarræði. Drengskapur í leik á að vera einkenni góðrar glímu. — Sá, sem þannig glímir, er meiri og betri glimumaður en hinn, sem aðeins hugsar um það eitt að fella keppinaut sinn. — Glíman er islensk í- þrótt, sem hefur þroskast með þjóðinni um aldaraðir. Hún er ein fegursta og besta íþrótt, sem völ er á, sé hún rétt æfð og iðkuð. Glímumenn. Keppum að því að glíma á þann hátt, þá mun vegur glímunnar vaxa og æsku menn þjóðarinnar gera glímuna að sinni íþrótt."

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.