Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 4
4 Þ J Ó Ð M Á L pjiftmál Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritnetnd: Einar Hannesson (ábm.), Kári Arnórsson, Margrét Auöunsdóttir, Guömundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Áskriftargjald kr. 50 pr: m: I lausasölu kr. 30. Breytingar á skattakerfinu Alþingi mun nú næstu daga fjalla um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um skattkerfisbreytingu. Frumvarpið er samið í samræmi við þá yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin gaf á meðan samningaviðræður stóðu yfir um að hún myndi beita sér fyrir lækkun tekjuskatts, en í staðinn kæmi hækkun söluskatts. Samkvæmt frumvarpinu verður lækkun tekjuskatts á þann veg að persónufrádráttur hækkar verulega og skatt- stigi lækkar. Söluskattur hækki um 5 stig, en með þeirri hækkun verða tekjur ríkissjóðs á þessu ári þær sömu og þær ella hefðu orðið ef breytingin hefði ekki verið gerð. Stjórnarandstæðingar hafa haldið því mjög á lofti að með þessu frumvarpi væri verið að níðast á almenningi, þar sem 5 stig í söluskatti myndu gefa mun hærri tekjur en sem nemur lækkun tekjuskattsins samkvæmt frumvarpinu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þó að viss óvissa sé að sjálfsögðu um allar áætlanir, þá er það álit bæði sérfræð- inga og skattnefndar A.S.I., að tekjutap og tekjuauki ríkissjóðs vegna breytingarinnar muni vega jafnt. I frumvarpinu er á hinn bóginn veigamikill varnagli þess efnis að þegar reynslan hefur sýnt hver útkoma árs- ins er að því er varðar auknar tekjur vegna hækkunar söluskatts og minnkun tekna vegna lækkunar tekjuskatts, þá skal sá mismunur, sem þar kann að vera á, reiknaður með í kaupgreiðsluvísitölu. Sú staðreynd, að ríkisstjómin hefur ekki hreinan meiri- hluta í báðum deildum þingsins, hefur valdið því að margir spyrja þeirrar spurningar nú, hvernig þessu frumvarpi muni reiða af í meðförum Alþingis. Líklegt má telja að sjálfstæðismenn muni flytja einhverjar yfirboðs- tillögur um enn meiri lækkun tekjuskatts en í frumvarp- inu felast, án þess að gera ráð fyrir neinum tekjum á móti. Talsmenn Alþýðuflokksins hafa látið í veðri vaka að þeir muni samþykkja skattkerfisbreytinguna sem slíka, en alls ekki meiri hækkun söluskatts en sem nemur lækkun tekjuskatts. Hvað það þýðir, er hins vegar með öllu óljóst. Því verður hins vegar ekki trúað að ófyrirsynju að þing- menn flokks, sem telur sig málsvara launþega, snúist gegn frumvarpi, sem flutt er beinlínis að ósk launþegasamtak- anna. Lögbnnnsmál Bjarna 1 síðustu viku var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli því, sem Bjarni Guðnason og nokkrir félagar hans höfðuðu í nafni Samtaka frjálslyndra í Reykjavík gegn Guðmundi Bergssyni og þeim stjórnar- mönnum öðrum, sem höfðu tekið við stjórn félagsins eftir ákvörðun félagsfundar, en þeirri ákvörðun vildi Bjarni og félagar ekki hlýða. Úrslit málsins urðu þau, að málinu var vísað frá á þeim forsendum, að þessi málshöfðun í nafni félagsins væri ólögmæt og brottvikning Bjarna úr samtökunum hefði verið lögleg. Styrkur til háskólnnáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa lslendingi til há- skólanáms I Svíþjóð námsárið 1974—75. Styrkurinn miðast við átta mánaða námsdvöl og nemur 8.400 sænskum krón- um, þ.e. 1.050 krónum á mánuði. Ef styrkþegi