Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 12
Auðvelt að breyta í beiti- iöni örtoka landi / byggð með áburði og grasfræi ^íóíimál í starfsskýrslu hins unga og áhugasama landgræðslustjóra, Sveins Runólfssonar til Búnaðar- þings, sem nýhafið er, koma fram ýmsar upplýsingar um starf semi Iandgræðslunnar. Tökum við okkur það bessaleyfi að birta meginhluta skýrslunnar. Stórgjöf F.í. 1 upphafi starfsskýrslunnar vík ur Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, að komu áburðar- flugvélarinnar Páls Sveinssonar, til landgræðslustarfa, sem hann telur tvímælalaust merkasta at- burðinn í starfi landgræðslunnar á árinu 1973. Telur hann þetta stórmerka framlag Flugfélags- manna til landgræðslu marka þáttaskil hér á landi, ekki ein- göngu í þessum málum, heldur einnig í landbúnaðarmálum al- mennt hérlendis. „Starfsemi Landgræðslu ríkis- ins var að öðru leyti með svip- uðu sniði og undanfarin ár, þ. e. a. s. fylgt stefnu, sem mörkuð hefur verið af fyrirrennurum mínum í starfi. Mun ég nú stutt- lega minnast á helstu land- græðsluframkvæmdirnar á árinu 1973. Flugvélar Landgræðslunnar dreifðu alls 1450 smálestum af áburði og rúmum 20 smálestum af fræi, sem var aðallega dansk- ur túnvingull, vallarsveifgras, vallarfoxgras og melgresi. Áburðarflugvélinni Páli Sveins syni var aðallega beint á upp- græðslusvæði innan landgræðslu girðinganna og alveg sérstaklega á sandfokssvæðin umhverfis Þor- lákshöfn, enda ber kunnugum saman um, að þar hafi náðst stórkostlegur árangur í upp- græðslumálum og þökkum við það fyrst og fremst afkastagetu Landgræðsíuflugvélin „Páll Sveinsson“ er hér að ferma áburð til dreyfingar. Lofsvert framtak er þáttur flugmanna f rekstri flugvélarinnar, en þeir hafa flogið í sjálfboðavinnu. og Skeiðamannaafréttir, — þar hímdu nú engar kindur við af- réttargirðingar í haust, eins og allt of víða annars staðar á land- inu, þrátt fyrir sérstaklega hag- stæð gróðurfarsleg skilyrði á sl. sumri. Á þessu ári var stofnuð sam- starfsnefnd Landgræðslu ríkisins og Náttúruverndarráðs til að reyna að fyrirbyggja misskilning vegna áburðarnotkunar á gróið land. Við lifum í hrjóstrugu og gróðurvana landi, þar sem % hlutar landsins eru ógrónir. Á- burðarnotkun Landgræðslunnar miðast við að vernda þann gróð- ur, sem við enn eigum eftir, og reyna að breyta örfoka landi I grösugar lendur. Miðað við þau hrikalegu verkefni, sem bíða okk ar á þessu sviði, þá er land- græðslukerfið rétt aðeins að byrja, en hinu má ekki gleyma, hversu mörgum gróðurlendum hefur verið bjargað á siðustu stundu frá sandfoki og upp- blæstri. áburðarflugvélarinnar Páls Sveinssonar. Minni áburðarvélin dreifði á- líka miklu magni og undanfarin ár. Um helmingur þess magns fór á beitilönd bænda, það er til ræktunar beitilanda, sem er á vissan hátt gróðurvernd, ef að samhliða tekst að létta á nær- liggjandi ofnýttum svæðum. Þeir aðilar, sem höfðu gert raunhæfar ráðstafanir í beitar- málum sínum, voru að öðru jöfnu látnir ganga fyrir með á- burðardreifingu á vegum Land- græðslunnar. Borið á afrétti Þeir afréttir, sem nú var borið á, voru fyrst og fremst þeir, sem orðið hafa fyrir miklum gróður- spjöllum í tveim slðustu Heklu- gosum, eins og til dæmis Flóa- Skortur á beitilandi Allvíða á landinu er orðinn mikill skortur á beitilandi, sér. staklega fyrir haustbeit. örfoka land í byggð er auðvelt að breyta í beitilönd með áburði og gras- fræi. Leggja ber höfuðáherslu á þau svæði, þar sem landþröngt er og beitilönd ofsetin. Slík upp- græðsla væri því á vissan hátt gróðurvernd. Víða háttar svo til, að á mörkum afrétta og byggðar eru örfoka lönd, sem auðvelt er að græða upp og nota til haust- beitar fyrir afréttarpening, og stytta þannig beitartíma á afrétti. Skipuleggja verður uppgræðslu og notkun þessara uppgræddu beitilanda. Samkvæmt fenginni reynslu Landgræðslunnar verður að teljast eðlilegt að viðkomandi sveitarfélög kosti Vi hluta af á- burðar- og frækostnaði, fjáreig- endur verði skattlagðir með til- liti til fjárfjölda að greiða V4 af fyrrnefndum kostnaði og Land- græðslu ríkisins verði gert kleift að greiða helmings kostnað við fræ og áburð og sjá auk þess um flutning og sáningu. Á öðru ári greiði heimamenn helming af út- lögðum kostnaði, og upp frá þvl greiði heimamenn áburðarkostn- að. Jafnframt fylgi sú kvöð að- stoð landgræðslunnar, að Land- Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri græðsla ríkisins hafi fullan íhlut unarrétt um notkun fyrrnefndra uppgræðslusvæða. Samvinna við hreppsnefndir í sumar var haldið áfram upp- græðslu á beitarlöndum fyrir Biskupstungnahrepp og Hvol- hrepp, og hafist handa við svip- aða uppgræðslu I samvinnu við Gnúpverjahrepp. Á næsta ári verður vonandi áframhald á þessu starfi, og munu þá væntan- lega fleiri bætast í hópinn. Bæta þarf og vernda þau svæði, þar sem á sér stað hæg- fara en staðbundin gróður- og jarðvegseyðing, eins og t. d. þar sem landið er sundurskorið af rofabörðum. Nauðsynlegt er að hefja skipu- Framhald á bls. 8

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.