stundar nám sitt í Stokkhólmi eða Gautaborg, getur hann fengið sérstaka staðaruppbót á styrkinn. Fyrir styrkþega, sem lokið hefur æðra háskólaprófi, getur styrkurinn numið 150 krónum til viðbótar á mánuði. Umsóknir um styrk þennan skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Heykjavik, fyrir 1. april n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meömælum. — Sérstök umsóknareyðublöö fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 26. febrúar 1974. Halldór S. Magnússon: ÞINGMÁLAÞÁTTUR Sérstök íbúða- lönadeild starfi við Byggðasjóð Á vegum milliþinganefndar í byggðamálum hefur verið flutt frumvarp um að við Byggðasjóð starfi sérstök íbúðalánadeild, sem veiti sérstök viðbótarlán vegna íbúðabygginga til örvun- ar byggingum, þar sem skortur á íbúðum stendur í vegi fyrir eðlilegri byggðaþróun. Hér fara á eftir kaflar grein- argerðar frumvarpsins: Frumvarp þetta er flutt á vegum milliþinganefndar í byggðamálum, sem í eiga sæti: Steingrímur Hermannsson, sem er formaður nefndarinnar, Lár- us Jónsson, Helgi F. Seljan (Stefán Jónsson 1 forföllum hans), Matthías Bjarnason, Ingvar Gíslason, Karvel Pálma- son og Pétur Pétursson. í þingsályktun um milliþinga nefnd þessa, sem samþykkt var á Alþingi 18. apríl 1973, er gert ráð fyrir því, að nefndin komi á framfæri þegar á þessu þingi þeim tillögum, sem hún telur „að ekki þoli bið“. Með bréfi, dags. 8. nóv. s. 1., gerði nefnd- in forsætisráðherra grein fyrir allmörgum slíkum tillögum. Nefndin telur sérstaklega að- kallandi að auka verulega íbúðabyggingar í dreifbýli. Skortur á hentugum íbúðum stendur víða í vegi fyrir við- gangi byggðanna. Því var í fyrmefndu bréfi til forsætisráð herra lögð strstök áhersia á húsnæðismálin. Þar var bent á eftirgreindar leiðir til úrbóta: 1. Örvunarlán verði veitt til al- mennra íbúðabygginga í dreifbýli. 2. Lög um byggingu verka- mannabústaða verði endur- skoðuð. 3. Lög um byggingu íbúða til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði verði endurskoðuð. 4. Byggingaáfangar verði stækkaðir með því að skipu- leggja þá sameiginlega fyrir fleiri sveitarfélög. 5. Verktakar verði efldir í dreifbýlinu. 6. Athuguð verði notkun á til- búnum húsum. Nefndarmenn hafa síðan átt viðræður við félagsmálaráð- herra um ofangreindar tillögur. Einnig hefur verið rætt við framkvæmdastjóra Húsnæðis- málastofnunar ríkisins og ýmsa aðra aðila, sem að húsnæðismál um starfa. Ljóst er, að vilji er til þess að athuga í sambandi við al- menna endurskoðun á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, sem er í undirbúnigi, allar ofagreindar tillögur, nema þá fyrstu. Ekki er talið eðlilegt, að í lögum um þá stofnun sé gert ráð fyrir mismunandi háum lán um eftir búsetu. Flestir telja eðlilegra, að Byggðasjóður hafi slíkt verkefni. Að höfðu samráði við for- sætisráðherra, félagsmálaráð- herra og fjármálaráðherra, hef- ur milliþinganefnd í byggða- málum samþykkt að beita sér fyrir því, að flutt verði þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdastofn- un ríkisins, þar sem gert er ráð fyrir því, að við Byggðasjóð starfi sérstök íbúðalánadeild, sem veiti örvunarlán til íbúða- bygginga í dreifbýlinu til við- bótar lánum úr byggingarsjóði Húsnæðismálastofnunar rlkis- ins Flutningsm. þessa frum- varps eru nefndarmenn, sem sitja i efri deild. Miklar upplýsingar liggja fyr- ir um íbúðabyggingar í hinum ýmsu landshlutum og skiptingu á lánum Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins. Tafla IV sýnir lánsupphæð Húsnæðismálastofnunar á ár- inu 1972, fólksfjölda í desem- ber 1972 og lánsupphæð fyrir hvern íbúa í hinum ýmsu lands hlutum. Ef til vill er þarna að finna eitt áþreifanlegasta dæm- ið um ójafna skiptinu á láns- fé Húsnæðismálastofnunar eftir landshlutum." Síðan segir: „Þau lánakjör, sem hér um ræðir, þurfa að vera hagkvæm. Þvi er gert ráð fyrir, að íbúða- lánadeildin fái að stofni til verulegan hluta af fjármagni sínu á fjárlögum ríkisins. Þótt útvega þurfi viðbótarfjármagn sem lánsfé, ætti það að tryggja, að lánskjör geti orðið viðun- andi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins ákveði útlánareglur og kjör og einnig hámark lána og lánsupp hæðir eftir landssvæðum. Fram kvæmdastofnun ríkisins er að verulegu leyti byggðastofnun. Stjórn þeirrar stofnunar á þvl að hafa besta yfirsýn yfir byggðamálin og þörf fyrir slik örvunarlán vegna byggðaþróun- ar. Hins vegar er nauðsynlegt, að afgreiðsla þessara lána verði sem einföldust fyrir íbúðabyggj endur. Þvl er lagt til, að lánin verði afgreidd með öðrum lán- um Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Ekki er gert ráð fyrir þvi, að sækja þurfi um þessi lán sérstaklega. Þau yrðu boðin sjálfkrafa til ibúðabygginga á ákveðnum stöðum í samræmi við þær reglur, sem stjórn Framkv.stofnunarinnar setur.“ TAFLA IV. Útlán Húsnæðismálastofnunar ríkisins árið 1972 og lánsupphæð á hvern íbúa eftir landshlutum. Lánsupphæð FólksfjöUli1) Lánsuppliæð 1972 kr. 1 des. 1972 pr. íbúa kr. Reykjavík ................................... 471 012 000 83 831 5 618.59 Kópavogur, Seltjarnarnes ................... 61 470 000 13 823 4 446.94 Reykjancssvæðið.............................. 187 065 000 27 054 6 914.50 Vesturland ................................... 22 795 000 13 361 1 706.03 Vcstfirðir ................................... 14 122 000 9 903 1 426.03 Norðuriand vestra............................. 26 150 000 9 847 2 655.63 Norðurland cystra............................. 84 235 000 22 709 3 709.32 Austurland.................................... 31 090 000 11 428 2 720.51 Suðurland..................................... 68 120 000 18 314 3,719.56 1) Fólksf jöldinn í des. 1972 er samkvæmt bráóabirgðatölu Þjóðskrárinnar. o Einar Þorsteinn: r ; ' Skipulags- og ICA húsnæðismál. w borgarinnar. - j%É Mikill meirihluti þeirra, sem byggja sér hús í Reykjavík fá úthlutað lóð. Að fá úthlutað, eins og það heitir í daglegu tali er eins og að vinna í happa- drætti. f því eru að vísu nokk- uð margir vinningsmöguleikar, en allir eru þeir háir. Séu út- hlutað 200 íbúðum má telja að millí 150—200 milljónum hafi verið skipt milli hinna heppnu. Og ýmsir virðast telja, að með þvi að fá úthlutun sé að- eins verið að gefa þeim pen- inga. En þetta eru þó undan- tekningarnar sem betur fer. Þó er ástæða til þess að setja hér undir lekann. Þeir, sem álíta úthlutun féþúfu hafa ýmsan háttinn á: Sumir selja úthlutun ina beint, þó að það eigi ekki að vera mögulegt. Bara ef sá er nógu vel inní kerfinu virðist það ganga. Aðrir byggja fyrst og selja siðan, eða selja á ýms- um byggingarstigum. Nú, enn Framhald á bls. 14

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.